Austri - 07.06.1967, Blaðsíða 4

Austri - 07.06.1967, Blaðsíða 4
S5*. -íy’-ðse- AUSTRI Neskaupstað, 7. júní 1967. Látum Framhald af 1. síðu. gagngerra breytinga í þeim efn- um. I málefnum iðnaðarins þarf- mikilla aðgerða við. Hér eystra hyllir þegar undir myndarlegar dráttarbrautir. I kjölfar þeirra verða að koma skipasmíðar. At- huga verður möguleika á upp- byggingu iðnaðar á mörgum sviðum öðrum. Við val þeirra iðn- greina verður að taka tillit til margs, en nauðsynlegt að vel sé grundvallað í hvívetna, svo ekki verði hrannað upp fyrirtækjum, sem eru fyrirfram dauðadæmd. Um þetta efni væri unnt að skrifa lengi, en ekki ástæða að sinni. Við skulum hinsvegar í stuttu máli athuga nokkur atriði önnur: ! { Það er stefna Framsóknar- flokksins á Austurlandi, að í Austurlandsáætlun verði gert ráð fyrir: II. Virkjun Lagarfoss, og áframhaldandi nýtingu vatnsorku til framleiðslu rafmagns eftir þvi sem þarfir kalla að. Jafnfíramt verði flutningí raforlíu i'rá sam- Spegill óttans Hvar sem þeir Viðreisnarmenn fara þessa dagana og hvað sem þeir segja, speglast óttinn í fasi þeirra'. Handvammir þeirra og glappakot eru af hinum ólíkustu stærðum og gerðum. Þeirra eig- in reykjarbombur springa framan í þá sjálfa. Hér gefur að líta mynd af skömmtunarseðli þeim hinum fræga, sem íhaldið sendi unga fólkinu í landinu til þess að vara við vondu haftapostulunum í Framsóknarflokknum. En, æ, til allrar ógæfu var bölvaður seðillinn gefinn út af rikisstjórn þeirri, sem íhaldið skiþaði einsamalt árið 1950, "þég- gr það. skipulagði höft og skömmt un í landi hér. Þeir þurfa harðan haus þessir karlar, önnur eins osköp af eigin vopnum og þeir fá í hann aftur, — -_L' -J- . í-iíÍ gisemv -i tala veitum hraðað um allt kjördæmið eftir því sem tök eru á. Að Rafmagnsveitur ríkisins sjái um þessa þjóniistu. III. Gagngerðrl uppbyggingu og endurbótum á vegakerfi fjórð- ungslins. Þyrlu þjónustu. Full- komnun öryggistækja á flugvöll- um og byggingu inannsæmandi flugstöðvarhúsa. Byggingu smærri flugval'la í þeim byggðarlögum sem tækni- legir möguleikar leyfa og þörf er á vegna fólksfjölda. Betri þjónustu Skipaútgerðar ríkisins við lænnan Iandshluta sem og aðra. Áætlunin nái einnig yfir: IV. Heilbrigðismál, og þar m. a. lögð áherzla á að í fjórðungnum verði a. m. k. eitt fullkomið þriggja deilda sjúkrahús með sem beztum og traustustum tækjaút- búnaði. Vistheimili fyrir eldra fólk, þar sem vinnufært vistfólk liafi möguleika til léttrar vinnu við sitt hæfi. V. Nýsköpun símakerfis í fjórð- ungnum. VI. Hraðað tilkomu sjónvarps. VII. Tæknilegar úrbætur gcrð- ar á sviðl útvarpsmála. VIII. Menntamál. Þar verði lögð áherzla á: a) Byggingu heimavistarskóla í þeim sveitum, er enn styðjast við ónóga og frumstæða aðstöðu. b) Byggingu nýrra skólahúsa í þéttbýli, þar sem enn er notazt við gömul, þröng og úr sér geng- in húsakynni. c) • Skipulagningu gagnfræða- stigs, með það fyrir augum að enginn þurfi að leita burtu úr fjórðungnum til gagnfræð'anáms. d) Byggingu menntaskóla. e) Byggingu fullkomins fjög- urra vetra iðnskóla og jafnframt að við hann rísi undirbúningdeild tækniskóla. Hér skulu ekki talin upp fleiri atriði, en vissulega er það margt fleira, sem kállar að. Við Aust- firðingar þurfum, ef hér á að haldast blómleg byggð í framtíð- inni að láta verkin tala. Við eig- um að nota þann, gróanda, sem síldin hefur hleypt i austfirzkt athafnalíf til að treysta grund- völlinn undir byggð í fjórðungn- um. Sanngjarn hluti þeÍTra mill- jarða, sem hér skapast og renna til þjóðarbúsins, á að setjast hér að. Hér eiga hæíileika- og at- hafnahendur að fá verkefni i-ið sitt liæfi. Héðan á fólk eklri að þurfa að flýja vegna ytri skil- yrða. Austfirðingar! Hver dagur krefst úrlausnar á óteljandi vandamálum. Sum þeirra verða séð fyrir, önnur ekki. Þó okkur skorti inn- sýn inn í heim framtíðarinnar nema að takmörkuðu leyti, verð- ur ekki umflúið að reyna að gera sér grein fyrir því, er úrlausnar bíður. Við þekkjum öll daginn í dag, vitum hvað til er, hvað vantar. En við berum einnig ábyrgð á framtíðinni. Nýir tímar og breytt- ar aðstæður kalla á breytt vinnu- brögð. Við, sem byggjum Austur- land verðum að standa saman. Við megum ekki láta hafa okkur að leiksoppum ófyrirleitinna á- róðursmeistara sem vilja okkur lítið erindi annað en hafa gott af okkur eina dagstund á fjögurra ára fresti. Framsóknarflokkurinn mun hér eftir sem hingað til leitast við að reynast Austfirðingum varanleg stoð í hinu daglega lífi. Austfirð- ingar hafa átt ríkulegan þátt í því að stofna hann og móta. Hann hefði aldrei orðið neitt, ef þörfin hefði ekki kallað eftir honum. í dag er þörfin meiri en oft áður. 1 málum fjórðungsins okkar er stórt verk framundan. Fram- sóknarflokkurinn telur, að það verði bezt unnið, eins og að fram- an greinir. Á næsta kjörtímabili verður að ráðast í það verk af raunsæi og einbeitni. Þeir sem kjósa Fram- sóknarflokkinn á sunnudaginn kemur, eru um leið að kjósa upp- byggingu Austurlands. Þetta skulum við Austfirðingar hafa í huga á sunnudaginn kem- ur. Með því að kjósa B-listann gerum við tvennt í senn: Stuðlum að falli ráðalausrar og úr sér genginnar ríkisstjórn- ar, — og styðjum að uppbygg- íngu Aústurlands. Frá kosninga- skrifstofuB-listans NESKAUPSTAÐ Stuðningsmenn og velunnarar B-listans eru beðnir að hafa sam- band við skrifstofuna og láta henni í té upplýsingar, sem við koma kosningunum. Skrifstofan er opin frá kl. 17 —22. **»>*n,t * tímnm Framsólcnai-flokksfns og kommnnfsía vorn naoðsynlcgir hverjam martní Viil nokkur ungur maður stjómarfar áný ■

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.