Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 20

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 20
Fram/óknarflokkurinn Aðdragandi og stofnun. Sá maóur, sem átti hvaó mestan þátt i hugmyndafræðilegri skipulagningu þess flokkakerfis, er við búum við, var Jónas Jónsson frá Hriflu. Jónas var lengi ritstjóri Skinfaxa, blaðs ungmennafélagshreyfingarinnar, og vakti athygli hvers einasta mannsbarns á landinu með skrifum sinum. Jónas hvatti menn til nýrrar flokkaskipunar i landinu, svipaðrar og væri í öðrum lýðfrjálsum menningarlöndum. Ihaldsmenn, hægri menn, áttu að mynda sérflokk, en menn, sem vildu hraóa framsókn lands og lýðs i anda frjálslyndis, vinstri menn, ættu aó vera annar flokkur. Féllu þessar kenningar i góðan jarðveg. Stéttaskipting annars áratugarins hlaut aó leiða til stofnunar tveggja flokka íhaldsandstæðinga; launafólk í kaupstöðum og kauptúnum hlaut aó setja sér mun róttækari stefnuskrá en samrýmdist viðhorfi bænda og mió- stéttarfólks. Árió 1916 voru svo stofnaðir tveir af þeim stjórnmálaflokkum, er teljast elstir i landinu og enn starfa, og var Jónas einn gildasti frumkvöóull þeirra beggja, Alþýóu- flokkur og Framsóknarflokkur. Framsóknarflokkur var byggður á grunni tveggja sívaxandi félagshreyfinga í landinu, samvinnuhreyfingarinnar og ungmennafélagshreyf- ingarinnar, þar sem stuóningur vió samvinnu- félögin og efling þeirra yrói eitt aðalstefnu- skráratriðið. Fyrstu tvo áratugina á ferli sín- um byggði flokkurinn starfsemi sina fyrst og fremst upp sem dreifbýlisflokkur meó hagsmuni bænda í öndvegi, en allt til 1942 var Framsókn- arflokkurinn aðalforystuaf1 islenskra stjórn- mála og sat að fimm árum undanskildum óslitið i ríkisstjórn á árunum 1917-42, auk þess að veita ríkisstjórn forstöðu óslitið 1927-42. Kjördæma- skipunin hefur lengi verió hagstæð dreifbýlinu, og sem dreifbýlisflokkur hafói Framsóknarflokkur- inn hlutfallslega sterkari stöðu á Alþingi en folst i almennu kjörfylgi hans, allt til 1942, að i kjölfar róttækra kjördæmabreytinga náói Sjálfstæðisflokkur aóalforystustöóu á þingi. Eftir seinni heimsstyrjöld hefur Framsókn- arflokkur jafnt og þétt haslaó sér völl í þétt- býli, og má ætla, að nú komi um 2/3 hluti atkvæðamagn.;. flokksins þaðan. Fylgisgrundvöll- ur Framsóknarflokksins hefur samhlióa sókn i þéttbýli orðió mun blandaóri en áóur, og þrátt fyrir þaó að leggja áfram þunga áherslu á stuðn- ing við bændur og samvinnuhreyfingu, hefur flokkurinn náð allnokkrum itökum í félögum launafólks á mölinni og á meðal smáatvinnurek- enda i einkarekstri. Skipulag Framsóknarflokksins er i aðalatrið- um á þá leió, aó heildarstjórn hans er i höndum þriggja stofnana, flokksþings, miðstjórnar og framkvæmdastjórnar. Staðbundin stjórn flokks- ins er i höndum flokksfélaga og kjördæmasam- banda um allt land. Æðsta vald i málefnum hans er i höndum flokksþings, sem eigi skal halda sjaldnar en fjórða hvert ár, en hin sióari ár hefur venjan verió sú að halda flokksþing sama ár og kosið væri til Alþingis. Meginverkefni flokksþings er aó marka stefnu flokksins i lands- málum og setja honum lög. Framsóknarflokkurinn er áhrifarikur i sveitastjórnum um allt land, en mest og öruggast fylgi hefur flokkurinn haft i Norðurlandskjör- dæmunum báðum og Austurlandskjördæmi, þar sem fylgið hefur að jafnaói verið allt að 40-45%. Á sióustu árum hefur flokkurinn að jafnaói hlotið 24-28% atkvæða, ef frá er talið 16,8% 1978. Laust fylgi flokksins virðist hafa auk- ist til muna á siðustu árum sem og annarra flokka. I stuttri skólablaðskynningu er ókleift aó gera stefnu flokksins góð skil, en þó auðvelt að skilgreina meginlinur i afstöóu flokksins til meginmálaflokka, svo sem efnahags-, félags- og utanrikismála. Kjarninn i stefnu flokksins hefur verið

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.