Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 24

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 24
agsins fá einungis: rektor, kennarar, portner, inspector scholae, scriba scholaris, quaestor scholaris, inspector platearum, formaður fél- agsheimilisnefndar, formaður leiknefndar, fors- eti Listafélagsins, verslunarstjóri Guðjóns, skólastjórnarfulltrúar nemenda og ritstjóri Skólablaðsins. Hverjum framantalinna er heim- ilt að hafa með sér einn gest. Þorsteinn Halldórsson, 6.BD. Þorsteinn Halldórsson, 6.BD, kvaðst gera betta fyrir embættismenn næsta árs. Sagði hann, að ekki ætti að mismuna embættismönnum. Annað hvort ættu allir að fá boðsmiða eða enginn. Marinó G. Njálssyni, 6.Y, fannst fyrri tillagan alger vitleysa. Hvatti hann fólk til að sam- þykkja seinni tillöguna, þvi að þetta skapaði betra félagslíf. Reinharð Reinharðsson, 6.Z, sagði, að það væri mjög lélegt, ef embættismenn byðu sig fram einungis út af boðsmiðunum. Valur Pálsson, 5.M, gerði grein fyrir fjárhags- hliðinni á boðsmiðamálinu. Þetta myndi kosta 3000 kr. miðað við 7 embættismenn og 7 böll. Karl Th. Birgisson, 4.A, benti Marinó á að bað væri andskoti illa statt skólafélag, þar sem menn byðu sig einungis fram til að fá boðsmiða. Vonaði hann, að nemendur bvðu sig ekki fram í vor boðsmiðanna vegna. Þorsteinn Halldórsson, 6.B, sagði, að þar sem hljómgrunnur virtist ekki vera mikill fyrir boðsmiðunum, skyldu fundarmenn bara samþykkja fyrri tillöguna og bætti við: „Þá sláið þið tvær flugur i einu höggi og losnið við Jóa Sæm af böllunum lika." V. Skólafundur haldinn i kjallara C.N. samþykkir: Við undirritaðir gerum það að tillögu okkar að nafninu á verslunarbústaðnum Guðjóni verði breytt i Verslunin Jörundur , þar sem nafnið Guðjón hefur misst þá sérstöðu, sem það hafði á sinum tima, en Jörundur hlotið þann sess. Skúli Gunnarsson, 6.S, Magnús B.Baldursson, 6.B, Árni þorvaldur Snævarr, 6.AC, Bjarni Guðmarsson, 6.D. Enginn undirritaðra vildi tala fyrir til- lögunni. Agúst Sverrisson, 4.C, kom i pontu og var hlynntur tillögunni. Sagði, að sér fyndist nafnið Guðjón vera með lágkúrulegustu nöfnum i islensku, en Jörundur væri hins vegar bæði hljómfagurt og þjóðlegt. Væri óþörf ihalds- semi ef nafninu vrði nú ekki breytt. Siguður Jóhannesson, 6.Z, sagði, að bað væri galli á tillögunni, að viðkomandi lagasetning- ar um verslunarb. Guðjón væru ekki tilteknar. Þetta yrði þvi i mestalagi ályktun. Næstur sté Karl Th. Birgisson, 4.A, i pontu. Fannst honum tillagan koma fram bara til að breyta breytinganna vagna og fannst engin ást ástæða til að breyta. Gisla Óttarssyni, 5.X, fannst skynsamlegast að kalla Herranótt Jörund. Eyjólfur Jónsson, 6.AC: „Hvernig væri að kalla kakósöluna Jörund? Ha? Er það ekki tilvalið?" Helgi Grimsson, 4.C: „Ég er fávis maður og hef ekki hugmynd um það, hver þessi Jörundur er, og vildi gjarnan fá að vita þaö." Ekki virtist neinn vita nokkuð um Jörund. Reinharð Reinharðsson, 6.Z: „Ég er ekki hlynnt- ur þvi að kalla kakósöluna Jörund. Frekar Jörund i Kakólandi." Marinó G. Njálsson, 6.Y,kom með breytingartil- lögu, þar sem sagði, að nafninu á Félagsheimil- isnefnd yrði breytt i Jörund i Kakólandi og lögunum breytt til samraanis við það. Breytingartillagan var sambykkt. Þorsteinn Halldórsson, 6.A: „Jörundur er svina- hirðir uppi i Kjós, þannig að nú eruð þið búin að bæta ykkur i hóp svina hans." VI. Skíólafundur haldinn i kjallara C.N. 10.3.'81 ályktar: Frjáls skólasókn verði tekin upp i 6.bekk hið fyrsta. Þó sé öllum skylt að sækja verk- legar og skriflegar æfingar. Sigurður Jóhannesson, 6.Z, Árni þorvaldur Snævarr, 6.AC, Magnús B. Baldursson, 6.B Steingrimur A. Guðjónsson,6.Z Reinharð Reinharðsson, 6.Z. Siqurður Jóhannesson,6.Z, talaði fyrir tillög- unni. Fannst honum rétt, að vilji nemenda kæmi fram, þótt Skólafundur hefði ekki ákvörðunar- vald i þessum efnum. Vildi hann efla umrsður um þetta mál og fá fram vilja nemenda. Sagði hann ætlun sina með tillögunni, að nemendur fengju að standa á eigin fótum i 6.bekk og fengju þannig æfingu i að vinna sjálfstætt. Jón Óskar Sólnes, 6.Z, tók undir orð Sigurðar og las upp úr reglugerð um menntaskóla, þar sem segir: „Það er markmið menntaskóla að efla og þroska nemendur sina, veita þeim almenna menntun að loknu miðskólanámi og búa þá undir háskólanám og bátttöku i lifi og starfi bjóð- félagsins." Siðan sagði hann: „Vil ég, að farið sé eftir þessari reglugerð, en ekki haft neitt yfirvald hérna, sem hótar að sparka mönn- um á haf út, sem eru með uppundir 90% mætingu. Allt svona barnalegt eftirlit og sandkassaregl-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.