Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 22

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 22
/jáf/tœdi/flokkurinn Flokkur einstaklingsfrelsis og valddreifingar. Sjálfstæðisstefnan. Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 25.maí 1929 og hefur frá upphafi verið fjölmennasti stjórnmálaflokkurinn. En hver er stefna hans? Kjarninn i ágreiningi hinna ýmsu stjórnmálastefna kemur vel i ljós, þegar að þvi kemur að taka afstöðu til skipunar eignarréttarins í þjóðfélag- inu og rekstrarforms framleiðslutækja þess. Afstaða Sjálfstæðisflokksins til þess ágreinings- efnis er sú, að atvinnutækin skuli yfirleitt vera í eigu einstaklinga og félaga þeirra og rekin af þeim. 1 þessu birtast meginandstæður hins frjálsa hagkerfis - sem Sjálfstæðisflokkur- inn aðhyllist og grundvallast á eignarétti ein- staklinganna og frjálsri samkeppni, en takmörk- uðum afskiptum ríkisins af efnahagsstarfseminni - og hinu sósxalíska hagkerfi, sem byggir á bví að ríkið eða aðrir opinberir aðilar eigi og reki öll helstu framleiðslutæki þjóðfélagsins, þ.e. þau séu þjóðnýtt og áætlunarbúskapur sé tekinn upp. Enda þótt gengið væri ut frá meginásökun and- stæðinga séreignarskipulagsins á hendur þvi skipulagi, að einkaatvinnurekandinn hugsi einkum um það að hagnast sem mest, en ekki hvaó þjóðinni er fyrir bestu, þá verður ljóst við nánari athug- un, að einmitt i þessu er fólgin skýringin á sér- eignarskipulaginu sem virkasta og áhrifaríkasta hagkerfi sem þekkst hefur. Til þess að fullnægja hagnaðarhvöt sinni verður atvinnurekandinn að inna af hendi eitthvert starf sem er mikilvægt frá sjónarmiði annarra og fullnægir þeirra þörfum. Ágóði hans er undir tvennu kominn, hversu ódýrt honum tekst að framleiða vöru sina og hversu vel honum tekst aó selja hana. Þannig verða það óskir og þarfir nevtendanna eins og þær koma fram i kaupum þeirra á markaðnum, sem ráða úrslitum um það, hvað framleitt skuli. Um leið og einstaklingurinn sinnir þannig hagnaðarvoninni sem er i eðli sinu eigingjörn hvöt, innir hann af hendi þjóðhagslega mikilvasgt starf. Þá trvggir séreignarskipulagið þá verkaskipt- ingu milli einstakra atvinnurekenda, sem er nauð- synlegt skilvrði skynsamlegrar hagnýtingar fram- leiðslubáttanna, þannig að afköst framleiðslunnar séu sem mest, og best samræmi sé milli framleiðslu. og þarfa. Eigendur framleióslutækjanna hafa hver um sig sérþekkingu á þvi, hvernig þau verða best hagnýtt. Hin sama á að sinu leyti við á við- skiptasviðinu, þvi að þeir, sem sjá um dreifingu framleiðsluvaranna, kosta kapps um að þekkja sem best óskir og þarfir viðskiptavina sinna og að sja um að þeim verði fullnægt sem best. 1 hinu frjálsa hagkerfi, sem sjálfstæðisstefn- an berst fyrir, verða bað þannig óskir og þarfir þjóðfélagsþegnanna, sem raunverulega stjórna fram- leiðslustarfseminni og viðskiptalifinu. í hinu sósialiska hagkerfi verður það á hinn bóginn vilji valdhafanna og skoðanir beirra á börfum borgaranna, sem mestu og oft öllu ráða. Hér er komió að hinum nánu tengslum sem eru á milli skipunar efnahagskerfisins og stjórnar- háttanna. Það er engin tilviljun að lýóræóis- legir stjórnarhættir hafa ekki verið taldir henta þeim rikjum sem búa við sósialiskt hagkerfi. Lýð- ræðisskipulagið er annars vegar natengt hinu frjálsa hagkerfi með þeirri dreifingu efnahaas- valdsins, sem leiðir af séreignarréttinum, en fær hins vegar ekki samrýmst hinu sósialiska skipu- lagi i efnahagsmálum. I séreignarskipulaginu ráða margir yfir framleiðslutækjunum, bannig aó hvorki einn aóili né fáeinir geta fengið of mikið vald yfir efnahagslegri afkomu einstak- linganna. 1 sósialisku skipulagi, þar sem rikið er eini atvinnurekandinn, fengju stjórn- völdin á hinn bóginn algert vald yfir efnahags- legri afkomu allra borgaranna, þvi beir hefðu ekki til annarra að leita til þess að hafa ofan af fyrir sér og sinum. Menn geta sagt sér sjálf- ir, hvaða afleiðingar liklegast er að andstaða gegn vilja slikra yfirvalda mundi hafa. Hér við bætist, að telja verður pólitiskt einræói bein- linis skilyrði fvrir bvi, að hin sósialiska skipulag geti verið starfhæft. 1 hinu sósialiska þjóðnýtingarskipulagi fengju yfirvöldin ráð yfir öllum framleiðslutækjum, prentsfiiðjum og opin- berum samkóinustöóum, svo að hætt er við, að litió yrði úr grundvallaratriðum stjórnmálalegs lýð- ræðis,prentfrelsis. skoðanafralsi og fundafrelsi. Eitt af sérkennum sjálfstæðisstefnunnar er, að hún hefur hagsmuni allra stétta fyrir augum. Sjálfstæðisflokkurinn er mótsnúinn þeim tilraunum að efna til óvildar og togstreitu milli hinna ýmsu starfstétta og afneitar kenningum um óumfl- ýjanlega stéttabaráttu. Grundvöllur sjálfstæðis- stefnunnar er sá, að vegna þess hve hagsmunir stéttanna eru í raun og veru samofnir, hljóti þær að eiga samleið. Þess vegna er eitt af megin- kjörorðum sjálfstæðisstefnunnar: „Stétt með stétt" Atvinnustétt er heldur ekki óumbreytanlegur hónur manna. 1 framfaraþjóðfélagi einkaframtaks er stéttaskiptingin breytingum háð, sonur er annarrar stéttar en faðir. íslenskt þjóðlif getur aldrei einkennst af rigskorðaðri stéttaskiptingu. Unnió m.a. úr bókinni Sjálftæóisstefnan. Anton Pjetur þorsteinsson Steinþór Asgeir Als

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.