Austri - 31.05.1967, Blaðsíða 1

Austri - 31.05.1967, Blaðsíða 1
Anstri 12. árgangur. Neskaupstað, 31. maí 1967. 12. tölublað. Hví ehki að hortost í augu vii veruleiham? Sé skyggnzt í bókhald banka og fyrirtækja þeirra, er risið hafa upp hér austanlands og stund leggja á síldarsöltun og bræðslu, þá kemur í Ijós, að opinber stofn- lán er ekki um að ræða, nema þá í sáralitlum mæli, þó hinsvegar fyrirtæki þessi séu gjaldeyrisleg- ar gullkvarnir þjóðarbúsins á sviði utanríkisviðskipta. Nei, staðreyndin er sú, að þessi uppbygging hefur átt sér stað að mestu leyti með skammtíma bankalánum, svo og með því að fjárfesta arðinn af fyrirtækjun- um jafnskjótt og hann hefur skapazt. Þetta gerir að verkum, að þessi fyrirtæki, þótt þau séu und- irstaða gjaldeyrisöflunar við hlið- ina á sjálfri útgerðinni, þá eru þau öldungis ófær að taka á móti miklum verðsveiflum, hvað þá að þau þoli að bankarnir blátt áfram loki fyrir þau lausu lán, sem til- vera þessara fyrirtækja hvílir á. Það ástand, sem skapazt hefur í lánamálum síldariðnaðarins í vetur og vor, og engin lausn er enn sjáanleg á, verður að leysa með raunsæjum ráðstöfunum. Það er engin lausn að segja: Ja, þetta eru nú bara afleiðingar verðfallsins á síldinni, sem varð í fyrra. Þær hlutu að koma út á þennan hátt. Og loka síðan fyrir hlaupareikningana í skyndi og láta eins og ekkert sé. Að sjálfsögðu eiga sér alltaf stað verðsveiflur á heimsmarkaði, og það er rétt að þeirra hlýtur að gæta hér heimafyrir, að vísu í misjöfnum mæli, eftir því hversu miklar þær eru. En til þess að þær blátt áfram grandi ekki þeim fyrirtækjum, sem fyrir eru, þá er nauðsynlegt að gengið sé frá upp- byggingarlánum þeirra í sem föstustu formi til langs tíma. Sé fjármagn hér innanlands svo gjörsamlega uppurið, að ekki sé unnt að svara þessari nauðsyn með innlendu fjármagni, þá verð- ur hið opinbera blátt áfram að taka erlend lán og endurlána þau siðan þessum aðilum sem fjár- festingarlán. Jafnhliða verður að sjá svo um að þessir aðilar sitji ekki við skarðari hlut hvað rekstrarlán snertir en eðlilegt og nauðsynlegt má teljast. Það er mikið talað um það á háum stöðum, að fjárfesting í austfirzka síldariðnaðinum sé stórkostleg og hafin langt yfir alla skynsemi. Þessi austfirzki síldariðnaður hefur nú samt verið önnur hönd- in á undirstöðu þjóðarinnar á sviði utanríkisviðskipta og m. a. gert kleift að byggja kílómeters langa runu stórhýsa fyrir alls- kyns vafasamari atvinnurekstur við Laugaveg og Suðurlands- Framh. á 2. síðu. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Kristján Ingólfsson Vilhjálmur Hjálmarsson Fjármál og auglýsingar: Björn Steindórsson, Neskaupstað. NESPRENT Ai gefnu tilefni í. Óðaverðbólgan hefur leikið út- flutningsframleiðsluna þannig, að nú verður að „greiða með“ fjöl- mörgum útflutningsvörum. Sam- keppnisaðstaða iðnaðarins á inn- lendum markaði verður æ erfiðari og ríkisstjórnin greiðir niður landbúnaðarvörurnar með hærri fjárupphæðum en nokkru sinni fyrr. Meginstefna ríkisstjórnarinnar var að stöðva dýrtíðina og tryggja atvinnuvegunum öruggan rekstursgrundvöll. 1 þessum efn- um hefur allt gengið öndvert hjá rík:sstjórninni. Meiri brigð finn- ast ekki í stjórnmálasögunni, en stjómin situr — og seg-ist vera stolt af því að sitja. 2. Otflutningur búvara hefur orð- ið óhagstæðari með ári hverju. Þegar leið á árið 1965 var sýnt, að upphæð sú er ætlað var til útflutningsbóta hrykki ekki til þess að tryggja fullt grundvallar- verð fyrir alla framleiðsluna, svo framarlega sem framleiðsluaukn- ingin yrði lík og hún hafði verið um alllangt skeið. Smjörbirgðir voru þá orðnar mjög miklar og sum mjólkurbú komin með gífur- legar vaxtabyrðir vegna birgð- anna. Smjör var þá óseljanlegt á erlendum mörkuðum og bankam- ir lækkuðu afurðalán sín af þeim sökum. 3. Framleiðsluráð hafði áður hvatt til þess að draga úr smjör- framleiðslu en auka ostagerð. Nú voru skipulagðar aðgerðir í þá átt, að breyta framleiðslu mjólkurbúanna. Var það við ramrnan reip að draga vegna gíf- urlegra erfiðleika á útvegun stofn- lána. En þó tókst að framkvæma áætlun framleiðsluráðsins í öllum meginatriðum á næsta ári. 4. Þegar í ársbyrjun 1966 var þó sýnt að vanta myndi fé til út- flutningsbóta, þrátt fyrir hagræð- ingu á framleiðslu búanna, ef þróun framleiðslunnar í heild yrð> hin sama og áður. Gat því svo farið, að þeir er síðast flyttu út vörur á verðlagsárinu, yrðu fyrir stóráföllum. Leitað var til ríkisstjórnarinn- ar um hækkun útflutningsbótanna en hún gaf þess engan kost. L . ! Framh. á 2. síðu.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.