Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 4
ingi hærri en í fyrra og 800 þús. gkr. hefðu bæst í sjóð Skólafélagsins út af úrsogn okkar úr l/.M.F. Nú væru nægir peningar fyrir hendi og þess vegna væri óþarfi að samþykkja breyt- ingartillögu Sigurðar. Sigurður sagði að í fyrra hefðu engar stórar fjárfestingar verið á döfinni svo að þetta væri ekki sambærilegt. Marinó sagði að ef tillaga S.yrði samþykkt gæti vel farið svo að gjöfin yrði aldrei innt af hendi. Einnig sgði hann að skólagjöld sem rynnu til Skólafélagsins hefðu verið lYOOkr á mann i fyrra en 5000kr. nú þannig að nóg væri til af peningum. Anton Pj. Þorsteinsson sagði að ekki væri gefið til kynna í tillögu M.G.N. hvenær gefa ætti gjöfina. Hægt væri að ákveða hver upp- hæðin yrði i vor. Skólafélagið gæti athugað hvað það gæti gefið mikið miðað við fjárhag þá. Þó væri betra að skylda Skólafélagið til þess að inna gjöfina af hendi. Breytingartillaga Sigurðar var felld með 35 atkvæðum gegn 38. Ill.önnur mál. S.J. sagði að skólayfirvöld hefðu verið óánægð með árshátíð Pramtíðarinnar, einkum hefðu þau verið óánægð með hegðun hins mikla fjölda utanskólamánna . Þetta varð til þess að ákveðið var á fundi ökólastjórnar að tak- marka aðgang að dansleikjum M.R. við nem- endur skólans. Þessa tillögu bar Guðni rektor upp á fundinum og var hún samþykkt án mót- mæla að hans sögn. Síðan sagði S. að undan- farin ár hefðu utanskólamenn fjölmennt á böllin og væri þetta e.t.v. ein ástæða þess að eldribekkingar væru farnir að sniðganga þau. Sigurði fannst sjálfsagt að reynt væri að takmarka sókn grunnskólakrakka á böllin, en engin ástæða væri til að meina öðrum framhaldS* skólanemum aðgang, enda ættu margir M.R.ingar vini og kunningja í hinum fiirámhaldsskólunum. Var Sigurður því alls ekki hlynntur algerri takmörkun. Sagðist hann hafa reynt að skýra út fyrir Guðna að t.d. væri erfitt að skilja sundur hálfgift fólk. Tillaga G. væri þá að viðkomandi kæmu til sín persónulega, til að fá leyfi til að komast á ballið. Vakti þessi hugmynd Guðna mikla kátínu fundarmanna og var ákaft klappað. S.fannst slæmt að taka þyrfti svona ákvarðanir án alls samráðs við forystumenn nemenda. Væri viðkunnanlegra að áminna okkur, biðja okkur að leitast við að hleypa ekki of ungu fólki inn á böllin,eða biðja okkur að selja enga miða fyrir utan dansstaðina, en það væri yfirleitt þar sem grunnskólanemar keyptu miða. Nú hefði Guðni ákveðið þetta og ætti þetta að gilda um jóla- gleðina. Hafliði Helgason 3-E. benti á að hægt væri að láta fólk sýna skólaskírteini framhaldssk. við miðakaup og og mætti þannig mætti úti- loka grunnskólanemendur. Var nú samþykkt undanþága til að leggja ályktunartillögur fyrir fundinn.(En i lögum Skólafél. segir að ályktanir þurfi að liggja frammi 2 daga fyrir skf.) Sigurður bar nú upp tillögu sem honum hafði borist: Skólaf.etc.mótmælir harðlega ofríki Guðna rektors í ballmiðamálinu. Marinó G. Njálsson 6.Y, Gísli Másson, 6.Y. Marinó sagði, að ef Guðni kæmist upp með þetta mundi hann ganga á lagið. Það hlyti að vera okkar réttur að bjóða þeim sem við vildum á okkar ball: Hver nemandi ætti a.m.k að fá að hafa með sér einn gest. Að lokum hvatti M. nemendur til að standa saman. Hans Beck skólastjórnarfulltrúi, sagði að þetta mál hefði aðeins verið reifað á skólastjórnarfundinum, en ekki hefði nein tillaga verið borin upp, og enn síður hefði tillaga verið samþykkt. Hann minnti á að rektor gæti neitað að skrifa undir skemmtana- leyfi, og að þetta ætti einungis að vera til- raun á jólaballinu, en ekki endanleg lausn. Siggi sagði sér hefði skilist að þetta hefði verið einróma samþykkt á fundi skólastjórnar en svo segði Hans að málið hefði einungis verið reifað. Þarna hefði þvi greinilega einhver verið að skrökva. S. hvatti menn síðan til að halda drykkju sinni fyrir böll innan einhverra takmarka. Auk þess minnti hann á að alls ekki mætti drekka í kjallara C.N. Það mundi aðeins bitna á nemendum sjálfum. Við ættum ekki að láta vaða ofan í okkur en við yrðum líka að sýna að við værum einhvers trausts verð. Reinharð Reinharðsson sagði að besta lausnin væri að menn fengju að taka með sér einn gest, sem þeir bæru síðan ábyrgð á á ballinu, og að skemmdarvargar væru látnir borga það sem þeir skemmdu. Snorri Bergmann,gjaldkeri Framtiðarinnar sagði að hegðun fólks á Arshátíð Frt. hefði verið til fyrirmyndar. Hefðu þeir sem öðru héldu fram líklegast verið undir áhrifum of- skynjunarlyfja. Máli sínu til stuðnings Framhald é bls. 113 .

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.