Austri - 15.12.1967, Blaðsíða 12

Austri - 15.12.1967, Blaðsíða 12
12 AUSTRI JÓLIN 1967 NÚ I HAUST gerðu þeir ferð sína út í Papey, Kristján, Eldjárn, þjóðminjavörður, Halldór Jónsson, safnvörð- ur ásamt Valgeirj Vilhjálmssyni, kennara á Djúpavogi. Kristján var svo vinsamlegur að svara nokkrum spurningum um ferð þessa og nokkur fleiri atriði varðandi fornar minjar á Aust- fjörðum. Hann hefur einnig lánað nokkrar myndir úr Papeyjarferð- inni og kann ég honum beztu þakkir fyrir hvort tveggja. Þá væri vel ef Austfirðingar tækju að leggja meiri rækt við sögu sína og varðveizlu ýmissa minja og fróðleiks frá fyrri tíma. Allt of margt skolast fyrir borð á gapalegri siglingu okkar í krappsævi tæknialdar. Má þar sem dæmi nefna örnefnin gömlu, sem voru sveitafólkinu jafnmikil nauðsyn áður og borgarbúanum nú götunúmer og síma. — Sam- tali okkar Kristjáns er m. a. ætl- að að örva til umhugsunar um þessa hluti. — V. H. og þó ekki heilan. En síðan hef ég alltaf haft bak við eyrað að komast þangað aftur í betra tómi, þótt ýmsar annir hafi komið í veg fyrir það. Loksins varð þó af því í september síðastliðnum, að við Halldór Jónsson safnvörður gerðum för okkar austur, og á Djúpavogi kom til liðs við okkur Valgeir Vilhjálmsson, kennari. Við fórum út í Papey hinn 9. sept. og til aldursákvörðunar, svo langt sem það nær. Papatættur eru eitthvað eldri en þetta lag. Ferð ykkar hefur verið farin til þess að svipast um eftir Papa- minjum ? Því má að vissu leyti svara játandi. Nafn eyjarinnar og sagn- :rnar um Papa gera hana for- vitnilega, þegar verið er að hnýs- ast eftir frumsögu landsins. Hins HUIID ER MARGT... U vorum þar þangað tll hinn 13. sept. Það var vitanlega allt of stutt viðdvöl, ekki sízt þar sem orðið var svo áliðið sumars og mátti búast við haustlegum veðr- um, eins og líka kom á daginn. Við gátum ekki unnið nema nokk- urn hluta þessarar dvalar. En þar var bót í máli, að þau Gústaf og Hvílzt frá uppgreftri í Papatættum. — Ljósm. Kristján Eldjárn. í hugum margra Austfirðinga eru Austfirðir næsta snauðir að fornminjum. Kannski er þetta ekk.i alveg rétt? Austfirðir eru fátækir að forn- minjum á sama hátt og allt Is- land er það. Hvernig væri hægt að búast við öðru í þessu landi, sem í senn er stórt og strjál- byggt land fátækra bænda og hefur aðeins verið byggt í tæpar ellefu aldir? En ekki held ég að Austfirðir séu miklu snauðari að þessu leyti en aðrir landshlutar. Þar hafa til dæmis ekki fundizt tiltölulega færri fornmannagrafir en annars staðar, þó reyndar ekki á Austfjörðum í strangasta skilningi, heldur í Austfirðinga- fjórðungi. Það hafa fundizt þó nokkrar góðar fornmannagrafir á Héraði. Hvað gætir þú sagt okkur í stuttu máli um athuganir ykkar í Papey síðastliðið sumar? É)g kom fyrst í Papey sumarið 1964 og var þar aðeins einn dag Sigríður í Papey gerðu allt til að gera okkur dvölina ánægjulega, enda munum við þeirra dreng- skap lengi við bregða, að taka okkur upp á arma sína eins og þau gerðu. Við skoðuðum eyna rækilega og reyndum eftir föng- um að gera okkur grein fyrir öll- um mannaminjum, sem okkur voru sýndar. Sum staðar gerðum við jafnvel smávegis uppgröift. Við grófum skurði í gegnum svo- nefndar Papatættur austarlega á eynni, sem eru aflöng tótt gamal- leg. Við komumst að raun um, að mannabústaður hefur það ekki verið og kannski ekki einu sinni yfirbyggt. Hins vegar eru þessar minjar nokkuð gamlar, því að þær eru all nokkru eldri en frá 1362. Það stendur þannig á í Papey, að þar sést mjög skýrt í jarðlögum hvítt eldfjallaöskulag, sem með vissu er frá Öræfajök- ulsgosinu mikla 1362, að því er dr. Sigurður Þórarinsson segir, og það er mjög mikilsvert kennileiti vegar hefur maður á sér allan vara um hvort tveggja. Rétt er að muna það, að Ari fróði, sem er upphafsmaður að þeim Papa- fróðle:k, sem okkur er tiltækur, nefnir ekki Papey eða neinn ann- an stað þar sem Papar væru, og Sturla Þórðarson gerir það ekki heldur í Landnámabók sinni. Það er fyrst Haukur lögmaður, sem skrifaði sína Landnámu eftir 1300 sem bætir því við Papafrásögn hinna fyrri sagnfræðinga, að minjarnar eftir þá hafi fundizt i Papey austur og í Papýli. Þegar Haukur skrifaði þetta voru liðn- ar meira en fjórar aldir síðan Paparnir voru hér, eftir sögum. Kannski hefur Haukur lögmaður sjálfur dregið þá ályktun, að Dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður. ef til vill finna eitthvað sem sýndi með vissu að þessir undarlegu menn hefðu raunverulega verið í Papey. En hitt ber svo að muna, að þótt ekkert finnist, þá sannar það ekki, að þeir hafi ekki ver:ð þar. En funduð þið þá nokkuð? SiHtil i dr. Kristjdn Eldjdrn, þjóðminjavörð Paparnir hafi búið í Papey. Menn hafa. einhvern tíma leyft sér ann- að eins. Og hví skyldi Papey ekki einmitt vera staðurinn? Eitthvað ber til þess að hún heitir svo sér- kennilegu nafni, og einn mögu- leikinn er sá, að það sé af vist Papa dregið, og því er rétt að gera tilraunina, svipast um og freista þess að maður reki aug- un í e.itthvað forvitnilegt. Ef heppni væri með, mundi maður Það eru tveir staðir í Papey, sem ég tel að ætti að rannsaka betur, og reyndar var það helzti árangurinn af ferð okkar, að við vitum nú meira en áður að hverju við göngum. Við grófum dálítið á báðum þessum stöðum, en hvergi nærri nóg, sökum tíma- leysis og óhagstæðs veðurs. Á öðrum þessum stað fundum við sérkennilegan hlut, sem sagt var frá í blöðum. Það er rauðleitur Gústaf í Papey situr á Papatættum og les um þær á bók. Lj.m. K.E. L

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.