Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 13
Nokkur ord um sýningar Herranætur Leikritið Ys og þys út af engu gerist i Messinu. Fjallar það um ástina og allan þann ys og þys, sem er unhverfis hana. Ymislegt annaó blandast það við, svo sem svik, vinátta, fjölskyldutengsl og mórall. Þetta gamanleikrit Shakespeares er með fyrri verkum hans og samið áóur en hann byrjar á harmleikjunum, Hamlet, Othello og Macbeth. Persónusköpun Shakespeares er hér eins og endranær mjög góð. Til dæmis eru Benedikt oc Beatrice eitt eftirminnilegasta par hans. Einnig er samband hálfbræðranna Don Johans og Don Pedros áhugavert frá sjónarmiði siðfræðinn- ar sem þá rikti. Orðaleikir leikritsins eru afbragð á frum- málinu og hefur Helga Hálfdánarsyni tekist að halda þeim prýðilega i þýðingu sinni. Á sýningunni var leikmyndin óvenjulega skemmtileg. Sviðið var framlengt, bannig að leikararnir virtust standa meðal áhorfendanna, og kom það skemmtilega út. Hinn hvíti grunnur gerði það að verkum, að hægt var að beita lýs- ingunni á mjög sérstæðan hátt. Aðstandendur leikmyndarinnar hafa ærna ástæðu til þess að vera ánægðir með verk sitt. Leikurinn i leikritinu var góður miðað við nemendaleiksýningar. Allir lögðu sig greini- lega fram, en þó voru nokkrir, sem skáru sig úr. Bjarna Guðmarssyni og Steingrími Mássyni tókst stórvel að skila frá sér Þistli og Þengli og hef ég ekki séó Bjarna leika betur. Ásta H. Ingólfsdóttir, sem Beatrice, komst ágætlega frá sinu og deildi hart og óvægin á karlpening- inn. Árni Snævarr var óstyrkur á frumsýning- unni, en á síðari sýningunni fanst mér hann leika Benedikt með „fyllingu". Jóhann ivarsson lék Leonató yfirvegað. Andrés Sigurvinsson er sennilega hetja þessarar sýningar. Hann valdi rétta menn i hlutverkin, þ.e.a.s. „týpur" leikaranna minntu á hlutverkin, og er það mikilvægt, þegar óreyndir leikarar eiga i hlut. Hann hafði einnig fengið leikarana til þess að hreyfa sig óþvingað um sviðið. Þó hefði hann að skaðlausu mátt koma i veg fyrir óþarfar handasveiflur leikara. Gengi nemendaleiksýningar er fyrst og fremst komið undir áhuga leikstjóra, og það hefur tekist vel i þessu tilviki. Þegar á heildina er litið, má segja, að sýning Herranætur á Ys og bys út af engu hafi heppnast prýóilega og hleypt nýjxim þrótti i Herranótt. Megi næstu sýningar verða jafn- góðar. Björn Öli Hauksson, 6.Y. Gjöfin sem gleour strax! Nýja gerðin af Kodak Instant myndavélinni er komin. Fallegri og nettari. Kodak Instant framkallar myndirnar um leið íbjörtum ogfallegum Kodak litum — Engin bið og árangurinn af vel heppnuðu ,,skoti“ kemur í Ijós. Umboðsmenn um allt land HANS PETERSEN HF Kodak Instant EK 160-EF kr. 562 GLÆSIBÆR S:82590 BANKASTRÆTI S: 20313 AUSTURVER S: 36161

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.