Austri - 31.05.1967, Blaðsíða 4

Austri - 31.05.1967, Blaðsíða 4
4 r AUSTRI Neskaupstað, 3i. mai 1967. Iðandi líf d ongum stað Egilsstaðahreppur 20 ára Það hvílir ,,nýrómantískur“ blær yfir Egilsstaðakauptúni. Á sama tíma og önnur kauptún og kaupstaðir vinna virðingarvert starf við það að grafa úr djúpi gleymskunnar löngu horfna at- burði sögu sinnar meira eða minna hulda fortíðarrómantík — hvílir rómantík framtíðarinnar yfir Egilsstaðakauptúni, yngsta þéttbýliskjarna Austurlands. Enn sem komið er á það stutta sögu að baki, sögu sem vart nær yfir nema sem svarar tíunda hluta af ævi elztu verzlunarstaðanna hér í fjórðungnum. Egilsstaðakauptún má teljast hafa þrjá um tvítugt, en sjálft varð hreppsfélagið 20 Rœtt við Guðmund Magn- ússon, oddvita ára hinn 24. maí síðastliðinn. Eg- ilsstaðamenn héldu myndarlega upp á þennan áfanga. Austri óskar þeim hamingju og lítur við hjá oddvitanum, Guðmundi Magn- ússyni af þessu tilefni: — Þið voruð að halda upp á stórafmæli ? — Já, það má segja það. Egils- staðahreppur var stofnaður með lögum 24. maí 1947. Tildrögin að hreppsstofnuninni voru þau, að á árinu 1944 hóf að myndast hér þéttbýliskjarni, sem brátt breytt- ist í ört vaxandi kauptún. Fyrstu landnemarnir hér á þeim slóðum, sem kauptúnið nú stendur á voru þeir byggingameistararnir Osvald heitinn Nielsen og Einar Stefáns- son. Þeir hófu báðir að byggja hér árið sem lýðveldið var stofn- að. Fyrst í stað varð þó engin breyting á hreppaskipan, þó hér risu upp hús. Það var ekki fyrr en þremur árum síðar, eins og ég hef áður sagt. En þá hafði líka komið í Ijós, að þróunin mælti með því, að Egilsstaðir yrðu sér- stakt sveitarfélag. Ráðandi öflum í þjóðfélaginu mun líka hafa þótt æskilegt að hér risi upp þéttbýli, og því munu hafa verið sett lög frá Alþingi, er kváðu á um ýms- an fjárhagslegan stuðning frá því opinbera, sem ekki er veittur ella, en auðveldaði mjög uppbyggingu kauptúnsins á byrjunarstigi. — Atvinnumálin eru náttúr- lega undirstaða hvers byggðar- lags. Hvað viltu segja um at- vinnumálin í Egilsstaðakauptúni ? — í upphafi, eins og reyndar enn, byggðist öll tilvera Egils- staðakauptúns á þremur meginat- riðum: legu kauptúnsins, sem samgöngumiðstöðvar, á Kaupfé- lagi Héraðsbúa og í þriðja lagi á ýmissi verkstæðaþjónustu fyrir nærliggjandi byggðarlög. Síðan á fyrstu árunum hefur þetta ailt náttúrlega tekið stórstígum fram- förum, byggingaiðnaður hefur stórum vaxið, og tilkoma flug- vallarins skapaði kauptúninu enn meira gildi en áður, og jók á fjölbreytni í umsvifum. En lega staðarins er ef til vill grundvöllurinn, það er sama hvort er á sviði atvinnu — eða menningarmála, þá hefur hún mikið að segja. Framtíðin krefst auldns iðnaðar — Það er stundum sagt um ykkur hér, oddviti góður, að und- irstaða atvinnulífs ykkar sé sú, að þið hamizt við að byggja hver yfir annan. Hvað um þá sögu? — Eg held að hún hafi nú orð- ið við lítið að styðjast. Auðvitað verð'ur aldrei byggt kauptún eða bær nema með því að byggja. Það er rétt að við sækjum ekki mikið út fyrir okkar eigin stað í þeim efnum. Hitt er svo annað, að ég hygg að við séum orðnir aflögufærir í þeim efnum nú til dags. Annars eru aðstæður þann- ig hér, að það hlýtur að verða okkar helzta keppikefli í atvinnu- legu tilliti, að byggja upp aukinn iðnað. Það liggur beint við að álykta, að hér eigi að vinna iðn- varning úr landbúnaðarvörum Héraðsins, svo sem mjólk, kjöti og skinnum. — En okkur hefur líka komið til hugar að koma á fót niðurlagningarverksmiðju fyrir síld. Ýmsir álíta þetta fjarstæðu — að leggja niður síld upp í sveit. Það virðist hinsvegar ekki talin fjarstæða að leggja niður síld af Austfjarðamiðum norður í landi. Hvor leiðin skyldi vera lengri? Þetta mál strandaði annars á markaðsleysi. Síldarverksmiðjur ríkisins yfirfylla þann markað, sem erlendis er fyrir niðurlagða síld frá íslandi, með framleiðslu- vörum frá verksmiðju sinni á Siglufirði. En rýmkist markaður- inn, þá er möguleiki fyrir hendi, og við höfum hugsað okkur að notfæra okkur hann ef hann berst. Þá vil ég einnig geta þess, að undanfarið hefur verið í athugun möguleiki á að byggja upp skinnaverksmiðju hér á Egilsstöð- um, svo og þilplötuverksmiðju. Við hugsum okkur að þær bygg- ist báðar á fengnu hráefni, að verulegu leyti. CHaðmundur Magnússon. Hér er unga kynslóðin í meirihluta — Börn og unglingar hljóta að vera stór hluti íbúa í svona ungu kauptúni. — Já, þú getur séð að svo er, því að einungis tæpur helmingur íbúanna er á kjörskrá. Rúmur helmingur er undir 21 árs aldri. Skólamálin eru líka og koma til með að verða eitt af helztu viðfangsefnum okkar á næstu ár- um a. m. k., en nemendafjöldi og þörfin fyrir lengra skólahald hef- ur sprengt af sér skólahúsnæðið. Eins og nú standa sakir fullnægj- um við skyldunámsstiginu öllu. Skólahúsnæðið gerir heldur ekki betur. Hinsvegar verðum við að vinda bráðan bug að því að auka svo skólahúsnæði að unnt verði að starfrækja hér miðskóladeild — og jafnvel að fullu gagnfræða- stig. Það er margt, sein enn skortir... — Það er margt, sem enn skortir, segir Guðmundur. — Hér verður að rísa upp læknamiðstöð og sömuleiðis elliheimili. Já, og síaukin umferð kallar á byggingu nýs gistihúss. Mér er ómögulegt að telja allt upp sem á skortr, það yrði langur listi, en ef við Framh. á 2. síðu.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.