Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 3
2.SK0LAFIINDUR. 20.nóv. 1980 kl.1:30. Dagskrá fundarins var: I. Kosningar í laus embaatti. II. Lagabreytingatillögur. III. Önnur mál. Sigurður Jóhannesson inspector scholae setti fundinn og las upp dagskrá. I. Kosningar. Kjósa átti: A)Lista ritstjórnar skólablaðs. B) Einn fulltrúa í skólastjórn. C) Forseta Ferðafélagsins. A) Einn listi kom fram. Var hann þannig skip- aður: Marinó G. Njálsson 6.Y. Reinharð Reinharðsson 6.Z, Heiður Björnsdóttir 5S. Helgi Bollason 6.X, Valur Pálsson 5-M. Marinó talaði fyrir hönd listans. Lofaði hann að standa sig jafnvel eftir jól og fyrir. Því næst kynnti Sigurður frambjóðendur í skólastjórn og gaf þeim kost á að sýna sig og segja nokkur orð. Frambjóðendur voru Ásgeir Valur Snorrason 5-U,Valur Pálsson 5M. og Axel Árnason 5-X. Ásgeir Valur sagðist ekki ætla aðtelja upp mannkosti sína, en hvatti þó alla til að kjósa sig. Axel sýndi sig einnig og kynnti en Valur P. tók ekki til máls. B) Frambjóðendur til forseta Ferðafélags voru þeir Árni Snævarr 6.A,Jónas Jóhannsson 5-B og Karl Th.Birgisson 4.A. Baðst Árni undan kosningu. Karl kvaðst fullur áhuga og vilja og sagðist auk þess hafa margar góðar hugmyndir. Jónas tók ekki til máls. II. Tillögur. 1. Skóiaf.etc.ályktar: 9. kafli laga Skólafélagsins hljóði svo,aðrir kaflar færist aftur: 9-l.Innan Skólafélagsins starfar sérstakt félag Ljósmyndafélag M.R. 9-2. Tilgangur félagsins er að efla ljósmynda- áhuga meðal nemenda og veita þeim aðstöðu til framköllunar. Ljósmyndafélagið skal hafa umsjón með 1jósmyndakompu skólans. 9.3. Ljósmyndafélaginu stjórnar formaður og skal hann valinn af stjórn Skólafélagsins í samráði við fráfarandi formann. Formaður fél- agsins skipar með sér tvo meðstjórnendur. Bergsveinn Gylfason 6.Y, Hans Beck 6.Y. Hans mælti fyrir tillögunni. Reifaði hann fyrst sögu 1jósmydaklúbbsins og skýrði vel frá gangi mála varðandi hann. Sagði hann að til stæði að klúbburinn fengi aðstöðu í Iþöku. 2. Rvík. 13.11.'80. Skólafundur haldinn í C.N. hinn 20.nóv.samþykkir: Sleppt verði úr XXI. kafla 5-grein eftirfarandi ".Auk þess fái eftirtaldir embeettismenn Skóla- félagsins ókeypis aðgang að árshátíð þess:" Þorsteinn Halldórsson 6.B. Þorsteinn treysti sér ekki til þess að mæla fyrir tillögu sinni, en Sigurður sýndi fram á að ef tillaga Þorsteins yrði samþykkt myndu allir helstu emtesttismenn fá boðsmiða á öll böll eins og var í fyrra. 3-Rvik. 17. nóv.8l. Skólafundur etc. sámþykkir að Skólafélagið færi bókasafninu Iþöku gjöf í tilefni 100 ára afmælis safnsins sem er í ár. Gjöfin geti numið allt að 500 þús. gkr. Marinó Njálsson. Marinó mælti fyrir ályktunartillögu sinni. Reifaði hann sögu bókasafnsins, og sagði safnið ekki geta keypt nýjar bækur vegna fjárskorts. Þess vegna ættum við að færa safninu þessa gjöf nú á aldarafmælinu. Kvatti hann að lokum alla til að styðja tillögu sína. Reinharð Reinharðsson 6.Z studdi tillögu M.G.N. og sagði bókasafnið vera nauðsynlegt í skólanum og mætti það fá fleiri bækur til að verða enn betra. Sigurður Jóhannesson sagði að í haust hefði komið upp sú hugmynd að hluti af L.M.F.-pen- ingunum rynni til íþöku. Nú sæi hann hins vegar fram á að við hefðum nóg við þessa peninga að gera. Nefndi hann söngkerfiskaup sem stæðu nú fyrir dyrum. Fannst honum að tillögur sem þessi ættu ekki rétt á sér fyrr en undir vor þegar sýnt væri að við hefðum efni á þessu. Þess vagn flutti hann breytingartillögu við tillögu M.G.N. sem hljóðaði svo: Skf.etc. samþykkir að veita stjórn Skólafél. heimild til að færa bókasafninu Iþöku gjöf í tilefni 100 ára afmælis safnsins. Geti hún numið allt að 500.þús gkr. Sigurður Jóhanneson. Sigurður sagði að með þessari tillögu væru allar leiðir opnar. Valur Pálsson sagði að nú væru skólagjöld helm-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.