Austri - 07.06.1967, Blaðsíða 1

Austri - 07.06.1967, Blaðsíða 1
Látum verkin tala Framtíð Austurlands kallar. Látum Austurlandsáœtlun verða að veruleika á nœstu árum Reykskýið frá bombu íhaldsins er að leysast upp. Almenningsálit- ið feykir því burf. Fólkið í Iand- inu ætiar 'sér ekki að kjósa um það hvort einn maður sé vondur, eða ekld vondur. Það ætiar sér að kjósa um framtíð sína og bama sinna í þessu landi. Það orkar ekki tvímælis, að hávaði sá, er Morgunblaðið hóf út af mannlífinu á Fáskrúðsfírði, er rekinn upp eingöngu til þess að dreifa athygli kjósenda frá hinni má.lefnalegu kosningabaráttu. „Heimsstyrjaldarletur" Morg- unblaðsins tiléinkað þeim Fá- skrúðsfirðingum, er einskonar spegill óttans, ótta Bjarna Béne- diktssonar og hans nánustu sam- starfsmanna. Manna, sem \Jita, að þeir muni fálla á prófi þjóðmál- anna, en ætla sér að leika á próf- dómarann og svindla sér í gegn. Austfirzkir kjósendur munu halda jafnvægi, þótt Morgunblað- ið álíti þá kúgaða þræla, sem ekki ráði sjálfir tungu sinni eða gerð- um. Það er ekki skömm Austfirð- inga, þótt Morgunblaðið beri ekki skyn á almennt Velsæmi og hegði sér eins og götustrákur. Við Austfirðingaír höfum hing- að til gengið inn í kjörklefann, og út úr honum aftur, án þess að hafa sýnt íhaldinu nokkra sér- staka hollustu. Þeir mega að sjálfsögðu stofna eins mörg sjálf- stæðisfélög og þeir geta, en það er til of mikils ætlazt, að við Framsóknarmenn höld!um þeim undir skírn. Látum þessu forspjalli lun sál- ræna vankanta og veraídlega örð- ugleika íhaldsins loldð og leiðum í stað þess hugann að þeim mál- um, sem hverjum einasta Aust- firðingi eru Niðkomandi, málum, sem höfða til lífsbaráttunnar — til framtíðar fólk'sins,; sem bygg- ir Austurland. Austurlandsáætlun K j ördæmisþing Framsóknar- manna á Austurlandi 1965 lét frá sér fara ítarlega greinargerð um þörf á gerð Austurlandsáætl- xmar. Sama mál var og upp tekið á stofnfundi Sambands sveitarfé- laganna í Neskaupstað í fyrra haust. Krafan um Austurlandsáætlun 1 er byggð á þeirri staðreynd, að við erum á eftir á mörgum svið- um. Sá munur borgaralegrar þjónustu hér á Austurlandi og víða annars staðar á landinu hef- ur aukizt gífurlega á síðustu ár- um. Sú atvinnuspenna, sem hér hefur ríkt undanfarin ár og skapað þjóðinni efnahagslegan grundvöll hefur jafnframt sprengt utan af sér flest það, sem við Austfirðingar höfðum áður byggt okkur til handa og áður var látið nægja, þótt margt væri fátæk- legt. Eigi að gera uppbyggingalráætl- un fyrir heilan landshluta, verður að byggja á sam\innu ríkisvalds, sveitarfélaga, atvinnuvega og al- mannasamtaka. Þessir aðilar með aðstoð vísindamanna á hi'num ýmsu sviðum, verða að marka stefnuna og skapa það félagslega jafnvægi, sem nauðsynlegt er til þess að slík uppbygging nái til- ætluðum árangri. Nauðsynlegt er að slík áætlun sé tvíþætt, þ. e. í fyrsta lagi rammaáætluu til lengri tíma, en hinsvegar styttri tíma áætlanir á afmörkuðum sviðum innan áætl- unarrammans. En slíkar áætlanir verða aldrei annað en pappírsgögn, nema skipulögð fjarmagnsbeining komi jafnhliða. Það atriði gerir Fram- sóknarflokkurinn sér fullkomlega ljóst. Án þess væri allt tal um á- ætlanagerð fjasið tómt. Höfuðtil- gangur slíkrar landhlutaáætlunar er að skapa grundvöll fyrir betri lífskjör þess fólks, sem að lands- hlutann byggir. Koma í veg fyrir að fólk þurfi að yfírgefa byggð- Andstyggileg blaðamennska „En það er samt sem áður staðreynd, sem Mbl.. hefur heim- ildir fyrir, þótt ekki sé unnt að gefa þær upp (leturbr. mín, V. H.), að Eysteinn Jónsson, formaður Framsóknarflokksins, setti kaupfélagsstjóranum á Fáskrúðsfirði úrslitakosti, ef hann kæmi ekki í veg fyrir þátttöku ungra starfsmanna kaupfélagsins í stofnun FUS á staðnum". Þessi þokkalega klausa er skráð með feitasta meginmálsletri á forsíðu Morgunbiaðsins sl. föstudag. Sorámark Gróu-sögunn- ar dylst engum. Með slíkum skrifum haslar Morgunblaðið sér völl á lægsta þrepi ísenzkrar blaðamennsku. Síðar í sama skrifi segir um Eystein Jónsson: ; „Austfirðingar þekkja hann og hans vinnubrögð". Og hér ratast blaðamanni Mbl. satt á munn. Austfirðingar I þekkja Eystein Jónsson eftir að hafa starfað með honum í : þriðjung aldar. Austfirðingar vita, að ómaklegri árás hefur aldrei birzt í íslenzku blaði. Austfirðingar harma að slíkum vopnum skuli beitt í landsmálabaráttu 1967, en þeir fagna kærkomnu tækifæri til að kvitta fyrir þessa aðréttu þann 11. júní. Fáskrúðsfirðingar hafa fyrir sitt leyti svarað á eftirminni- legan hátt árásinni á Guðjón Friðgeirsson, sem er í senn harðsnúinn athafnamaður og hvers manns hugljúfi þar á staðnum. Blaðamennska sú, sem Mbl. nú hefur tekið upp er and- styggileg. Hún er ekki hættulegust þeim, sem ráðizt er á, meðan prentfrelsi er í landi, en skipar hinum er að henni standa á bekk með Merði Valgarðssyni og öðrum slíkum per- sónum þjóðarsögunnar, sem minnstrar hylli njóta. Vilhjálmur Hjálmarsson. Rltstjórar og ábyrgSarmonn: Kristján Ingólfsson Vilhjálmur Hjálmarsson Fj&nnál og auglýsingar: Bjöm Stelndórsson, Neskaupstaö. NMPRKNT arlögin, sakir skorts á hentugri atvinnu eða skorts á samfélags- legri þjónustu. Skal nú hér í stuttu máli minnzt á nokkur þau atriði, sem hljóta að verða aðalatriði Aust- urlandsáætlunar. I. At\1nnumál Atvinnumálin hljóta hér eftir sem hingað til að verða undir- staða hverrar byggðar. Þótt at- vinnulífið hér eystra sé þróttmik- ið er það ekki að sama skapi fjöl- breytt. Sjávarútvegur, landbúnað- ur og vinnsla úr sjávarafurðum bera uppi atvinnulífið. Þessar at- vinnugreinar verður að efla með öllu tiltækilegu móti, og leggja verður áherzlu á aukna mögu- leika til sköpunar fullkominnar iðnaðarvöru úr þeim hráefnum, sem hér skapast til sjávar og sveita. Aukin framleiðni á sviði land- búnaðar — og — fiskiðnaðar, verður að sjálfsögðu að haldast í hendur við möguleika á útflutn- ingi. I markaðsmálum á þjóðin gífurlegt verk óunnið. Veröldin kallar á mat og við getum selt henni mat. Hinsvegar eigum við enn margt ólært og ógert á sviði markaðs- mála og sölutækni. Það hlýtur að verða aðkallandi verk, þegar á næstu misserum að stefna til Framh. á 4. síðu.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.