Austri - 29.06.1967, Blaðsíða 4

Austri - 29.06.1967, Blaðsíða 4
4 t r AUSTRI Neskaupstað, 29. júní 1967. Aðalfundur Búnaða.rsambands Austurlands var haldinn í Hús.- mæðraskólanum að Hallormsstað 24. og 25. júní. Fundinn sátu 20 fulltrúar frá 19 búnaðarfélögum á sambands- svæðinu auk stjómar sambands- ins, sem skipuð er þrem mönnum, og starfsmanna, en sambandið hefur tvo ráðunauta í þjónustu sinni. Auk venjulegra aðalfundar- starfa var stærsta mál fundarins sameining ræktunarsambanda. Upphaflega var félagssvæði Búnaðarsambands Austurlands (skipt í mörg Ræktunarsambönd, en sú skipan hefur gefizt mis- jafnlega. Um þetta mál samþykkti fund- urinn eftirfarandi: „Aðaifundur Búnaðarsambands Austurlands 1967 samþykkir að sameina öll ræktunarsambönd á starfssvæði B. S. A. í eitt rækt- unarsamband. Jafnframt samþykkir fundur- inn að B. S. A. greiði hluta af launum framkvæmdastjóra eins og boðið er í bréfi Búnaðarsam- bandsstjórnar til ræktunarsam- bandanna dagsettu 8. febr. 1967. — Samþykkt þessi öðlast gildi 1. janúar 1968.“ í greinargerð sem fylgdi til- lögu þessari frá jarðræktar- nefnd fundarins, er nokkuð rak- inn undirbúningur þessa máls: „Á aðalfundi Búnaðarsambands Austurlands árið 1966 var sam- þykkt samhljóða eftirfarandi til- laga: „Fundurinn felur stjórn sambandsms ásamt stjórnum ræktunarsambandanna að vinna að því, að sameinuð verði rækt- unarsam.bönd á sambandssvæðinu eftir þvi sem hagkvæmt þykir“. 1 framhaldi af þessu vann einn ráðunautur sambandsins að þessu verkefni með bréfaskriftum og viðtölum. Um mánaðamótin apríl- maí síðastliðinn boðaði stjóm B. S. A. síðan til fundar með stjórn- um ræktunarsambanda á starfs- svæði sínu og var þar samþykkt að leita álits hreppabúnaðarfé- laganna um sameiningu ræktun- arsamb'andanna í eitt. Fyrir aðal- fund bárust svör meirihluta bún- aðarfélaganna með allflesta bænd- ur að baki ;sér og voru þau flest mjög jákvæð en örfá voru hlut- laus“. Þá eru í greinargerðinni dreg- in saman þau meginatriði, er jarð- ræktamefndin telur að mæli með sameiningunni: Hagkvæmari inn- kaup og betri varahlutaþjónusta. ■— Betri aðstaða til öflunar refcstrarfjár. — Betri nýting véla og fjölbreyttari verkfæra kostur. — Grundvöllur fyrir sameiginlegu verkstæði. — Betri og faglegri vinnu, þar sem vænta mætti meiri festu í mannahaldi. Loks var um þetta mál sam- Jiykkt eftipfarandi: ' ■' _ „Aðalfundurinn samþykkir að fela stjórn B. S. A. að boða til fundar stjórnir allra hreppabún- aðarfélaganna á sambandssvæð- inu fyrir 15. september nk., til að kjósa bráðabirgðastjórn er vinni með stjórn búnaðarsambandsins að eignauppgjöri og yfirtöku vélakosts ræktunarsambandanna. Helztu tekjuliðir Búnaðarsam- bandsins vom á sl. ári: Starfsifé frá Búnaðarfélagi Islands 149 þús., frá Búnaðarmálasjóði 330 þús. og frá ríkissjóði, hluti af launum ráðunauta 285 þús. En langstærsti gjaldaliður er til leið- beiningar starfseminnar, þ. e. ílaun ráðunautanna og annar kostnaður við störf þeirra. „Aðalfundur B. S. A. á Hall- ormsstað 24.—25. júní 1967 fel- ur stjórn sambandsins að kynna sér hvort Rannsóknarstofa Norð- urlands getur tekið að sér efna- greiningar á jarðvegi og upp- skeru á sambandssvæðinu, með áburðarleiðbeiningar í huga“. —o— Frá búf járræktarnefnd: „Aðalfundur B. S. A. 1967 er samþykbur því, að unnið sé að stofmm dreifingarstöðva á nautasæði á sambandssvæðinu, þar sem bændur telja reksturs- grundvöll fyrir slíka starfsemi. Nefnd sú sem þegar starfar að stofnurn dreifingarstöðva á Fljótsdalshéraði, er hvött til þess að hraða störfum og stjórninni BUNAÐARBALKUR Niðurstöðutölur rekstursreikn- ings 1966 eru kr. 1.278.874.17, eftirstöðvar til næsta árs voru kr. 397.731.49. Fundurinn gerði ýmsar ály.kt- anir um málefni landbúnaðarins og fara nokkrar þeirra hér á eftir’: falið að fylgjast með þessum málum og aðstoða við stofnun dreifingarstöðva víðar á svæðinu ef óskað er. Jafnframt telur fundurinn eð'li- legt að sambandið eigi búnað slíkra stöðva, en félagsskapur bænda á viðkomandi svæði sjái um viðhald og rekstur þeirra“. „Aðalfundur B. S. A. 1967 beinir þeirri áskorun til ráðu- nauta sambandsins að þeir vinni að því að endurreisa þau búfjár- ræktarfélög sem stofnuð hafa verið á sambandssvæðinu, og reyni af fremista megni að vekja áhuga í sveitunum fyrir þeirri sta.rfsemi. Leggur fundurinn til að auka sýninga.r á sauðfé verði haldnar þó sauðf járræktarfélög séu ekki starfandi í hreppnum". „Aðalfundur B. S. A. 1967 skor- ar á landbúnaðarráðherra að vinna að útrýmingu fjárveiki þeirrar sem upp hefur komið í Eyjafirði, þar sem fundurinn tel- ur útbreiðslu þessa sjúkdóms mjög alva.rlegan fyrir landbúnaðinn". -—o—• Aðrar samþykkt'r: „Aðalfundur B. S. A. 1967 skor- ar á útflytjendur landbúnaðar- vara, framleiðsluráð og landbún- aðarráöherra að gera a’/lt sem í þeirra valdi stendur til þess að leita nýrra markaða erlendis fyr- ir íslenzkt d lkakjöt. Og þá sér- staklega að leita eftir hótelmark- aði fyrir einstaka hluta úr hverj- um skrokk, þar sem afganginn mætti fullnýta innanlands til vinnslu eða á annan hátt“. „Aðaifundur B.S.A. 1967 legg- ur áherzlu á að rafmagnsmál fjórðungsins verði tekin fastari Framh. á 3. síðu. „Þaö er ollavega mikil síid . . " segir Aðalsfeinn skipstjóri á Sveini Sveinhjörnssyni NK Frá jarðræktarnefnd: „Aðalfundur Búnaðarsambands Austurlands lýsir ánægj.u sinni yfir því að Áburðarverksmiðjan hf. varð við beiðni Héraðsbúa um að köfnunarefnispöntunum þeirra var fullnægt með útvegun kalk- saltpéturs, að nokkrum hluta á þessu ári, og væntir þess fast- lega, að Austfirðingar geti fengið hann í ríkara mæli á næsta ári og framvegis. Þá beinir fundurinn þeim til- mælum til Áburðarverksmiðjunn- ar hf. að hún svo fljótt sem verða má breyti framleiðslu sinni á þann hátt að framleiða alhliða áburð, kalkblandaðan og komað- an, svo og kalkblandaðan köfnun- arefnisáburð. Ennfremur að allur áburður verksmiðjunnar verði pakkaður í plast“. „Aðalfundur B. S. A. haldinn á Hallormsstað 24. og 25. júní 1967 vekur athygli á, að enn einu sinni hafa orðið verulegar kal- skemmdir á þessu vori, á sam- bandssvæðinu og víðar á landinu. Fundurinn skorar á Rannsókn- arstofnun landbúnaðarins, að rannsóknir á kali verði stóraukn- ar, og mælir með framkominni hugmynd um að stofnunin feli einum sérfræðinga sinna að helga sig kalrannsóknum, og að hann hafi aðsetur á Austur- eða Norð- urlandi þar sem kalhættan er mest“. ' ! 1 ! 1 Sveinn Sveinbjörnsson liggur við Síldarvinnsluna og það er verið að landa. Á bryggjunni hittum við skipstjórann, Aðalstein Valdimarsson frá Eskifirði. Að- alsteinn tók við1 Sveini í vor, en er nú alls ekki að ýta í fyrsta sinni úr vör formennskunnar, því hann hefur verið 8 ár skip- stjóri, 4 með Ljósafell Fáskrúðsi- fjarðar, og 2 ár hvorn, Seley og Eini SU. Nú innum við Aðalstein frétta af síldinni. — M’kill afli? — Eg hugsa, að þetta séu u.m 280 tonn. Mest í einu kasti. —- Og hvaðan? -—• Við fengum þetta um 320 mílur NA frá Dalatanga. Það er mikil síld þarna á stóru svæði, en hún er afskaplega erfið. Það var mikið kastað, en gekk ákaiflega illa að ná henni. Það fannst nú síld sunnar, um það bil 50—60 mílum sunnar. Hún stóð yfirleitt djúpt, en reyndist mjög stygg. — Hvernig lízt þér á síldarver- tíðina? — Eg vil ekkert um hana segja. Eg er enginn spámaður. Það er allavega mikil síld, hve- nær sem hún kemur upp að- Nú, fiskifræðingarnir tala um ágúst, og halda að síldin komi ekki fyrr. Hingað til hefur það nú staðið það sem Jakob hefur sagt um þetta. Þeir segja, að þetta sé kaldasti sjór, sem þeir hafa mælt. Þessi ganga virðist ekki hafa færzt nær. — Er mikið af erlendum skip- um þarna úti? — Nei, eitthvað 3 Rússar og 2—3 Finnar. Færeyingar eru við Shetland. — Og í lokin, hvað eruð þið búnir að fiska mikið í sumar? — Ætli það séu ekki orðin 7— 800 tonn. Eg hef nú bara ekki séð ennþá samanlagðar vigtarnót- ur. Maður hefur ekki lagt út í að leggja þetta saman sjálfur. Við' tefjum Aðalstein ekki lengur, en þökkum honum spjall- ið. . - | •rmf

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.