Austri - 15.12.1967, Blaðsíða 13

Austri - 15.12.1967, Blaðsíða 13
JÓLIN 1967 AUSTRI 13 Iltólisbjarg í Papey. — Ljósm. K. E. leirsteinn, haglega tiltelgdur, sporöskjulagaður, með gat nær báðum endum, kúptur á annarri hlið en hvelfdur á hinni, og á þeirri hlið er krotuð1 mynd af dýri að berjast við slöngu. Þetta er líklega ljónið og ormurinn, full- trúar góðs og iils, táknmynd fyr- ir baráttu hinna góðu og illu afla tilverunnar. Þessi tákn eru al- þekkt í fornri list, og ég held reyndar að þessi hlutur sé helzt af norrænum toga, sennilega frá seinni h’.uta 10. aldar. En beina hliðstæðu v'ð hann þekki ég ekki annars staðar frá, og ég tel mig alls ekki geta kveðið upp endan- legan dóm um þennan hlut að svo stöddu. En það var býsna einkennileg tilfinning, sem gagn- tók mann, þegar Gústaf greip þennan sjaldséða fugi upp úr lít- illi tilraunaholu, sem við gerðum ofan í svonefndar Goðatættur vestarlega á eynni. Eru þá fyrirhugaðar áframhald- andi rannsóknir í Papey? Við höfum það til athugunar, ef guð lofar. En það er í mörg horn að líta hjá okkur á sumrin, og bezt að fullyrða ekkert um hvenær af því yrði, að áfram yrði haldið. En það er ekki ætl- unin að sleppa þessum þræði alveg. Mér þykir ekki ólíklegt, að í náinni framtíð verði með öllum ráðum reynt að rannsaka frum- sögu landsins, og þá mun meðal annars verða reynt að sannprófa Papafrásögnina. En á þessu stigi máls vil ég engu um það spá, liverjir muni ná prófi og hverjir ekki. Á ferðum okkar Eysteins Jóns- sonar um Berufjörð og Álftafjörð hefur hann þrátt frætt mig um gömul örnefni, m. a. í Gautavík og við sunnanverðan Álftafjörð- inn þar sem heitir Þangbrands- tryggja. Telur þú líklegt, að forn- leifar finnist. þarna? Ekki þarf að geta í hnefa um það, að fornminjar finnast í Gautavík. Þar er friðlýst svæði með allmörgum búðatóftum, sem minna á búðatóftirnar á Gásum í Eyjafirð1, þótt i smærri stíl sé, og þar eru auk búðanna mjög skýrar rústir af húsaþyrpingu, sem mjög minnir á bæjarrústir, en væntanlega ber þó að líta á þær í samhengi við búðarústirn- ar. I Gautavík var verzlunarstað- ur á miðöldum, sem furðu fáar frásagnir eru þó af. Éig álít að ailar minjarnar séu frá þeirri starfsemi. Ekkert rask hefur ver- ið gert á þessum stað, og hann á skilyrðislaust að vernda fyrir hugsanlegum ágang’ byggðar eða mannvirkja. Reyndar virðist hann sem betur fer í engri hættu, en þar kynni þó að koma einhvern tíma. Þetta er rneð skemmtilegri fornminjastöðum, sem ég þekki. Einhvern tíma hefði manni þótt álitleg tiihugsun að setjast þarna að og gera uppgröft. En það bíð- ur víst eitthvað, enda er þá á hitt að líta, að uppgröftur mundi, að mmnsta kosti í svip, spilla yf- irbragði staðarins að því skapi sem þekking á honum kynni að aukast. Um Þangbrandsbryggju get ég ekkert sagt af viti. Éig held að það sé staður en ekki fornm'njar. Þessi svonefnda fcryggia er vitanlega engin bryggja, heldur er þetta heljar- miki 1 k’ettahryggur, sem gengur í sjó íram. É|j tók myndir af honum í sumar. Eru e. t. v. fleiri staðir um sunnanverða Austfirð', þar sem fundizt hafa fornar minjar, eða sérstakar hkur eru til, að þínum dómi, að slíkir hlutir leynist? Það vantar því miður ákaflega m:kið á að ég hafi kannao a’lt Austur’.and með tilliti til þecs, hvar vænlegt væri að gera forn- minjarannsóknir. Þó veit ég um nokkra staði, og með uppr'fjun og athugun í plöggum okka' mundi fleiri koma upp á yfirborð- ið. Giæsilegasti fornminjastaður sem ég hef séð á Austurland: er í Freysnesi í Ekkjufellslandi. Þar eru merki’egar rústir, sem falla svo undarlega vel inn í það lands- lag sem þær eru í. É|g veit ekki fyrir víst, eftir hvaða hús þessar rúst'r eru, en þær eru ekki af bæ, heldur hefur veriö þarna ein- hvers konar opinber samkomu- : taður. Þessi staður er vel frið- aðnr, sem fcetur fer. En svo að ég víki aftur beint að spurningu þ;nn:, þá held ég að rétt sé að spara sér upptalningar. Á Aust- urlandi eru vitanlega mörg rann- sóknarefni eins og annars staðar. Hvað getur þú í stuttu máli sngt okkur um hinn forna þing- stao Austf:rðinga, Þingmúla? Éij hef komið í Þingmúla. Þar eru nokkrar friðlýstar rústir í túni, vafalaust frá þjóðveldisöld. En þingstaðir eru fleiri á Aust- ur'andi, og hef ég komið á suma. Éj hef komið í Sunnudal í Vopnafirði og á Krakalækjarþing- stað í Tungu. Á aðra þingstaði hef ég svo ekki komið. En það hefur löngum verið svo, að nokk- uð hefur verið á reiki um hug- myndir manna um þinghald í Austfirðingafjórðungi, hvar þing- in hafi verið haldin og hvernig hlutverkum skipt milli þingstaða. É|g hef ekkert til mála að leggja um þetta efni. En ég vil geta þess, að Krakalækjarþingstaður er eins og Freysnes og Gautavík, dásamlega skemmtilegur forn- m'njastaður sem hefur sloppið við nútíma rask. Það þarf að gæta þess vel, að ekki verði kom- inn þar sumarbústaður sem sízt skyidi, áður en nokkur maður veit af. Raunar veit ég ekki til, að sú hætta vofi yfir, en bezt er að hafa á sér vara. Dropiaugarsonasaga og Fljóts- dæla og Hrafnkelssaga Freysgoða eru all viðburðaríkar og mörg ör- nefni tengd þeim, eins og kunnugt er. — Hefur nokkuð fundizt, sem ætla mætti að væri tengt þessum sögum? Telur þú sérstaka ástæðu til könnunar á einhverjum sögu- svæðum þe'rra? É)g minnist þess ekki að neitt merkilegt sé frá þessu að segja. Vitaskuld hafa verið gerðar til- raunir t;l að láta koma heim og saman frásagnir Islendingasagna og fornminjar. Slíkt hefur verið gert lengi á Islandi, bæði af lærðum og leikum. Það er út af fyrir sig góðra gjalda vert, ef Framhald á 17. síðu. Gamla bátaspilið í Papey. — Ljósm. K. E.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.