Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 25

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 25
ur eiga ekki heima hér, sérstaklega ekki i 6. bekk." Væri e.t.v. annað með yngribekkinga. Mætti deila um þaó. Jón Óskar vitnaði enn i reglugeró um menntaskóla (15.grein): „Kennslu skal i hvivetna miða við aó glæða hugsun og andlegan heiðarleik nemenda." „Þetta fyrirfinnst ekki i þessum skóla", sagði hann. „Öll sjálfstæð hugsun er brotin á bak aftur hérna. Hérna er aóalatriðið að koma og fá punktinn sinn og liggja svo sofandi i timum. Þaó hlýtur að vera öllum ljóst, að það er nauósynlegt öllum sjöttubekkingum að fá mætingafrelsi. Þeir eru hér af fúsum og frjáls- um vilja og þurfa að kvnnast þvi að lifa sjálf- stæðu lifi, en ekki e-m stundatöflulifnaði!" VII. Skólafundur haldinn i kjallara C.N samþykkir: Grein 25.2 breytist og hljóði svona: ...... Kjörstjórn telur atkvæði, og verða tveir atkvæðahæstu frambjóðendurnir i kjöri, bó og þvi aðeins, að þeir hafi hlotið samanlagt 2/3 hluta greiddra atkvæóa, en hvor um sig eigi minna en 1/4 hluta greiddra atkvæða. Einu skal gilda hvort sá, sem atkvæðið fær, situr fundinn eða ekki. Kjörstjórn kemur framboðum til aðal- kjörstjórnar. Hljóti ekki tveir menn 2/3 hluta greiddra atkvæða, skal kosið að nýju milli 5 þeirra, er flest atkvæði hlutu, þar til lögleg framboð hafa fengist. Við hverja kosningu skal atkvæóalægsti maður felldur burt og kosið milli hinna, þar til tveir standa eftir. Hljóti einn maður yfir 3/4 hluta greiddra atkvæóa við kosn- ingu til framboðs i embætti inspectors scholae, er hann sjálfkjörinn. Auðir atkvæðaseðlar telj- ast greidd atkvæði, en ógildir ekki." Marinó Gunnar Njálsson, 6.Y Marinó G. Njálsson, 6.Y, talaði fyrir tillög- unni og sagði þessa tillögu koma vegna erfið- leika við inspectorskjörið. ffitti hún að koma veg fyrir slikt framvegis. Önnur mál: Valur Pálsson, 5.M: „Við Ásgeir Sigurðsson, 6.Z höfum ákveðið að beina þeirri áskorun til Skólafundar, aö hann samþykki tillögu þess efn- is, að það verði haldin kosningavaka á kosning- adaginn, þar sem nýjustu atkvæðatölur komi, skemmtiatriði o.fl. Var tillaga þeirra samþykkt. Sif Friðleifsdóttir, scriba scholaris. Örslit atkvæðagreiðslu urðu þau, að tillög- ur um embætti tækjavarðar, frjálsa skólasókn i 6-bekk og inspectorskjör voru samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, en tillögur um atkvæðisrétt þriðjubekkinga, boðsmiða og nafnið á Félagsheimilisnefnd voru felldar. Framhald af bls. 115 (Alþýðuflokkurinn). Svrópu og Ameriku hafa með sér varnarbandalag til þess að tryggja frið og valdajafnvægi i heiminum, telur flokkurinn að ísland eigi að vera i Atlantshafsbandalaginu, þar eð i þvi eru flestir nágrannar Islendinga. Einnig telur Alþýðuflokkur- inn að samþykkja eigi dvöl erlends varnarliðs á íslandi, meóan heimsfriður er ekki tryggari en nú Kjördæmismála: Alþýðuflokkurinn hefur staðið að öllum breyt- ingum» sem geröar hafa verið á kjördænaskipun- inni, siðan hann var stofnaður. Enn álitur flokk urinn, að þörf sé breytinga. Landhelginnar: Alþýðuflokkurinn berst fvrir þvi að tryggja sjálfstæði og fullveldi „islensku þjóðarinnar, öryggi hennar og alger yfirráö yfir landi, land- grunni og hafinu yfir þvi" (Stefna Alþýðuflokks- ins, 30. bls.). Af gerðum sinum á þingi á að vera ljóst, að flokkurinn hefur ávallt stutt 200 milna lögsögu með ráðum og dáó. Önnur mál: 1 mörgum málum hefur Alþýðuflokkurinn gengið fram af kappi og náð verulegum árangri. Má þar nefna mál um kosningaaldur, húsbvggingamál, launa' jafnrétti kvenna og siðast, en ekki sist, i sam- bandi við almannatryggingar. Rvk., 17.3. 1981. Jón Gauti Guðlaugsson. Fundi slitið.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.