Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 9
DfBUT D UNE LUTTE PROLONCEE þau sifellt harðnandi. 6. mai kom til bardaga milli stúdenta og lögreglu á götunum kringum Sorbonne og stóð i sólarhring. Um 600 slös- uðust. En dagana eftir fengu stúdentar frið til að halda fundi við Sorbonne. Par komu fram kröfur um róttækar bjóófélagsumbætur i átt til jafnræðis og um skjótar umbætur i menntamálum. Gaullistastjórnin hafói þá ný- verið tekió upp menntastefnu sem m.a. tak- markaði fjölda stúdenta i húmaniskar greinar. En á sama tima veitti hú fjárhæð til kjarn- orkuvopnarannsókna, sem var hærri en fór i allt menntakerfi landsins. Aðfaranótt 11. mai settu stúdentar upp götu- vigi viðs vegar um Latinuhverfið. Leiddi það til nýrra átaka við lögregluna. Breskur blaðamaður lýsti ástandinu svo: „Petta gæti alveg eins verið á dögum Parisarkommúnunnar. Göturnar eru huldar þykkum reyk. A götuvíg- unum , sem eru mannhæðarhá, glittir öðru hver hverju i gegnum reykinn á rauða fána gegnt svörtum himninum. öðru hverju heyrðust háværar sprengingar frá logandi bilflökum og raðir brynjaðra lögreglubjóna þokast áfram um göt- urnar. Stúdentar steytandi hnefa, hrópandi vigorð, sjúkraliðar hlaupandi til og frá með særða.... Hugrakkir stúdentar hlupu öðru hverju yfir götuna og köstuðu Molotoff-kokteil- um að lögregluhersingunni og óku bílum á fullri ferð til að tvistra henni." Meðan þessu fór fram, voru forsetinn, de Gaulle,og forsetisráóherrann, Pompidou, erlend- is. Pompidou kom 11. mai heim, en de Gaulle var áfram i Rúmeniu. Pegar við heimkomuna fyrirskipaði Pompidou opnun Sorbonne. En það hafði frekar öfug áhrif en hitt. Sorbonne og nánasta umhverfi, svo sem Odeon-leikhúsið, var hertekið. En leikhúsið notuðu stúdentar fyrir fundi; það var öllum opið, sem vildu hafa áhrif á framvindu byltingarinnar. Flestum háskólum Frakklands var lokað 12. mai, annað- hvort vegna uppþota eða af hræðslu við uppþot. Stuðningur almennings vió uppreisnina var mikill. Fólk hvaðanæva að kom i Odeon-leik- húsið, bæði til að sjá og taka bátt í umræðum um þjóðfélagsmál, sem þar voru sifellt rædd fram og aftur. Þótt umdarlegt sé, var afstaða Kommúnistaflokksins til stúdentanna fjandsam- leg i fyrstu. En eftir þvi sem baráttan harðn- aði og almenningur snerist á sveif með stúdent- um, neyddist flokksforystan til að breyta um stefnu. Eftir götubardagana 11. mai, lýsti Kommúnistaflokkurinn yfir samstöðu með stúdentl- um. Verkalýðssambandið C.G.’T., sem Kommúnista- flokkurinn stjórnaði, boðaði siðan til alls- herjar samúóarverkfalls 13. mai. Verkfallinu var ekki ætlað annað hlutverk en réttlæta flokkinn og verkalýðssambandið í hugum beirra, eem höfðu verið óánægðir með fyrri afstöðu þeirra. Þetta var eins og neisti i púðurtunnu. Þótt af hálfu verkalýðssambandsins hefði ekki verið lýst yfir nema sólarhringsverkfalli, lögðu verkamenn um allt Frakkland niður vinnu næstu daga, tóku á sitt vald verksmiðjur og jafnvel heil bæjarfélög (Nantes). Pátttakendur voru um 10 milljónir. PARÍsiÚn; Þegar de Gaulle sneri frá Rúmeniu 19. mai, var allt Frakkland i uppnámi. Nú kom hann ekki til Parisar með pálmann i höndunum eins og ætið áður. Áhrif stúdentauppreisnarinnar voru oróin meiri en forystumenn hennar höfðu átt von á.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.