Austri - 03.05.1967, Blaðsíða 1

Austri - 03.05.1967, Blaðsíða 1
Ctgefandi: Kjördæmlssamband Framsóknarmanna i AusturlandskjÖrdæml. Austri 12. árgangur. Neskauþstað, 3. maí 1967. 9. tölublað. Ritstjórar og ábyrgffarmenn: Kristján Ingólfsson Vilhjálmur Hjálmarsson Fjármál og auglýsingar: Björn Steindórsson, Neskaupstað. NESPBENT Uidir „viðreísn“ hefnr hlutir Aistirlnds verii borinn fyrir borð 1. Allt frá því að íslendingar fengu á ný sjálfsforræði, hafa svokallaðar verklegar fram- kvæmdir á vegum ríkisins vaxið ár frá ári, lengst af. Ráðstöfun þeirra fjármuna sem varið er tii þessara hluta á fjárlögum ár hvert hefur oft orðið tímafrek, því alls staðar var þörfin meiri en getan, eins og að líkum lætur. Af sömu ástæðum hafa allir landsmenn fyigzt með afgreiðslu þessara mála af miklum áhuga. 2. Verklegar framkvæmdir ríkis- ins ýmiskonar eru oft kenndar til þjónustu, þar sem þær eru ekki arðgæfar út af fyrir sig, en stuðla eigi að’ síður að velgengni þegn- anna og eflingu atvinnulífs og skila á þann hátt hagnaði í þjóð- arbúið. Fljótt á litið liafa aðgerðir rík- isvaldsins á þessum vettvangi vaxið jafnt og þétt í gegnum ár- in. En ef nánar er aðgætt koma þó í ljós áberandi þrep á annars jafnhækkandi tröppustiga. 3. Þegar Framsóknarflokkurinn fór með völdin í skjóli hlutleysis Alþýðuflokksins á árunum 1927— 1931 urðu algjör tímamót um þjónustuframkvæmdir á vegum ríkisins. Þá margfölduðust vega- lagnir og brúargerðir. Strandsigl- ingar voru skipulagðar og endur- bættar og nýir skólar risu víðs- vegar um landið svo aðeins örfá dæmi séu nefnd. 4. Á valdatíma þeirrar ríkisstjórn- ar, sem nú situr og að hætti skrumara skreytir sig með veg- legri nafngift, hefur enn hattað fyrir í ýmsum greinum verklegra framkvæmda en nú á hinn veginn. Samgöngur með ströndinni eru lamaðar þrátt fyrir langvarandi góðæri við sjóinn, vegakerfið nýt- ur ekki eðlilegs viðhalds og brotn- ar niður undan vaxandi umferðar- þunga og ungþngum er vísað frá skólum vegna skorts á húsnæði, svo aftur sé vitnað til þessara sömu málaflokka. 5. Austfirðingar hafa í þessu efni sína sögu að segja, sérstakan kapitula í „viðreisnarsögunni" og hinn háðulegasta fyrir stjórnina með stóra nafnið. Þar koma m. a. til greina raf- orkuframkvæmdir, vegamál, flug- vellir, strandsiglingar, hafnar- gerðir, skólahúsnæði og símamál. Verður hér stuttlega vikið að sér- hverjum þessara þátta. 6. I raforkumálum hefur þróunin hér eystra orðið þessi síðustu átta árin, í sem allra fæstum orðum: Raforkuvinnslan: Hætt var við virkjun Smyrlabjargarár fyrir Skaftfellinga. (Hluti af efninu liggur á dreif í móum við þjóð- veginn). Byggðar olíustöðvar, sem framleiða raforku sem verður æ dýrari eftir því sem viðhalds- kostnaður vex. — Stórtjón hefur orðið í síldarvinnslu vegna orku- skorts, sem talinn er stafa af bil- unum í olíustöðvum. Orkuílutningur: Stöðvaðar voru framkvæmdir við aðalorkuveitu frá Egilsstöðum til Vopnafjarðar og staurar, sem fluttir höfðu ver- ið á línustæðið látnir liggja eða fluttir annað. Suðurlínunni einn- ig seinkað árum saman, Héraðsveitur, þ. e. sveitalínur, eru eklci komnar lengra á veg en svo, að enn vantar rafmagn á yfir 60% sveitabýla, og er enginn landshluti jafn illa settur hvað þetta snertir. Samræmingu á orkuverði’ hefur ekkert miðað og tillögur Fram- sóknarmanna um það efni alltaf fel’dar. Orkuverð á aðalveitusvæð- inu er hátt og þó alltað tvöfalt hærra á hinum minni veitusvæð- um, svo sem í Borgarfirði. 7. í vegamálum er erfitt að greina eymdina eins og hún er í stuttu máli. Viðhaldi'ð. Hin almenna svelta kemur hér verr við en víða ann- ars staðar, þar sem nýlokið’ var að teygja vegakerfið til allra byggðalaga um langar og erfiðar strendur, sæbrattar og háa fjall- garðá óg ýmsir hinna nýju vega næsta ófullkomnir. „Drullutíma- bilið“ á vorin er löngu orðið al- varlegt vandamál á Austurlandi, en ekki bólar á neinni viðleitni stjórnarvalda til að stemma stigu við þeim ófögnuði. Nýbyggingaféð er nú ákveðið til fjögra ára og lækkar því sjálf- krafa ár frá ári vegna ört hækk- andi verðlags á vinnu og véla- kosti. á ýmsum stöðum á -Iandinu hefur verið unnið að einstökum verkefnum í vegagerð fyrir láns- fé, sem fengið er að láni'til Iangs tíma. 1 því eíni hafa Austfirðing- ar verið sniðgengnir gersamlega. 8. Fjárveitingar til flugvaila á Austurlandi hafa verið svo li-tlar að furðu gegnir. Fyrir flestra augu koma þau endemi, að: flug- skýlið á Egiisstaðavelii,- apnarri stærstu flugstöð á landinu utan Reykjavíkur, stendur hálfkarað og verra en það ár: eftir ár. Á Norofirði vantar sárlega, ýmsan Framh. á 3. síðu. Nctfnakal! um rafvœðingaráœtlun Nýlega fluttu fulltrúar Framsóknarflokksins í fjár- liagsnefnd neðri deildar Alþing's svoliljóðandi viðauka- tillögu við orkulagafruni\ arp ríkisstjórnarinnar: ,,Á árunum 1967—1969 skal leggja rafmagnslínur frá rafmagnsveitum ríkisins til allra heimila, sem ekki' hafa áður fengið rafmagn frá samveitum eða sérstökum vatnsaflsstöðvum, þar sem meðallínulengd rnilli býla er 2 km eða minni. Skal framkvæmdunum skipt sem jafn- ast á árin. Rafmagnsstjóri skal gera kostnaðaráætlanir um raf- línulagnir frá rafmagnsveitum ríkisins um þær byggðir, þar sem meðallínulengd milli býla er 2—2.5 km og 2.5— 3 km. Einnig geri hann tillögur um uppsetningu dísil- stöðva til rafmagnsframleiðslu á þeim heimilum, sem eru svo mjög afskekkt, að ekki þykir fært að leggja til þeirra raflínur frá samveitum, og elcki hafa hagstæð skilyrði til vatnsaflsvirkjunar, og séu tillögurnar \ið það miðaðar, að notendur slíkra stöðva njóti ekki minni stuðnings af opinberri hálfu en þeir, sem fá rafmagn frá samveitum. Áætlanir þessar og tillögur verði gerðar og lagðar fyrir Alþingi eigi síðar en 1. nóv. 1967“. Á fundi neðri deildar 10. apríl var þessi tillaga Framsóknarmanna felld með 21:17 atkv. (2 þingmenn fjarverandi), að viðhöfðu nafnakalli. Þeir, sem greiddu atkvæði á móti tillögunni og felldu hana þar með1, voru: Axel Jónsson, Benedikt Gröndai, Birgir Finnsson, Bjarni Benediktsson, Davíð Ólafsson, Emil Jónsson, Guðlaugur Gíslason, Jón ísberg, Gylfi Þ. Gíslason, Ingólfur Jónsson, Jóhann Hafstein, Jónas Pét- ursson, Jónas G. Rafnar, Matthías Bjarnason, Matthías Á. Matthísen, Óskar Levy, Pétur Siguiðsson, Sigurður Ágústsson, Sigurður Ingimundarson, Sigurður Bjarna- son og Sverrir Júlíusson. Rétt er að vekja athygli á þessari atkvæðagreiðslu, og viðbrögðum stjórnarflokkanna í atkvæðagreiðslu þeirri, sem hér er geið að umtalsefni. En sagt ,ur, að sumir íhaldsmcnn hafi verið fremur veikróma. <*r þeir greíddu atkvæði gegn viðaukatiliögu Frainsóknarmanua.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.