Austri - 29.06.1967, Blaðsíða 1

Austri - 29.06.1967, Blaðsíða 1
ÍJtgefandi: Framsóknarmanna í Austurlandskjðrdæml. 12. árgangur. Neskaupstað, 29. júní 1967. 15. tölublað. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Kristján Ingólfsson Vilhjáhnur Hjálmarsson Fjármál og auglýsingar: Björn Stelndórsson, Neskaupstað. NESPRENT Ríhisstjórnin riðaði, en hélt þó velli Nýhjörnir öinnmenn Framsóknarflokhsins i Austurlandskjördcemi Eysteinn Jónsson, 1. þingmaður Austurlands. Páil Þorsteinsson, 2. þmgmaður Austurlands. Vilhjáhúur lljálmarssou, 5. þingmaðyr Austurlands. Nú eru liðnar tæpar 3 vikur síðan alþingiskosningar fóru fram, og má segja, að hugur manna sé nú tekinn að snúast mjög um aðra hluti eftir allan þann spenning, sem geysað hafði kosningahríðina, og lagt undir sig flest svið þjóðlífsins. Eingu að síður er þó ástæða til að gera sér grein fyrir því hverj- ar helztu orsakir kosningaúrslit- anna enu, og hverjar afle'ðingar þau geta haft. Áður en lengra er haldið er bezt að skrá niður meginmálið, sem sé: Ríkisstjórnartlokkarnir héldli velli. Að vísu minnkaði fylgi þeirra, og hafa þeir nú að baki sér 53.2% í stað 55.6% áður. Sameiginlegur þingmannafjöldi J»eirra er hinsvegar hinn sami. Sé þetta aðalatriði kosningaúr- slitanna Skoðað í ljósi yfirlýsinga flokkanna fyrir kosningar, þá ber nú þessum flokkum að hafa for- ustu um þjóðmál okkar þetta kjörtímabil, og er það von Fram- sóknarmanna, að þeir sjái að sér, og hverfi frá villu síns vegar, þar sem þau orð eiga við. Framsókn- arfiokkurinn mun halda þeirri stefnu, að1 styðja góð mál hvaðan som þau koma, en reynast á hinn bóginn sem harðastur mótspyrnu- aðili, þar sem hann telur að framkvæma eigi vafasama eða hættulega hluti. Útkoman úr kosningunum Framsóknarflokkurinn hefur enn sem fyrr á bak við sig 28 af hverjum þeim 100 Islendingum, er láta sig landsmál skipta með atkvæðarétti sínum. Það ber ekki að dylja, að það olli Framsóknarmönnum von- brigðum, að um hlutfallslega aukningu skyldi ekki verða að ræða. Flokkurinn bætti að vísu við sig tæpum 2000 atkvæðum, svo að hér er ekki um nein dauða- merki að ræða, né uppdráttar- sýki. Það er eftirtektarvert, að í kjördæmunum 7 utan Reykja- víkar er Framsóknarflokkulrinn stærsti floklturinn. Þar hefur hann á bak við sig 36.56% kjósi- enda í stað 36.1% í síðustu kosn- ingum. Sjálfstæðisflokkurinn er þar í 2. sæti með 33.53% í stað 34.76% áður. Úrslitin í Suðurlandskjördæmi gáfu ríkisstjórninni áframhald- andi völd. í kosningunum 1963 var það Hannibal Valdimarsson, sem skrifaði upp á valdavíxil Við- reisnarinnar í Vestfjarðakjör- dæmi. I þetta skipti var það Karl Guðjónsson á Suðuriandi. Það er vissulega ósigur fyrir Framsóknarf lokkinn að missa ■ Helga Bergs út af þingi. Helgi erH hinsvegar ekki a.f þeim málmi gjör, sem dignar við andspyrn- Framh. á 3. síðu. Eftir Að kosningum loknum hljótum við fra'mbjóðendur Fram- sóknarflokksins í Austurlandskjördæmi að tjá þakkir öllum þeim, er sýndu okkur traust mcð því að kjósa B-listann. Listi okkar hlaut 53.7% gildra atkvæða í kjördæminu, og er það hærri hlu.tfallstala en nokkur framboðsl;:sti hefur fengið annars staðar á landinu. Þetta gat ekki orðið nerna með mjög miklu starfi fyrir kosningar. Mikill fjöldi kjósenda er jafnan fjarri heimilum sínum á kjördegi og þarf því að kjósa utan kjörstaðar. Allstór er sá hópur manna, ,sem að' vísu hefur einhverjar stjórnmálaskoð- anir, en gerir sér e'kki ljóst hvað mikið getur oltið á einu og sérhverju atkvæði. Til er og það, að erfitt er að komast á kjörstað vegna staðhátta, eða af öðrum ástæðum. En megin- tilgangur kosningavinnu okkar var að greiða fyrir því, að allir þeir, er styðja vildu B-listann í Austurlandskjördæmi fengju neitt atkvæðis síns. Við vitum vel, að á þessu sviði var leyst af höndum gífur- lega umfangsmikið starf alls staðar í kjördæminu, bæði af hálfu þeirra, er unnu á kosningaskrifstofunni sem og allra þeirra mörgu Framsóknarmanna og kvemna og annarra, sem lögðu fram sinn skerf með ótrauðu áhugastarfi. . ' :.íb öllu þessu fólki færum við okkar beztu þakkir. Til er sú hugsun, að á kjördegi ljúki þátttöku hins almenna kjósenda í stjórnmálum, þar til er næst verður kjörið. Þetta er mikill misskilningur. Órofið og náið samband við fólkið er kjörnum þingmanni jafn mikilvægt og rótfestan björkinni. Þingmanna Austurlandskjördæmis bíða tvíþætt viðfangsefni, . sem þó eru samrýmanleg á bezta máta: Hið almenna þjóðmálastarf og sérstakur stuðningur og stöð- og forusta í framfaramálum fjórðungsins. Hvernig þeim vinnast störfin fer auðvitað öðrum þræði eft- ir hæfni og manndómi hvers og eins. En snerting við fólkið-, náin kynning á áhugamálum þess og viðfangsefnum og sú hvatning er slík kynni veita, er þó sá aflvaki, sem oft ge.tur ráðið úrslitum. Um leið og við frambjóðendur Framsóknarflokksins á Áust- urlandi þökkum traust og frábært starf stuðningsmanna fyrir kosningar, þ,á viljum við láta í ljósi þá ósk okkar og von, að á þessu kjörtímabili megi takast heilshugar samvinna um málefni Austurlands með öllum þeim aðilum, sem þar eiga hlut að máli. Haliormsstað, 26. júní 1967. ViUijálmur Hjálmarsson.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.