Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 19

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 19
Alþýduflokkurinn. Almennt sögulegt yfirlit: Enda þótt Albýðuflokkurinn byggi á þjóðlegum grunni og stefna hans og starf sé miðað við þarfir islenskrar alþýðu, á hann þó neð nokkrur. hætti rætur aó rekja til erlendrar fyrirrayndar. Sá maður, sem mest mótaði bæði ákveðna stefnu til lausnar vandamálum verkafólks og benti á leið til að hrinda henni i framkvæmd, var Karl Marx. Um miðja 19. öld mótaði hann kenningar jafnaóarstefnunnar og rökstuddi bær, Hann verður þvi aó teljast fyrsti og helsti brautryðjandi jafnaðarstefnunnar. Einnig ber aó telja með honum nánasta samstarfsmann hans, Friedrich Engels, sem studdi hann með ráðum og dáð. En sósíaldemókratar eru þó hættir að lita á rit Marx með hugarfari bókstafstrúarmannsins, þ.e. þeir lita ekki á hvert orð hans og hverja kenningu sem óyggjandi sannleiká eða opinberun, eins og enn er gert af korimúnistum og virðist tiðkast i Sovétrikjunum. Árió 1895 birtust ritgeróir eftir l>jóðverjann Edwart Bernstein. v>ar er þvi haldið fram, að hinn bvltingarsinnaði marxismi sé röng stefna. Hann taldi, að þjóðskipulagið mundi brevtast smám saman úr auðvaldsskipulagi i skipulag jafnaðar- stefnunnar. Þess vegna ætti stjórmálastarfsemi jafnaóarmenna ekki að mióa aó bvi að undirbúa hina óhjákvæmilegu byltingu, heldur ættu beir að vinna aó bvi að hraða beirri hróun, sem smám saman væri aó gerast. Jafnaóarstefnan og verkalýðshreyfingin berst hingað til lands á siðustu árum fyrri aldar. Alþýðusamband islands var stofnað 12. mars 1916 og með þvi einnig Albýðuflokkur islands. Þetta var hvort tveggja i senn, samband verka- lýðsfélaganna i landinu og pólitiskur flokkur, sem starfaði á vettvangi sveitarstjórnarmála og þjóðmála. Oft hefur verið stormasamt innan Alþýðuflokks- ins og albýðusambandsins cg bá veriö deilt um leiðir að bvi marki, sem komið gæti islenskri alþýóu að sem mestum notum. Hefur þar verið uppi sá skoðanaágreiningur milli þeirra, sen aðhylltusl leið lýðræðislegra umbóta, og hinna sem aðhylltust byltingarleiðina, hina einu réttu og sönnu. Þrisvar hefur soðið upp úr og fvlking manna gengið úr flokknum (1930, 1938 og 1954). Sameiginlegt i þessari klofningu er, að vinstri hluti eða armur úr Albýðuflokknum gengur út og sameinast flokki til vinstri við hann. Alþýðuflokkurinn hefur niu sinnum setið i stjórn eftir 1918, lengst af með Sjálfstæðisflokki. Meðal annars hefur þetta haft i för með sér, að flokkurinn hefur færst lengra til hægri i is- lenskum stjórnmálum. Úrslit Alþingiskosninga: Ár Atkvæði Þingsætí* 1916 903 1 1927 607 9 4 1934 11269 10 1942 8455 7 1956 15153 8 1959 10632 6 1967 15059 9 1974 10345 5 ^Aðeins talin landskjörin þingsæti Formenn Albýðuflokksins: Ottó N. Þorláksson Jón Baldvinsson Stefán Jóh. Stefánsson Hannibal Valdimarsson Emil Jónsson Haraldur Guðmundsson Gyldi Þ. Gislason Benedikt Gröndal Kjartan Jóhannsson Afstaða til ýmissa mála: NATO og hersins: „Alþýðuflokknum er ljóst, að afnám hvers konar hernaðarbandalaga er alger forsenda fvrir raun- hæfri friðvæðingu i heiminum og afvopnun allra bjóða. Þess vegna styður hann og leggur áherslu á alla raunhæfa viöleitni er stefnir að bvi marki marki."(Stefna Albýðuflokksins, 30. bls.) Þetta segir i stefnuskrá flokksins, en hafa flokksmenn farið bókstaflega eftir þessu? Þeir halda bvi fram að íslendingar eigi að halda tryggð við Sameinuðu Þjóðirnar og vera aðilar að þeim samtökum, og einnig eigi að hafa náið sam- starf með Norðurlandaþjóðunum. Meóan þjóðir Framhald á bls. 121.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.