Austri - 20.07.1967, Blaðsíða 4

Austri - 20.07.1967, Blaðsíða 4
4 ' f AUSTRI Neskaupstað, 20. júlí 1967. FREGNAD ÚR FJÚRDUNGNUM Að lokinni fermingarguðsþjón- ustu á Valþjófsstað í sumar, hafði sóknarnefnd Valþjófsstað- arkirkju boð inni í félagsheimil- inu til heiðurs Einari Sveini Magnússyni og konu hans Maríu Jónsdóttur. Þau hafa nú brugðið búi og Einar Sveinn lætur af starfi meðhjálpara eftir u.þ.b. 40 ára þjónustu. Hann hefur og átt sæti í sóknamefnd í nærfellt 50 ár, lengst af formaður. Bæði hafa þau hjón sýnt kirkjunni mikla ræktarsemi og hús þeirra staðið opið fyrir messugestum alla tíð. Benedikt Friðriksson flutti að- alræðuna fyrir minni heiðursgest- anna. Auk hans töluðu þeir Gutt- ormur Þormar, Jón M. Kjerúlf, Hallgrímur Helgason, Vigfús Þormar og Erlingur Sveinsson. Séra Bjarni Guðjónsson .stýrði hófinu og Jón M. Kjerúlf leiddi almennan söng. Þeim hjónum var fært að gjöf málverk af Valþjófs- stað. Á 2. hundrað manns sátu hóf- ið. —o— Nýlega var opnað á Eskifirði nýtt veitinga- og gistihús, sem hlotið hefur nafnið „Hótel Askja“. Eigendur hins nýja gistihúss eru þeir feðgar Viggó Loftsson, mat- reiðslumaður og Sigvaldi Viggós- son, framreiðslumaður, sem jafn- framt er hótelstjóri. Sigvaldi nam iðn sína í Nausti í Reykjavík, en flutti heim til átt- haganna á sl. vetri. Hótel Askja er til húsa í „gamla læknishúsinu", viðamiklu og allstóru timburhúsi, sem nú hefur verið umskapað eins og frakast er unnt með tilliti til þarfa síns nýja hlutverks. Hefur sú nýsköpun tekizt mjög vel. Á neðri hæð hótelsins er gesta- móttaka, setustofa, snyrtingar, véitingasalur fyrir um 50 manns, auk eldhúss. 1 veitingasalnum er komið fyr- ir sjálfsafgreiðsluborði, sem held- ur mat heitum um langan tíma. Á efri hæðinni eru gestaher- bergi fyrir samtals 13 manns. Eru þau búin ágætum húsgögnum. Undanfarið hefur skortur á gisti- og veitingaþjónustu verið tilfinnanlegur á Eskifirði. Með tilkomu Hótel Öskju raknar veru- lega úr þeim vanda. Fyrir skömmu héldu Skóla- nefnd og Hreppsnefnd Eskifjarð- ar þeim hjónum frú Sigríði og Ragnari Þorsteinssyni, kennara á Eskifirði, kveðjusamsæti, er þau voru á förum til Reykjavíkur eft- ir langa og farsæla búsetu á Eskifirði, þar sem Ragnar hefur verið kennari frá árinu 1931. Jóhann Klausen oddviti, stjórn- aði samsætinu, en ræður fluttu auk hans, Magnús Bjarnason, skólanefndarformaður, sem til- kynnti þeim hjónum, að skóla- nefnd og hreppsnefnd hefðu á- kveðið að færa þeim hjónum að gjöf sjónvarp, sem afhent yrði þeim er þau hefði komið sér fyrir á hinu nýja heimili sínu syðra, Þorleifur Jónsson, sveitarstjóri, er mælti fyrir minni frú Sigríðar, Arnþór Jensen, framkv.stj. er til- kynnti um bókagjöf þeim hjónum til handa, frá Pöntunarfélagi Eskfirðinga, en Ragnar var þar um árabil stjórnaformaður, Krist- ján Ingólfsson er flutti kveðjur frá Barna- og unglingaskóla Eski- fjarðar, Bóas Emilsson er minnt- ist starfa Ragnars í þágu umf. Austra, Þorvaldur Friðriksson og Óli Kr. Guðbrandsson fyrrum skólastjóri. Hátt á annað hundrað manns sátu hófið, sem var í alla staði hið ánægjulegasta. I dag heldur um 30 manna hópur af stað héðan að austan á- leiðis norður í Laugar í Þingeyj- arsýslu til keppni í knattspyrnu og handknattleik. Hér er um að ræða úrvalslið U.Í.A. í þessum iþróttagreinum, er taka þátt 1 undankeppni Landsmóts U.M.F.Í. er fram á að fara á Eiðum á næsta ári. Iþróttafólkið er frá íþróttafé- laginu Þrótti í Neskaupstað, Umf. Austra á Eskifirði, Umf. Leikni á Fáskrúðsfirði og Knattspyrnufé- laginu Spyrni á Héraði. Á föstudaginn kl. 11.30 munu U.Í.A.-stúlkurnar mæta hand- knattleiksstúlkum H.S.Þ. Þessi ó- venjulegi leiktími stafar af því að H.S.Þ.-stúlkurnar fljúga samdæg- urs til keppni sem háð verður í Vestmannaeyjum. Kl. 20.00 á föstudagskvöld mæt ast Austfirðingar og Þingeyingar á iknattspyrnuvellinum. Á laugardag kl. 16.00 keppa aftur Austfirðingar og Skagfirð- ingar í knattspyrnu, en hand- knattleiksstúlkurnar hafa frí þann dag, þar eð Skagfirðingar eru með öðrum samböndum í riðli í handknattleik. Á sunnudagsmorgun halda Austfirðingar áleiðis að Lauga- landi í Eyjafirði, en þann dag verður haldinn Bændadagur Ey- firðinga þar á staðnum og keppni Eyfirðinga og Austfirðinga felld þar inn í hátíðarhöldin. Keppa þar bæði knattspyrnumennirnir og handknattleiksstúlkurnar. Beztu óskir fylgja hinum ungu keppendum okkar norður yfir fjöll. Sumarhátíð Framsóknarmanna, sem að venju var haldin aðra helgi í júlí í Atlavík itókst með miklum ágætum, þótt veðrið hefði á laúgardagskvöld mátt vera betra. Hljómsveitirnar Gautar frá Siglufirði og Ómar frá Reyðar- firði léku fyrir dansi. Aðalhátíðardagskráin hófst ikl. 2.00 á sunnudag í samkomu- rjóðrinu. Vilhjálmur Hjálmarsson setti samkomuna og stjórnaði henni. Ávörp fluttu þeir Eysteinn Jónsson, alþm. og Tómas Árna- son, hrl., en aðalræðuna flutti sr. Sveinn Víkingur fyrrum sóknar- prestur á Seyðisfirði. Skemmtiskrá var mjög fjöl- breytt, leikararnir Gunnar og Bessi fluttu skemmtiþátt, Karl Einarsson hermdi eftir stórmenn- um, Guðmundur Jónsson, óperu- söngvari söng og þar að auki skemmtu Gautar frá Siglufirði undir stjórn Gerhards Smith. Lúðrasveit Neskaupstaðar lélc í upphafi og á milli atriða undir stjórn Haralds Guðmundssonar. Magnús Stefánsson var fram- kvæmdastjóri samkomunnar ann- að árið í röð. Tókst starf hans með ágætum, en auk þess unnu samkomunefndarmennirnir Sigur- jón Jónasson, Jón Kristjáns- son, Marinó Sigurbjörnsson, Sig- mar Hjelm og Hiimar Thoraren- sen mjög gott starf auk fjölda sjálfboðaliða. Höskuldur Goði Karlsson, í- þróttakennari við Samvinnuskól- ann í Bifröst hefur stundað er- indarekstur fyrir íþróttasamband Islands 2 undanfarin sumur. Und- anfarinn hálfan mánuð hefur hann ferðazt milli íþrótta- og ung- mennafélaga hér á Austurlandi og áætlað er að hann heimsæki þau öll, áður en lýkur veru hans hér eystra í sumar. Jópiter hlœr um ollt Austurl. Leikfélag Neskaupstaðar boðaði nokkra fréttamenn blaða á sinn fund 12. júlí sl. Gerði þar for- maður félagsins Birgir Stefáns- son grein fyrir starfsemi L. N., sem virðist mikil og athyglisverð. Fyrirhugað er að leggja upp í leikferð um allt Austurland með sjónleik í þrem þáttum eftir A. J. Cronin sem heitir „Júpiter hlær“. Leikstjóri er Erlingur E. Hall- dórsson, en ekki er víst að hann geti verið með í þessari ferð, eða öllu heldur ferðum sökum anna. Mun þetta í fyrsta sinn sem leikfélag á Austurlandi skipulegg- ur sýningaferð til svo margra staða og fjarlægra, eins og Vopna fjarðar og Hornafjarðar Verður þetta að kallast mikið framtak og dugnaður hjá Leikfélagi Nes- kaupstaðar, að leggja upp í þessa ferð, og það sem mestu máli skiptir er hið mikla og þrotlausa starf sem liggur að baki slíkrar ferðar. Félagsáhugi til að fá fólk til að taka að sér hlutverk, svo að læra, æfa og allt sem því er samfara, fá lánað hitt og þetta, búa til og lagfæra svo að það geti gengið. Þetta þekkja aðeins þeir, sem í hafa komizt. Allan spenninginn við fyrstu sýningu. En allt þetta hefur verið lagt á sig fyrir örfáa áhorfendur. Því hefur oft mikið og gott starf ver- ið unnið en fáir fengið að njóta. Nú ætlar L.N. að reyna nýja leið og sýna okkur Austfirðingum öll- um árangurinn af sínu áhuga- starfi. Hér er ekki um lærða eða launaða leikara að ræða, en mér finnst stundum að fólk geri ekki mun á því. Áætlun L.N. er þessi: 15. júlí sýndi leikfélagið í Sindrabæ á Höfn í Hornafirði. 21. júlí ,föstudag, Neskaupstað, og verður það 4. sýningin þar. 22. júlí, laugardag, Vopnafirði. 23. júlí, sunnudag, Egilsstöðum. 28. júlí, föstudag, Eskifirði. 30. júlí, sunnudag, Seyðisfirði. Á Reyðarfirði er ákveðið að hafa sýningu, en ekki hvaða dag það verður. Fór Birgir nokkrum orðum um, hvað Reyðfirðingar væru miklir áhugamenn um leik- list og góðir heim að sækja, en teldu sig nokkuð afskipta um við- komur leikflokka, þrátt fyrir þeirra ágæta hús. Reyðfirðingar hafa áður sýnt „Júpiter hlær“. Áður hefur L.N. sýnt á Fá- skrúðsfirði og Breiðdal, en ekki gat Birgir svarað ákveðið hvort sýnt yrði að Hamraborg á Beru- fjarðarströnd, en taldi þó nokk- um hug á því hjá L.N. Þetta er annað viðfangsefni Leikfélags Neskaupstaðar á þessu leikári. Áður var tekið „Gildran", leikstjóri Höskuldur Skagfjörð. Um 850 menn hafa séð „Júpiter hlær“ hjá L. N. Aðspurðir sögðu fulltrúar L. N. að mikið væri um að sama fólk- ið starfaði að þessum málum, en alltaf bættust nýir í hó»»ínn, r. d. væru 4 nýliðar í þessu leikriti. Félagið er 16 ára og hefur fengizt við um 20 verkefni. Und- anfarandi ár hafa verið tekin 2 verkefni, og taldi Birgir auðveld- ara að fá fólk til starfa með því að hafa verkefni sífellt í gangi. Með þessari ferð er hafinn nýr þáttur í starfi leikfélaga á Aust- urlandi, þar sem þetta er fyrsta leikferð að sumri til sem skipu- lögð er um allt Austurland af áhugaleikfélagi, þó ekki sem ein ferð, heldur sem nokkrar helgar- ferðir. Um leið og Austri óskar L. N. góðrar ferðar, væntum við þess að þessi ferð takist vel og hægt verði að vænta þess á næstu sumrum, að okkur gefist kostur á að sjá viðfangsefni hinna ýmsu leikfélaga á Austiirlandi.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.