Austri - 20.07.1967, Blaðsíða 1

Austri - 20.07.1967, Blaðsíða 1
Ctgefandi: Kjördæmlssamband FraTnHÓWnarmnnna í Austurlandskjðrdæml. Aastri 12. árgangur. Neskaup'stað, 20. júlí 1967. 16. tölublað. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Kristján Ingólfsson Vilhjálmur Hjálmarsson Fjármái og auglýsingar: Björn Stelndórsson, Neskaupstað. NESPRKNT Hú mii samstflöfl Austfirðinga í enp bresta Vá fyrir dyrum ef ekki úr rœtist / A Egilsstaðafundinum stóðu fundarmenn saman sem einn maður Á mánudaginn var haldinn fundur um fjárhagsvandamál at- vinnufyrirtækja og sveitarfélaga á Austurlandi. Fundurinn var haldinn að Eg- ilsstöðum að tilhlutan Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjör- dæmi. Sátu hann um eða yfir 80 fulltrúar, sveitarstjórnarmenn, stjórnarnefndarmenn í Félagi síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi og í síldarverksmiðju- samtökuniun austanlands og norð- an og aðrir forsvarsmenn útvegs- mála og fiskiðnaðar á Austur- landi. Fundarboð'endur höfðu farið þess á leit, að ráðherrar sjávar- útvegsmála og viðskipta og aðal- bankastjóri Seðlabankans mættu á fundinum, en þeir töldu sig ekki geta mætt m. a. vegna lítils fyrir- vara. Af þingmönnum kjördæmisins mættu þeir Vilhjálmur Hjálmarsi- son, Lúðvík Jósepsson og Jónas Pétursson og 2. varaþingmaður Framsóknarmanna Kristján Ing- ólfsson en þeir Eysteinn og Páll Þorsteinsson höfðu boðað forföll. Magnús E. Guðjónsson fram- kvæmdastjóri Samb. ísl. sveitar- félaga sat fundinn. Hann flutti ávarp og kveðjur frá sambands- stjórn. Hér á eftir verður í stuttu máli sagt frá framsöguræðum og get- ið annarra ræðumanna: Fyrsti framsögumaður, Jóhann Klausen, oddviti og framkvæmda- stjóri á Eskifirði, rakti fyrri að- gerðir í þessu máli, sagði frá á- lyktun fundar, sem stjórn sveita- félagasambandsins hélt með' for- svarsmönnum útvegsins og fisk- iðnaðarins 28. apríl og svörum stjórnarvalda og lánastofnana. En frá þessum aðilum lá ekk- ert annað fyrir en bréf Lands- bankans og TJtvegsbankans. Báðir svara að sér sé ekki kunnugt um ástæður til umkvört- unar út af rekstursfjárskorti at- vinnufyrirtækja á Austurlandi! Jóhann kvað það skyldu sveit- arstjórna að standa vörð um hagsmuni fólksins og eðlilegt að þær hefðu forustu um sameigin- iegt viðnám á eríiðum tímum og rakti nokkuð fjárhagsvandræöi fyrirtækja og sveitarfélaga. Á- standiö væri alvariegt og gæti komið til stöðvunar eftir íáar vikur ef ekkert væri að gert. Annar framsögumaður var Jó- hannes Stefánsson, framkvæmda- stjóri og forseti bæjarstjórnar í Neskaupstað. Hann ræddi einkum málefni síldarverksmiðjanna, sýndi með tölum hversu hlutur þeirra í framleiðslu sildarafurða og í þjóðarframleiðslunni í heild er gífurlega mikill og gerði grein fyrir því með ljósum dæmum hvernig þessi fyrirtæki hafa ver- ið afskipt með stofnlán og nú í vor bætt gráu ofan á svart með því að ákveða að veita þeim eng- in lán til að komast af stað. Jóhannes ieiddi rök að því að grundvöilur væri fyrir hækkun afurðalána úr Seðlabankanum. Hann sagði frá fundi í samtök- um síldarverksmiðjanna, en meg- inkröfur þess fundar voru: 1. Aukin stofnlán. 2. Rekstrarlán er nemi minnst 2% af veltu sl. árs. 3. Hækkun afurðalána í allt að 75% af útflutningsverðmæti. Þriðji framsögumaður var Jón Árnason, framkvæmdastjóri og formaður félags síldarsaltenda norðanlands og austan. Hann ræddi viðhorf síldarsölt- unarinnar og síldariðnaðarins al- mennt. Þessi þýðingarmikli at- vinnurekstur sem um hríð hefði skilað í þjóðarbúið mjög stórum hiuta útflutningsframleiðslunnar, hefði notið það lítillar fyrir- greiðslu um stofn- og rekstrarlán að leitt hefði til greiðslutregðu og raunar beinna vanskila við hina ýmsu viðskiptaaðila, þ. e. bátana, verzlanir, starfsfólk o. s. frv. Um skeið gátu ýmsir þessir aðilar þolað slíka viðskiptahætti, en því er ekki lengur til að dreifa, sagði framsögumaður. Beint hættuástand er að skapast að þessu leyti ef ekki verður að gert, og gæti það leitt til stórfelldra truflana og jafnvel stöðvunar í söltuninni. Hrólfur Ingólfsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, talaði síðastur framsögumanna. Hann lagði fram drög að ályktun af hálfu fundar- boðenda og reifaði þau. Tillögurnar voru í 9 liðum og fjölluðu m. a. um hina ýmsu þætti lánamála atvinnuvega og sveitarfélaga, um ríkisábyrgð á verði hráefnis, um viðskipti sveit- arfélaga og ríkissjóðs og loks um það hversu vinna skuli að þess- um málum næsta áfangann. Fundarmenn gerðu góðan róm að máli framsögumanna. Hófust nú almennar umræður. Guðmundur Björnsson tók fyrstur til máls. Hann lagði ríka áherzlu á það hversu hættulegt það væri og óeðlilegt, þegar þýð- ingarm’kill atvinnurelcstur gæti ekki starfað með venjulegum hætti og neyddist til að vera með Búnaðarsamband Austurlands boðaði til fundar með stjórnum hreppabúnaðarfélaga á sambands- svæðinu í Valaskjálf sl. sunnudag. Verkefni fundarins var að ganga frá sameiningu Ræktunar- sambanda á Austurlandi, þ. e. stofnun eins ræktunarsambands á starfssvæði B.S.A. Stjórn B.S.A. lagði fram frum- varp að jarðræktarsamþykkt fyr- ir h’ð nýja samband er hlaut nafnið Ræktunarsamband Austur- lands. Eftir að frumvarpið hafði ver- ið rætt allýtarlega á fundinum og tekið til meðferðar í nefnd, var það samþykkt með 34 atkv. gegn 1 en sjö greiddu ekki atkvæði. 1 frásögn Austra af aðalfundi B.S.A. var sagt frá undirbúningi þessa máls og rökstuðningi hvata- manna og verður það ekki endur- lausaskuldir í ýmsum áttum vegna lánsfjársveltu. Hann ræddi einnig málefni sveitarfélaga, m. a. hversu að hefur sorfið víða vegna van- greiddra framlaga ríkissjóðs til verklegra framkvæmda s. s. skóla, hafnargerða og fleiri þátta. Lúðvík Jósepsson ræddi fyrst þær breytingar sem orðnar eru á fyrirgreiðslum bankanna. Áður veittu þeir verksmiðjunum lán til að komast í gang að vorinu. — Nú alls ekki. Áður var raunveru- lega lánað út á framleiðsluvöruna þar sem þurfti. Einnig það er breytt. Lúðvík kvað tillögur fundar- boðenda aðeins fjalla um annan þátt vandans, lánsfjárskortinn. Hinn væri eigi veigaminni, rekst- ursgrundvöllur síldarútgerðar og vinnslu væri að bresta. Þessi at- vinnurekstur þolir ekki lengur sérsköttun eins og 8% útflutn- ingsgjaldið á mjöl og lýsi. Hann ræddi og fleiri þætti og vék m. a. að þeim möguleika að semja um lækkun aðflutningsgjalda í Bret- landi. Næstir töluðu Bjarni Þórðar- son, Sigurjón Þorbergsson, fram- Framh. á 3. slðu. tekið hér. — Fundarmenn á sunnudaginn voru einhuga um það, að aukin ræktun og trygg- ari fóðuröflun væri algert frum- skilyrði fyrir farsælum búskap og að þörf væri nýrra og skipulagðra átaka í ræktunarmálum. Jarðræktarsamþykktin er að sjálfsögðu sniðin eftir gildandi lögum og reglugerð og ákvæði -um tilhögun, fjáröflun og tækjakaup, framkvæmda, verðlagsákvarðanir, greiðslufyrirkomulag, reiknings- haid og framkvæmdastjórn, ýmist samhljóða eða mjög lík þeim er gilt hafa í smærri samböndun- um. Aðalfundur B.S.A. verður jafn- framt aðalfundur Ræktunarsam- bands Austurlands. Rætt var um fjölgun fulltrúa á aðalfund og Framh. á 3. siðu. Rœktunarsamband Austurlands

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.