Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 26

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 26
VETUR, blaö Herranætur eöa skólans? Við undirritaöar viljum lýsa furðu okkar á nýútkomnum VETRI, hvað snertir mvndaval og frá- gang. Við gerðum lauslega könnun á bessu og fara niðurstöður hér á efti'r: Fjöldi nemenda i skólanum: 810 Fjöldi virkra meólima i Herranótt: 40 (u.þ.b.) Heildarfjöldi mynda i blaðinu: 270 í-lyndir af öðrum en Herranæturmeðlimum: 160 Myndir af Herranæturfólki: 110 Bls.fjöldi alls: 64 Bls.fjöldi með mvndum af Herranótt: 10 Myndir af einstökum meðlimum Herranætur: l.Árni Snævarr, 6.-A: lbls m. 8 myndum + 5 mynd ir. 2.1ndriði Benediktsson, 6.-S: 10 myndir. 3. Róbert Jóhannesson, 6.-X: 1 bls m. 5 mvndum + 2 myndir. 4. Karl Blöndal, 6.-BD: 7 myndir. Auk þess voru 3-4 myndir af nokkuð mörgum öðrum (á við um Herranæturfólk.) Til gamans eru hér nokkrar prósentutölur: Virkir meólimir Herranætur: 4,98% af nemendum skólans, en myndir af beim í blaðinu eru hins vegar um 40,7% Þessar tölur sýna að aðstandendum blaðsins finnst óþarft að angra aðra nemendur skólans með eilifum myndatökum, þess i stað fórna þeir sjálfum sér, vinum og kunningjum fyrir hinn almenna nem- anda, svo að hann geti haft ánægju af blaðinu. Við færum þeim þvi hér með innilegar bakkir og erum sannfærðar um að flestir nemendur skólans taka undir með okkur. Hvaó frágang snertir, viljum við minnast ii-tillega á eitt atriði, þ.e. mvndir eru margar hverjar óskýrar, myndtextar eru sóðalega skrifaðir betur hefði farið á að vélrita þá. Plássnýting er vægast sagt léleg, sums staðar aðeins ein til tvær myndir á blaðsióu og slika óráðsiu er ekki hægt að leyfa sér á kostnað nemenda. Gunnþóra Halldórsd. 4 . —TJ Maria Heimisdóttir , 4 . -íl Nokkrar athugasemdir frá hans hátign VETRI konungi. (Hafið VETUR vió hönd er þér lesið þessa grein.) Æruverðugu þegnar, oss hefir borist bréf nokkurt til umsagnar. Þykir oss það leitt, en i bessu bréfi eru ótalmargar rangfærslur. Hefði það verið öllu heilladrýgra ef skrifarar bréfsins hefðu komið að máli við mig og fengið réttar upp- lýsingar strax og beðið með að hlaupa i Skóla- blaðið. Það hefði verið meir i anda nútima- rannsóknarblaðamennsku. En þar sem júngfrúrnar kusu að fara þessa leið, neyðumst vér til að veita þessu nökkurar leió- réttingar: Aths.no 1: Vér undirritaðir, Indriði Benedikts- son, Vetur konungur, höfum aldrei og munum aldrei vera meólimur i hinu vafasama fyrirtæki Herranótt, þaðanafsiður „virkur meðlimur" i Herranótt og ekki einu sinni „óvirkur" meðlimur. Aths.no 2: Karl B. Blöndal varð ekki meðlimur i Herranótt fvrr en hann kvnntist Stefaniu Þor- geirsdóttur, vafasömum Herranæturmeðlim. Eru allar myndirnar af honum i Vetri teknar áóur en það geróist. Aths.no 3: Ekki er ljóst hvað jómfrúrnar eiga vió með „virkur irieðlimur i Herranótt" en ef við gerum ráð fyrir að það séu þeir sem unnu á ein- hvern hátt við leikritið, eru það ekki 40 stk. heldur 32 stk. ocr eru þaó þvi 3,95% en ekki 4,94% af nemendum skólans. Þetta er ekki eina danið um ranga tölfræðiút- reikninga. Nefna má að þær stöllur halda bvi fram að myndir af Herranæturmeðlimum séu 40,7% en hið rétta er að 285 af beim 604 búkum sem i blaðinu birtast eru Herranæturbúkar. Þetta gerir 47,18%. ÞÓ má deila um hvort myndin á 5. bls. sem er af kroppnum á Halldóri SigurbjörnsSvni 6.-A en með andlit Ásgeirs Vals Klukkukólfs sé af Herranætur- meðlim eða ekki. Aths.no 4: „Myndir af einstökum meðlimum Herranætur": 1. Myndir af Arna Snævarr eru langt i frá að vera 13 talsins þær eru 46. 2. Indriði Benediktsson (vér) hefur 10 myndir af sér i blaóinu og er það réttilega talið. 3. Róbert Jóhannesson er á 12 myndum i blaðinu en ekki 7 (Big Chief á bls. 36 og eitt trölliö i ffivintýramyndasögunni.)

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.