Austri - 07.06.1967, Blaðsíða 2

Austri - 07.06.1967, Blaðsíða 2
2 r AUSTRI r Neskaupstað, 7. júní 1967. Fölk í sókn ' >,,> >ik' ’ :',u" Stefnuskrá og siaðreYndir Þegar .flokkar og frambjóðend- ur takast á fyrir kosningar fer margt á ringulreið svo sem verða vill á meðan orgsta -geisar. Þeir, sem hlýða á málflutning stjórnarliðsins'' í Austurlandskjör- dæmi og ekki Jiekkja málavexti, mættu halda að Austfirðingar hefðu legið í dvala þar til sumr- aði með „Viðreisn“, í hæsta lagi eitthvað rumskað við góuhlýindi „nýsköpunar". . Auðvitað er þetta mesti mis- skilningur. Framfarasókn Aust- firðinga sem og annarra lands- manna er ekki bundin við stjórn- artímabil, enda þótt henni sé mætt af mismunandi miklum skilningi af hálfu stjórnarvalda. Á árum fyrr, þegar afli var tregur og verð útflutningsfram- '■leiðslunnar óhagstætt, þá unnu « Austfirðingar sína varnarsigra og beittu fyrir sig samtökum fólks- ins við hliðina á framtaki einstak- lingsins. Og þegar síld tók að veiðást ... úti fyrir Austurlandi á ný, að vísu í krafti nýrrar tækni, þá .. höfðu þeir þegar á að skipa mjög myndarlegum bátaflota að hætti f þeirrar tíðar, og síldariðnaður hafði náð fótfestu í fjórðungnum f með atbeina vinstri stjórnarinn- ®ar. ú||r;Byggðarlög fjórðungsins höfðu %þa verið tengd akvegakerfinu, 'pugvellir á Egilsstöðum og í Skaftafellssýslu höfðú gerbreytt samgönguháttum og byrjað var á flugvallargerð á Norðfirði, en á- > kvörðun um þá framkvæmd hafði þáverandi flugmálaráðherra Ey- -áj’Steinn Jónsson, orðið að taka án .v> meðmæla flugráðs. •••’• Þéttbýlið - um mið Austurland ítöchafði verið tengd sameiginlegri örkuveitu, orkuver byggt við •JTSGrímsá, og ákveðnar næstu fram- W4- kvæmdir við orkudreifingu. — •l iíliíkt var ástatt í mörgum grein- ís ‘- um. Nú hófust ár mikilla 'áfla-. bragða og hagstæðs verðlags. (5- í trúlega stór hluti af útflutnings- • fjamleiðslu þjóðarinnar var lagð- f úr á land og unninn á Austfjárða- höfnum. Menn unnu bakl brötnú, ’hiutu háar tekjur .og brulust í _ margháttuðum umbótum. • ,í kosningabaráttu síðustuyvikna ér enginn ágreiningur iím;'það kð hér hafi verið uppgangstímar og framfarir. Um hitt eru skiptar. "6: skoðanir hvort stjórnarstefnan. t’Jí-hafi verið hagkvæm átvinnuvég- í : lihum og hvört nýjum viðhorfum 'hí.ái Áusturlandi hafi vefið mætt •• •' með eðlilegum hætti af ' hálfii i'iögtjómarvalda. - " Nýlega hefur Sjálfstæðisflokk- urinn birt ljómandi fallega „Stefnuskrá fyrir Austurland“. Er þar talið fram flest það, sem sýslur, sveitarfélög og ýmis fé- lagasamtök á Austurlandi hafa fjallað um í samþykktum sínum síðustu misseri. Munu ýmsir fagna þessari stefnuskrá, ekki sízt þegar það er jafnframt vitað, að Jónas Péturs- son, þingmaður Sjálfstæðismanna á AuSturlandi, gefur köst á sér til að hrynda henni í framkvæmd! Sá maður hefur setið á þingi í átta ár, þjálfaður stríðsmaður í baráttu fyrir málefnum síns kjör- dæmis. Átta veltiár fyrir þjóðar- búið og flokkur hans við stjórn. Það eru þessar aðstæður sem gefa stórhuga umbótamönnum byr undir báða vængi. Og rnenn líta um öxl og virða fyrir sér unnin afrek um leið' og þeir húrra fyrir nýrri áætlun! Keyptar voru dísilvélar til raf- orkuvinnslu, (Fossaflið eiga menn til góða). Aðalorkuveitu suður um var seinkað um árabil og efni, sem byrjað var að flytja á norður- leiðina var fjarlægt. (Þetta er alltaf hægt að gera á eftir). Héraðsveitur eru ólagðar á 63% austfirzkra sveitabýla. (Ekkert liggur á). Ekkert hefur verið gert til sam- ræmingar á sviði raforku sem er mjög óhagstætt og einnig breyti- legt á ýmsum stöðum. (Hvað er með þ^ð?). Viðhal.di vega hefur hrakað og 99% af lánsfé ,til vegafram- kvæmda er notað í öðrum kjör- dæmum. Gamla strandferðakerfið er brotið. niður án þess að nýtt taki við. J^hflurbótum flugvalla miðar hícgt og er. þó mikið í húfi. (Hví geta menn ekki setið heima?) Húsnæðismál ungmennafræðslu eru reirð í hnút. (Einhverjir sitja þá bara heima, ekki þurfa allir að læra). Það fer svo ekki framhjá nein- um að austfirzk atvinnufyrirtæki hafa stórbætt aðstöðu sína, eink- um þau er lút-a að sjávarútvegi. .(Sakar nokkuð þótt þau búi við slíkan lánsfjárskort að1 rekstur þeirra líði stórlega af þeim sök- um ?) ■ ■ • ' Og síðast en ekki sízt ber á það að líta, sem sveita- og bæj- arfélög hafa verið að gera í hafnamálum, vatnsveitum, barna- skólabyggingum, félagsheimilum og öðru slíku. (Vangreidd ríkis- framlög sem nema hundruðum mjlljóna yfir kjördæmið saka ekki því alltaf má hækka . útsvörin vegná vaxta af vangreiddum rík- : isframlögum!) -■■ :Já,' er þettá' ekki>'állt .í bézta ’ lágj? Sjálfstæðisflokkurinh, Sem lönguin ' hefiii' /lofað Austfifðing* um gulli og grænum skógum, ef þeir gæfu rúm fyrir þingmann úr þeim flokki, hefur átt mann á þingi úr Austurlandskjördæmi í átta ár. Flokkurinn hefur farið með völd allan tímann og út- flutningurinn hefur meira en tvö- faldazt. Hinir „beinu og breiðu vegiIr“, sem lofað hefur verið aftur og aftur í ellefu ár (þótt aldrei væri á lireint hvort þeir skyldu koma undir eða yfir fjallgarðana! eru enn ólagðir að mestu. Það gerir bara ekkert til, því nú höfum við fengið nýja „Stefnuskrá fyrir Austurland“ og Jónas Pétursson alþingismaður gefur kost á sér til að framkvæma hana! • Sitt af hverju Á ferðalagi um Austurlands- kjördæmi þvert og endilangt gef- ur að líta mikla náttúrufegurð og fjölbreytilegt landslag. Margháttaðir möguleikar til öflunar lífsbjargar blasa við aug- um hvert sem litið er. Dugandi fólk er í hverju byggð- arlagi önnum kafið að nýta gæði náttúrunnar og búa sér og niðj- um sínum betri lífsskilyrði en fyrri kynslóðir hafa notið. Mörgu hefur verið til vegar komið, þótt alls staðar bíði ó- leyst verkefni. Þjóðlífsbyltingin hefur ekki farið framhjá Aust- urlandi. Á stórum svæðum, sem áður fæddu fjölda manns hefur byggð þorrið og fólk flutzt til þéttbýlli staða. Slíkar tilfærslur geta verið eðlilegar að vissu marki, en boða alvarlegt hættu- ástand þegar yfir það er komið. Þróun byggðar á Austurlandi í heild er mikið viðfangsefni fyrir nýstofnuð samtök 'sveitarfélaga á Austurlandi. 11. júní næstkomandi er dagur mikilla örlaga, því þá velur þjóðin sér forustu næstu fjögur árin. „Við- reisnarstjórninni“ hefur mistek- izt að hefta verðbólgu, afnema niðurgreiðslur, uppbætur og vísi- tölukerfi og koma atvinnuvegun- um á traustan grundvöll. Og stjórnin hefur sýnt litla reisn í viðskiptum við erlenda aðila í landhelgismálinu, í samningum við erlenda auðhringa og á fleiri sviðum. Þora menn uð lela sömu for- ustu for'sjá efnahagsinála og um- boð gagnvart ©rlendum aðilum næsta kjörtímabil? Hvoru megin? Maður heitir Lúðvík Jósepsson. Hann hefur lengi setið á þingi og hefur orð á sér sem dugandi þing- maður fyrir sína umbjóðendur, þótt tæplega standi hann undir því lofi sem aðdáendur ausa liann í hrifnisaugnablikum sínum. Nokkur ljóður er það á ráði mannsins, að hann hefur sem að- dáandi austrænnar stjórnmála- stefnu átt þátt í þeim hörmulega klofningi í verkalýðsarmi ís- lenzkra stjórnmála, sem sundrað hefur kröftum alþýðunnar og haldið henni utangarðs í stjórn- arráðinu á meðan íhaldið1 mataði krókinn. Nú hafa stjórnmálasamtök L.J. sjálfs splundrazt og eiga fyrir sér að skiptast í tvo smáflokka eftir kosningar. Því spyrja nú margir Alþýðubandalagsmenn á Austur- landi: Hvoru megin stendur Lúð- vík Jósepsson þegar þatr að kem- ur? Enginn trúir Talsmenn Alþýðubandalagsins á Austurlandi með Lúðvík í farar- broddi segja: Hjá okkur er eng- inn málefnaágreiningur. En eng- inn trúir því að svo mikill tauga- óstyrkur sé hjá bandalagsmönn- um að þeir út af uppstillingu einni saman hleypi öllu í bál og brand fáum vikum fyrir kjördag. Svo bágt er heilsufarið1 ekki. Enda hefur óánægjan í Alþýðu- bandalaginu síður en svo Iegið í láginni síðustu misseri. Önnur spurnjng ' f er og áleitin í huga fólks um þessar mundir: Hvað er eftir að greiða af skuld þeirri við íhaldið, sem Al- þýðubandalagið steypti sér í, þegar Bjarni gerðist 10. þingmað- ur þess til þess að tryggja komm- um sæti í þýðingarmiklum ráðum og nefndum. Mönnum skilst að slíkir hlutir séu ekki gerðir af greiðasemi einni saman og vilja gjarnan sjá reikningsstöðuna fyrir þann 11. „Betra að vera kjur Iieima á Akranesi“ Hilmar Hálfdánarson hefur nú öðru sinni leitt kosningabaráttu Alþýðuflokksins á Austurlandi. Nú í lokin verður mörgum, og þó einkum flokksbræðrum hans hugsað til orða Jóns Grindvíkings er hann mælti til nafna síns Hreggviðssonar úti í Kaupmanna- höfn forðum: „Betra að vera kjur heima á Akranesi!“

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.