Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 17

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 17
editor dicit Undir lok skólaárs er rétt að líta um öxl og sjá hvort genginn hafi verið vegurinn fram til góðs, eða hvort alltaf sé hjakkað i sömu sporunum. Það fyrsta, sem ég rek augun i, eru hinar miklu framkvæmdir, hafa verið gerðar i skólanum i vetur. Ráðist hefur veriö i verk, sem margir höfðu ætlað að gera en engum tekist fyrr en nú. Fyrst má þar nefna kaup Framtiðarinnar og Skólafélagsins á nokkuð fullkomnu söngkerfi. Með tilkomu bess hafa boðist nýir möguleikar, sem okkur hafa verið huldir til þessa. M.a. nýstárlegar útfærslur á skemmtikvöldum, eins og var t.d. á sjöttabekkjarkvöldi ekki fyrir löngu. Annað er það, sem gert hefur verið og eru það endurbæturnar á félagsaðstöðu nemenda i kjallara Casa Nova. Þar var ráö- ist i það, að mála fundarsalinn, pússa upp borð og bólstra bekki. Þetta eru allt hlut- ir, sem margir fyrirrennarar Sigurðar insp- ectors hafa haft á stefnuskrá sinni að vori, en litið aðhafst eftir það. Flestir hafa rætt málin fram og til baka en ekkert gert. Sigurður talaöi mest litið, en lét hendur standa fram úr ermur, og á hann hrós skilið fyrir röggsemi sina. Ég reifaði það i pistli minum i 2.tbl., léleg aðsókn hefði verið á dagskráratriði Skólafélagsins og Framtiðarinnar á fvrra misseri. Greinilegt er, að margir hafa skamm- ast sin, þvi aðsóknin hefur verið mun betri á þvi seinna. Og oftar en einu sinni hefur verið húsfyllir. Má bar nefna orator-keppnina og sjöttabekkjarkvöldið. Þá má ég til með að minnast á frábæra mætingu M.R.-inga á mælskukeppnina við Versló. En bar urðum við þó, þvi miður, vitni að einhverri mestu niðurlægingu, sem M.R, hefur mátt þola i keppni sem bessari. Um svipað leyti og mælskuliðið var rassskellt úti i Versló, vann skáklið okkar frækilegt afrek, er það bar sigur úr býtum i skákkeppni framhaldsskólanna og rauf bar með tiu ára óslitna sigurgöngu M.'H. Er afrekið enn þá glæsilegra fyrir þær sakir. Skákmenn voru ekki einir um, að auka hróður M.R. i keppni utan skólans. Knatt- spyrnulið skólans vann Albertsmótið svo kallaða og handknattleiksliðið Bersamótið, i annað sinn á fjórum árum. Á þessu sést að M.R. er sterkur á fleiri sviðum en þvi bóklega , og framtiðin er björt, þótt ein mælskukeppni hafi ekki unnist. Það kemur ár eftir þetta ár. Framhald af bls. 100. sagði hann að Frt.hefði fengið skemmdar- tryggingu alla endurgreidda,en slíkt væri fátitt. Hafliði Helgason 3.E lagði fram þá tillögu að skilyrði fyrir inngöngu á böll sem haldin væru á vegum M.R. yrðu skólaskírteini framhaldsskóla eða nafnskírteini er sýni 16 ára aldur. Baldur Þorsteinsson, 6.A, skólastjórnarfull- trúi sagði, að það sem Reinharð hefði lagt til, hefði verið rætt á skólastjórnarfundi, en ekki hlotið hljómgrunn, enda yrði þetta misnotað. Maria Kjartansdóttir.4.U. flutti breytingar- tillögu við tillögu Hafliða: Skólaf. etc. ályktar:Aðgöngumiðar á MR.böll verði seldir gegn framvísun skólaskírteina framhaldsskóla eða að menn fái ábyrgðarmenn innan skólans ,, , ,, „ Maria Kjartansdottir, 4.U. Reinharð W.Reinharðsson, 6.Z. sagðist mót- fallinn skírteinafargani enda glötuðu menn oft skírteinum sínum af ýmsum ástæðum. Nú var gengið til atkvæða um tillögurnar. Tillaga M.G.N. og G.M. var saraþykkt nær samhljóða.Tillaga Hafl. var samþ. óbreytt. Að síðustu kom R.W.R. fram með nokkrar aths. við kosningabækling Jónasar Jóhannssonar,sem var í framboði til Ferðafélagsforseta. flrslit kosninga: Valur Pálsson var kjörinn skólastjfulltr. nem. og Karl Th. Birgisson fyrsti forseti Ferðafélagsins. Tillögur um ILjósmyndaklúbb og gjöf til Iþöku voru sam- þykktar með þorra atkv., en tillaga Þorsteins Halldórssonar var felld. Sif Friðleifsdóttir scriba scholaris. Að blaðinu unnu (efni, uppsetning og fleira): Asgeir Asgeirsson, Anton Pjetur Þorsteinsson, Björn Óli Kauksson, Gunnbóra Halldórsdóttir, Gunnar Þór Guðmundsson, Halldór Falldórsson, Hannes Heimisson, Indriði Benediktsson, Jón Gauti Guðlaugsson, Karl Th. Birgisson, Maria Heimisdóttir, Pétur L. Pétursson, Stefania Óskarsdóttir, Sif Friðleifsdóttir, Sigurður Jóhannesson, Þorsteinn Halldórsson, Heiður Björnsdóttir, Helgi Bollason, Marinó G. Njálsson, Reinharð Reinharðsson og Valur Pálsson.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.