Austri - 03.05.1967, Blaðsíða 3

Austri - 03.05.1967, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 3. maí 1967. AUSTRI 3 INNLENT LÁN RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS1967, l.Fl UTBOÐ Fjármálaráðherra hefur á- kveðið að nota heimild í lögum frá 22. apríl 1967 til þess að bjóða út 50 milljón króna innlent lán ríkis- sjóðs með eftirfarandi skil- málum: töldum vöxtum og vax.ta- vöxtum: SKILMAL AR fyrir verðtryggðum spari- skírteinum ríkissjóðs, sem gefin eru út samkvæmt íögum frá 22. apríl 1967 um heimild fyrir ríkis- stjórnina til lántöku vegna framkvæmdaáætlunar fyr- ir árið 1967. 1. gr. Hlutdeildarbréf láns- ins eru nefnd spariskír- teini, og eru þau öll gefin út til handhafa. Þau eru í tveimur stærðum, 1.000 og 10.000 krónum, og eru gefin út í töluröð eins og segir í aðalskuldabréfi. 2. gr. Skírteinin eru lengst til 12 ára, en frá 15. sept- ember 1970 er handhafa í sjálfsvald sett, hvenær hann fær skírteini inn- leyst. Vextir greiðast eftir á og í einu lagi við inn- lausn. Fyrstu 4 árin nema þeir 5% á ári, en meðal- talsvextir fyrir allan láns- tímann eru 6% á ári. Inn- lausnarverð skírteinis tvö- faldast á 12 árum og verð- ur sem hér segir að með- Skírteini 1.000 kr. 10.000 kr. Eftir 3 ár 1158 11580 — 4 ár 1216 12160 — 5 ár 1284 12840 — 6 ár 1359 13590 —. 7 ár 1443 14430 —. 8 ár 1535 15350 — 9 ár 1636 16360 — 10 ár 1749 17490 — 11 ár 1874 18740 — 12 ár 2000 20000 Við þetta bætast verðbæt- ur samkvæmt 3. gr. 3. gr. Við innlausn skír- teinis greiðir ríkissjóður verðbætur á höfuðstól, vexti og vaxtavexti í hlut- falli við þá hækkun, sem kann að hafa orðið á vísi- tölu byggingarkostnaðar frá útgáfudegi skírteinis til gjalddaga þess (sbr. 4. gr.). Hagstofa Islands reiknar vísitölu bygging- arkóstnaðar, og eru nú- gildandi lög um hana nr. 25 frá 24. apríl 1957. Spari- skirteinin skulu innleyst á nafnverði auk vaxta, þótt vísitala byggingarkostnað: ar lækki á tímabilinu frá útgáfudegi til gjalddaga. Skírteini verða ekki inn- leyst-að hluta. 4. gr. Fastir gjalddagar skírteina eru. 15. septem- ber ár hvert, í fyrsta sinn 15. september 1970. Inn- lausnarfjárhæð skírteinis, sem er höfuðstóll, vextir og vaxtavextir auk verð- bóta, skal auglýst í júlí ár hvert í Lögbirtinga- blaði, útvarpi og dagblöð- um, í fyrsta sinn fyrir júlílok 1970. Gildir hin auglýsta innlausnarfjár- hæð óbreytt frá og með 15. sept. þar á eftir í 12 mán- uði fram að næsta gjald- daga fyrir öll skírteini, sem innleyst eru á tímabilinu. 5. gr. Nú rís ágreiningur um framkvæmd ákvæða 3. gr. um greiðslu verðbóta á höfuðstól og vexti, og skal þá málinu vísað til nefnd- ar þriggja manna, er skal þannig skipuð: Seðlabanki Islands tilnefnir einn nefndarmanna, Hæstirétt- ur annan, en hagstofu- stjóri skal vei-a formaður nefndarinnar. Nefndin fell- ir fullnaðarúrskurð í á- greiningsmálum, sem hún fær til meðferðar. Ef breyting verður gerð á grundvelli vísitölu bygg- ingarkostnaðar, skal nefnd þessi koma saman og ákveða, hvernig vísitölur samkvæmt nýjum eða breyttum grundvelli skuli tengdar eldri vísitölum. Skulu slíkar ákvarðanir nefndarinnar vera fullnað- arúrskurðir. 6. gr. Skírteini þetta er undanþegið framtalsskyldu og er skattfrjálst á sama hátt og sparifé, samkvæmt heimild í nefndum lögum um lántöku þessa. 7. gr. Handhafar geta fengið spariskírteini sín nafnskráð í Seðlabanka ís- Iands gegn framvísun þeirra og öðrum skilríkj- um um eignarrétt, sem bankinn kann að áskilja. 8. gr. Innlausn spariskír- teina fer fram í Seðla- banka Islands. Eftir loka- gjalddaga greiðast ekki vextir af skírteinum, og engar verðbætur eru greiddar vegna hækkunar vísitölu byggingarkostn- aðar eftir 15. september 1979. 9. gr. Allar kröfur sam- kvæmt skírteini þessu fyrnast, sé þeim ekki lýst hjá Seðlabanka Islands innan 10 ára, talið frá 15. september 1979. 10. gr. Aðalskuldabréf lánsins er geymt hjá Seðla- banka Islands. Spariskírteinin verða til sölu í viðskiptabönkum, bankaútibúum, stærri sparisjóðum og hjá nokkr- um verðbrcfasölum í Keykjavík. Vakin er at- hygli á því, að spariskír- teini eru einnig seld í afgreiðslu Seðlabankans, Ingólfshvoli, Hafnarstræti 14. Salan hefst 28. apríl. Apríl 1967. SEÐLABANKI ÍSLANDS írf.”-. Undir „viðreisn" Framh. af 1. síðu. búnað, en heiinamenn hafa byggt farþegaskýli. Á Vopnafirði fást engar lagfæringar. Á sama tíma veitir Austfjarðaflugið svo mik- ilsverða þjónustu síldarflotanum og þar með þjóðarbúinu, að seint verður fullmetið, auk þess sem flugið er nú aðalsamgönguæð Austfirðinga sjálfra, er þeir eiga leið að og frá höfuðstöðvunum. 9. Sögu strandferðanna undir ,,viðreisn“ þekkja allir Austfirð- ingar. Skipin eru seld úr landi áður en nokkrir tilburðir eru hafðir í frammi til að kaupa ný og hentugri. Færeyskt leiguskip siglir með ströndum fram. Ekk- ert er gert til að bæta hraklega aðstöðu Skipaútgerðar ríkisins í Reykjavík. 10. Til einstakra hafna er nú hæst fjárveiting á fjárlögum 700 þús- und krónur. Gífurleg aukning síldveiða við Austurland krefst bættra hafnarskilyrða með slík- um þunga, að íhaldsstjórnin hef- ur ekki með öllu getað1 staðið honum í gegn. En viðskipti margra sveitarfélaga hér eystra við ríkissjóð varðandi þessi mál eru talandi tákn um vangetu nú- verandi ríkisstjórnar til að leysa I jafnvel úr hinum allra brýnustu þörfum. Vangreidd ríkisframlög nema gífurlegum upphæðum. Og þó hefur verið þæfzt fyrir að leyfa að byrja á bráðnauðsynlegum framkvæmdum, eins og t. d. sjó- varnargarði á Vopnafirði. 11. Húsnæðismál unglingafræðsl- unnar hér eystra eru í slíku öng- þveiti að engu tali tekur. Börn í skyldunámi fá ekki einu sinni inni í skólum fjórðungsins og sitja heima eða er þveitt lands- horna á milli. — Uppbygging Eiðaskóla gengur svo hægt, að helzt má jafna við byggingu Pét- urskirkjuna í Rómaborg. Ekki er að nefna að koma upp heimavist við Gagnfræðaskóla Neskaupstað- ar. Ekkert verulegt átak er gert til úrbóta, nema hvað nýjum heimavistarbarnaskóla að Hall- ormsstað er ætlað að fullnægja húsnæðisþörf skyldunáms í hlut- aðeigandi hreppum. 12. Símaþjónustan um síldveiðitím- ann liefur verið fyrir neðan allar hellur, þrátt fyrir nokkrar úr- bætur á andlínum. Húsnæðismál pósts og síma í Neskaupstað og víðar, eru engan veginn við hæfi þeirrar þjónustu, sem þar er innt af höndum. En gífurleg verðmætabjörgun og stórauluiing í athafnalífi fjórðungsins raskar ekki þeirri bjargföstu ákvörðun stjórnvalda að einniir í símamálum skuli Austfirðingar verða aftastir á dróginni. 13. Þegar fjórum kjördæmum á Austurlandi var steypt saman í eitt, þingmönnum fjórðungsins fækkað um einn og leifum íhalds- ins á Austurlandi, sem hvergi gátu komið að manni í smærri kjördæmunum, tryggður þing- maður, þá var því mjög á lofti haldið, að austfirskur alþingis- maður í stærsta stjórnmálaflokkn- um mundi bæta aðstöðu fjórð- ungsins stórkostlega. Og við fengum þingmann úr Sjálfstæðisflokknum. Og Sjálf- stæðisflokkurinn fékk stjórnar- taumana. Og ríkisstjórnin fékk rakið góðæri í nærri tvö kjör- tímabil. — Og hver er svo ávöxt- urinn fyrir Austfirðinga? — Þeirri spurningu er að nokkru svarað hér að framan. 14. Það væri ekki nema manns- bragð af Austfirðingum að borga nú fyrir sig í vor á eftirminnileg- an hátt og hreinsa af sér óvær- una. Tímarnir eru okkur hallkvæm- ir um veiðiskap og athafnalíf er mikið við sjóinn. Vanmáttug íhaldsstjórn hefur haldið þjón- ustuframkvæmdum á Austurlandi niðri um árabil. Það þarf að knýja fram breytta stjórnar- stefnu. Til þess þarf að fella rík- isstjórnina. Það geta Austfirð- ingar gert með því að senda fiófa Framsóknarmenn á þing. Austfirðingar tóku „steiktu gæsirnar" frá munni íhaldsins 1942 þegar upp var tekin hlut- fallskosmng í tvímenningskjör- dæmunum. Þeiir geta enn komið á óvart ef þeim býður svo við að horfa. V.H. Noregsferd Skógræktarfélag Neskaupstaðar á kost á að senda einn mann í skógræktarferð til Noregs í ágúst næstkomandi. Umsókn um þátttöku sendist fyrir 20. maí. Stjórniu.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.