Austri - 03.05.1967, Blaðsíða 4

Austri - 03.05.1967, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Neskaupstað, 3. maí 1967. Skólaslit að Hallormsstað Húsmæðraskólanum að Hall- ormsstað var slitið sl. laugardag. Skólinn starfar í tveim deildum sem fyrr og var fulisetinn, nem- endur alls 28. Brautskráðar voru 12 stúlkur. Hæstu einkunn í e. d. hlaut Kristbjörg S;gurðardóttir frá Laufási í Hjaltastaðaþinghá, 8.34. I y. d. varð hæst Bjarney Bene- diktsdóttir frá Tjörn í Mýra- hreppi, Ask, með 9.05, hæstu einkunn í skólanum í vetur. Meðalkostnaður námsmeyja varð í e. d. kr. 16.950 og í y. d. kr. 13.389, fæði húsnæði, efni til handavinnu og vefnaðar o. fl. Heilsufar var gott í skólanum í vetur og félags- og skemmtana- líf með venjulegum hætti. Haldin var árshátíð og haft boð inni fyr- ir E-'ðamenn auk skemmtikvölda innan skólans. Nemendur þágu boð Eiðamanna, sóttu leiksýning- ar og nokkra dansleiki utan skól- ans. Ingveldur Pálsdóttir veitir skól- anum forstöðu sem fyrr, mat- reiðslu kenndi Guðný Sigurjóns- dóttir, handavinnu Sigurdís Sveinsdótt:r, vefnað Þórný Frið- riksdóttir og íslenzku o. fl. Sig- urour Blöndal. Prófdómari var Þuríður Skeggjadóttir Þormar. Námsstjóri húsmæðrafræðsl- unnar, Halldóra Eggertsdóttir, heimsótti skólann að vanda. Skólaslitin fóru fram með hefð- bundnum hætti. Við guðsþjónust- una prédikaði sóknarpresturinn, sr. Ágúst Sigurðsson. Síðan sleit forstöðukonan skólanum með ræðu. Sýning var á handavinnu og vefnaði nemenda, svo og á „köldu borði“, en það var mat- reiðslupróf eldri deildarnema. Um eða yfir 200 gest!r voru við skólas'.itin. Komu þeir i blíðskap- arveðri en héldu heim um snjóvg- llndir sól og regni Sumarið byrjar ekki vel. Norðan hret með hörku frosti eins og grófur og illa gerður rammi utan um örfáa góðviðrisdaga. Hætt er við að vorið verði bændum þungt í skauti — og dýrt — ef svo fer lengi fram, því fremur sem vetur var mjög gjaffelldur víða. Vetur var einnig óhagstæður útgerð og sjósókn, gæftir stopular með afbrigðum, svo að jafnvel hin stóru og traustu skipin fengu ekki aðhafzt tímum saman. Þetta minnir á hið fornkveðna erindi Stephans G. um þá, sem áttu allt sitt „undir sól og regni“. Vélvæðing landbúnað- arins og vönduð og vel búin fiskiskip gefa rökstudda von um betri afkomu þessara undirstöðuatvinnuvega Islendinga, en tryggja hana ekki til fulls. Bændur, sjómenn og útgerðar- menn eru hér allir á einum báti hvað þetta snertir. Verkalýðssamtökin hafa haldið hátíðlegan baráttudag sinn 1. maí. En einirg fjölmennir star,'shópar þeirra samtaka eiga af- komu sína undir aflabrögðum skipanna og þar með að veru- legu leyti „undir sól og regni“. En samstaða allra þessara stétta er þó raunar enn meiri á sviði félagsmála og stjórnmála. Fjölmargar kjarabætur verkamanna, knúnar fram með harðri baráttu verkalýðssamtakanna, hafa runnið út í sandinn vegna þess, að á Alþingi og í ríkisstjórn skorti aðstöðu til að fylgja sigrinum eftir. Jónas frá Hriflu skildi þörfina á því, að* styrkja hina póli- tísku aðstöðu vinnustéttanna jafnt hinni félagslegu. Af mikilli fyrirhyggju og fádæma dugnaði vann hann jöfnum höndurn að uppbyggingu á stjórnmála- og félagsmálasamtökum bænda og verkamanna. Og stærstu sigrana í félagsmálabaráttu sinni liafa þessar stéttir unnið, þegar þær stóðu saman. Ibúar hinna norðlægu landa minna í mörgu á gróður þeirra, standa af sér vetrarhörkur og vorharðindi og mæta hverju nýju sumri tvíefldir í lífsbaráttunni. Við vonum að sumarið verði gott og gjöfult til lands og sjávar. Við sem að framieiðslunni vinnum, beint og óbeint, ráðum engu um „sól og regn“, þótt verktækni og vísindi geti óneitanlega oft létt okkur baráttuna við höfuðskepnurnar. En það er á okkar valdi að þoka okkur saman og láta hönd styðja hönd á sem flestum sviðum. aðar slóðir í frosti og fannkomu örfáum klukkustundum síðar. Hótelið að Hallormsstað tekur t:l starfa um mánaðamótin júní og júlí, en í júnímánuði verður orlofsvika húsmæðra í skólanum auk nokkurra funda. Ráðgert er samstarf við nýja barnaskólann um hótelreksturinn þannig, að barnaskólinn leggi til viðbótar gestaherbergi. En skort- ur gistirúma hefur mjög háð starfsemi hótelsins að undan- förnu. „í síðustu kosningum félilu 5665 Framsóknaratkvæði dauð, eða talsvert meira en fimintung- ur allra atkvæða flokksJns. Fram- sókn hefðTi fengið semu þing- mannatöia þó þau hefði hvergi komið fram. Ef þau hefðu fallið á annan stjórnarandstöðuílokk lnefðu ]iau nægt fyrir a. m. k. þremur uppbótarsættim og þannig orðlð til þess að stjórnin hel'ði kolfallið". Þetta er niðurlag á skrifi einu í „Austurlandi" 21. apríl, ritsmíð1, sem er í senn einhver kjánaleg- asta kosningabrella og glanna- legasta meðferð talna, sem sézt hefur á prenti lengi. Er þá að vísu mikið sagt en þó sennilega sízt ofmælt. Hrein talnafölsun gæti það heitið, ef ekki væri þannig um hnúta búið, að meinlokurnar æpa framan í lesandann í annarri hvorri línu. Dæmi: „Norðurland vestra . .. Hinsvegar skorti Alþýðubandalag- ið ekki nema 49 atkvæði til þess að vinna sæti af Framsókn. I þessu kjördæmi eru dauðu Fram- sóknaratkvæðin 146“. — Annað dæmi: „Austurland. Hér hlaut Framsókn 2804 atkvæði og fékk 3 þingmenn. Til að vinna sæti Al- þýðubandalagsins þurfti Fram- sókn að fá 3621 atkvæði, eða 817 umfram þau sem flokkurinn fékk. Hér á Austurlamli eiru dauðu Fram'SÓknaratkvæðJn -1148“. Þessum krossgátum Austui'- landsritstjórans geta þeir sem nenna, velt fyrir sér þar til ráðn- ingin verður birt! Mun mörgum verða torvelt að koma því heim og saman, að flokkur hafi 146 atkvæði ,,dauð“ í kjördæmi, þar sem andstæðinginn vantar aðeins 49 til þess að vinna af honum mann! Og ætli 3. manni á B- lista hér í Austurlandskjördæmi færi ekki að* daprast flugið í þann mund sem 1148 „dauð“ Framsóknaratkvæði væru komin yfir á Lúðvík og kompaní? En Helgi Seljan væri þá áreiðanlega orðinn tindilfættur! E:ns er hætt við að Lúðvík færi að ókyrrast í þann mund sem hann hefði tapað 816 at- kvæðum yfir á Framsókn, enda þótt Austurland segi að Fram- sókn þyrfti að fá 817 viðbótar- atkvæði til þess að fella hann! Framh. á 2. síðu. Mikil grózka er í starfsemi leikfélaga hér í fjórðungnum á þessum vetri. Auk þeirra leikrita sem áður hefur verið getið í blaðinu, hafa Egilsstaðamenn sýnt „Upp til selja“, og Hornfirðingar Delerium Bubonis þeirra Árnasona undir leikstjórn Höskuldar Skagfjörðs. Þessari menningarviðleitni ber að fagna. Mun það koma betur í ljós þegar tíðar líða, að félags- heimilin eiga eftir að hafa mikil- væg áhrif til góðs á félags- og menningarlíf i sveit og bæ. Kosningaskrjfstofan Stjórn Kjördæmissambands Framsóknarmanna jninnir stuðningsmenn á kosningaskrifstofu B-listans á Egilsstöðum. Sími er á skrifstofunni, sem er í húsi Guð- mundar Magnússonar, oddvita. Þetta er aðalkosningaskrifstofa Framsóknarflokks- ins í Austurlandskjördæmi. En þegar nær dregur kosn- ingum, verður komið upp fyrirgreiðslu víðar í kjördæm- inu eftir því sem þurfa þykir. Páll Lárusson veitir aðalskrifstofunni á Egilsstöð- mn forstöðu. ■>

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.