Austri - 15.12.1967, Blaðsíða 16

Austri - 15.12.1967, Blaðsíða 16
16 AUSTRI JÓLIN 1967 EGAR Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, hafði verið svo elskulegur að segja lesendum Austra fróðlega hluti um fornar minjar á Austur- landi, þá kom mér til hugar að venda nú einu sinni kvæði í kross í bókstaflegri merkiingu og leita frétta hjá Flugfélagi íslands. — Ennþá finnst manni flugið eitt af því nýjasta, enda eru ekki margir áratugir liðnir frá því áhrifa þess fór að gæta fyrir alvöru í samgöngumálum okkar. Sveinn Sæmundsson, fulltrúi, varð fúslega við því að gefa mér ýmsar upplýsingar og rek ég hér á eftir nokkuð af því er við rædd- um um. Með komu Fokker Friendship vélanna gerbreyttist aðstaðan í innanlandsflugi. Blikfaxi kom vorið 1965 og Snarfaxi á næsta ári. Breytingin var ekki sízt þýð- ingarmikil fyrir Egilsstaðaflugið. Von er á 3. vélnni í marzmánuði, næstkomandi. Verður hún eins og hinar fyrri nema útbúin með stærri dyrum til vöruflutninga. En vöruflutningar hafa farið ört vaxandi, bæði innanlands og utan. Það er Fiugfélagsmönnum mik- ið gleðiefni, að flugstöðvarbygg- ingin á Egilsstöðum skuli nú senn verða fullgerð og tekin í notkun. er þar ólíkt og á suðvesturhorni landsins. Nýi flugvöllurinn á Hornafirði bætir mjög aðstöðuna þar. Byrj- að er að fljúga þangað á Fokker- vélunum. Keppt er að því að leggja niður gömlu DC-3 vélarn- ar, sem að vísu hafa dugað ágæta vel, en eru orðnar óheyri- lega dýrar í viðhaldi miðað við notagildi sitt. En mikil þörf er á frekari aðgerðum við völlinn og eins lagfæringum á flugvellinum á Fagurhólsmýri, en þar er við- koma einu s;nni til tvisvar í viku. Margir staðir á Austurlandi eiga langa og erfiða sókn á flug- völl. En reglubundnar og örugg- ar flugferðir byggjast á því, að flugvellir séu góðir, vel búnir og vel staðsettir, svo hægt sé að nota stórar vélar og vel útbúnar, sem geta flogið í öllum skapleg- um veðrum, eins og t. d. Fokker Friendship vélarnar, sem hafa reynzt afbragðsvélar hér sem annars staðar. byggðarlögin, — Og öryggíð er fyrir öllu. —o— Flutningar með flugvélum Flug- félags íslands hafa aukizt mjög mikið á þessu ári og skulu hér nefndar nokkrar tölur um breyt- inguna á fyístu níu mánuðum ársins: Farþegar í millilandaflugi voru 40.785 árið 1966, nú 48.790, aukn- ing 19.6%. Vöruflutningar milli landa hafa þó aukizt enn melra á þessu tímabili, eða um 24.6% og póst- flutningar um 17%. Innanlands var taia farþega 1966 89.571 en nú 96.055, aukn- ing 7.2% og er það minni aukn- ing en undanfarin ár. Mest hefur þó aukningin orðið í vöruflutningum innanlands, eða úr 1.312 tonnum 1966 í 1.816 tonn í ár. Munar þar 38.4%. Þetta er sama þróun og víða annars staðar í veröldinni, enda eru nú heilir flotar vöruflutninga- Sveinn Sæmundss,on staklingar og fyrirtæki á Akur- eyri stofnuðu félagið eftir að Agnar Kofoed-Hansen, þá ný- kominn frá flugnámi, hafði kynnt hugmyndir sínar og áætlanir um stofnun flugfélags til farþega- „Flug er framtíðín..." Gullfaxi á flugi. vela í förum, á langleiðum víðaflutninga fyrir Vilhjálmi Þór. nýjar og glæsilegar þotur. -—• Vöruflutningar á bifreiðum um langvegu eru víðar umdeildir en hér. Og dæmi eru til þess ytra, þar sem stjórnun er mikil, að leyfi til vöruflutninga með bílum er takmarkað við ákveðnar vega- lengdir, þar sem það þykir þjóð- hagslega skoðað réttara að nota skip, járnbrautir eða flugvélar. Áður var þess getið, að nýjasti Fokkerinn verður sérstaklega út- búinn til vöruflutninga. Það er einnig Boeing 727-þotan Gullfaxi. Þriðji hluti af rými hennar er nú notað fyrir vörur og getur hún þá flutt 11 tonn í ferð, en 20 tonn, ef hún væri fullhlaðin vör- um. Sæti fyrir farþega eru nú 69. —o— Flugfélag Islands átti 30 ára afmæli á þessu ári. Fimmtán ein- Hann varð fyrsti formaður fé- lagsins og með honum áttu sæti í fyrstu stjórninni Guðmundur Karl Pétursson læknir og Kristján Kristjánsson, forstjóri. Fyrsta flugvél félagsins var eins hreyfils tvíþekja, sjóflugvél að sjálfsögðu og gat borið 4—5 farþega auk flugmanns. Hún kom til landsins með skipi í byrjun aprílmánaðar 1938. Farþegaflugið hófst 4. maí sama ár. Agnar var flugstjórinn. Ferðin milli Reykja- víkur og Akureyrar tók þá um 3 klukkustundir enda var að mestu flogið með ströndinni. Engin loftskeytatæki voru í þessari flugvél og engin öryggis- þjónusta á jörðu niðri. Agnar Kofoed-Hansen var eini flugmað1- urinn og jafnframt framkvæmda- stjóri félagsins. Öll aðstaða til af- Öll aðstaða til afgreiðslu þar hef- ur verið næsta erfið og aðbúð hins mikla fjölda farþega, sem um flugstöðina fer, ekki góð. Nú er orðið mjög aðkallandi að malbika flugvöllinn á Egilsstöð- um og lengja hann, nokkuð. Einn- ig er að sjálfsögðu æskilegt og raunar nauðsynlegt að þar komi skýli fyrir flugvélar. Persónulega er ég þeirrar skoðunar, segir Sveinn, að vara- flugvöllur fyrir millilandaflugið væri bezt settur á Egilsstöðum, svo framarlega sem ekki eru á því tæknilegir meinbugir. — Á Egilsstöðum er ört vaxandi kaup- tún. Skammt er á völlinn. Um- ferð er það mikil, að þar verður alltaf töluvert starfslið. Hótel hlýtur að verða byggt á Egils- stöðum innan tíðar. Og veðurfar í sumar hafði Flugfélag Is- lands litla vél á Egilsstöðum, sem hélt uppi ferðum til Vopnafjarð- ar. Og áður hefur þyrla verið notuð til fólksflutninga milli Eg- ilsstaða og Seyðisfjarðar nokkr- ar vikur. — Slíka þjónustu má þó ekki ofmeta. Hún getur notazt vel við góð veðurskilyrði. En litlu vélarnar eru ekki búnar blindflugstækjum, jafnvel ekki hinar stærri þyrlur. Þær notast því ekki í dimmviðri eða vetrar- ríki, nema mjög takmarkað. Það hefur alltaf verið skoðun Flugfélagsmanna, að meginstefn- an eigi að vera fáir flugvellir og sem allra bezt búnir og allt gert sem unnt er, til þess að bæta og treysta vegakerfið út frá flug- völlunum. Bætt vegakerfi hefur auðvitað margvíslegt gildi fyrir Jóhannes R. Snorrason, yfirflugstjóri og Örn Ó. Johnson, forstjóri í flugstjórnarklefa Boeing 727 þotu Flugfélags Islands.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.