Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 30

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 30
ráðherrann sendi, með heimastjórnarlögunum 1903, sem merki íslands,var teiknaður eftir einhverjum uppstoppuðum fálka og bótti heldur lúpulegur og lítil reisn vfir honum, bar sem hann var með aðfellda vængi. Heimildir um skjaldarmerkjafræði hef ég sótt í rit Guðnýjar Jónasdóttur, Skjaldar- merki Islands, og i tvær enskar bækur sem hún lánaði mér,Heralds and History eftir Roger Milton og Beraldrv eftir MacDonald. Ennfrenur veitti Heimir Porleifsson mér ýtarlegar upplýsingar um sögu fánanna sem hér hefur verið rakin. Kann ég beim miklar bakkir fyrir hjálpsemina. Þorsteinn Halldórsson,6.-BD. Smáskammtur úr Fitjaannál 17. aldar. Tileinkað þeim sem áhuga hafa á fræðum Jóns Grindvikings: Anno 1609: 1 kastalanum Emaus á Jórsala- landi var fæddur sveinn sá, er tviskiptur var upp frá nafla. Hann hafði 2 brjóst og 2 höfuð, tvenn skilningarvit, opt drakk annar, annar ekki, annar át þá og svaf, er annar vakti; þeir börðust oft og lustust; lifðu þeir 2 vetur og 3 sumur, og lifði annar 4 dögum lengur en annar. Anno 1646: Þann 24. Martii í Efra-Lang- holti i Hrunamannahreppi átti ein kýr svo óskap- legan kálf, sem hér eptir fylgir: Höfuðið var kringlótt, sem á sel, en þó meó langri trjónu, álika og svínsrani, með einni nös opinni og aflangri, nærri upp i miðjum skoltinum, með löngum kjálkum og mjóum og hvössum tönnum, engir jaxlar ofan til, kjapturinn tók upp gagn- vart hlustunum, og voru þvi augun alla leið við kjaftvikin, eyrun stór og loðin, tóku því hartnær ofan á miðja trjónuna fyrir framan augun, bógarnir hartnærri kjálkunum; á milli bóganna á bringunni voru fjórir spenar, hrygg- urinn samanbeygður i hlykki, út og inn á báðar siður, og svo samankrepptur, að frá rófu og fram að eyrum var ekki lengra en stutt spönn; rófan að lengd hálft þriðja kvartil; lá hún fram á milli eyrnanna ofan eptir trjónunni, var hún með hala sem á tvævetru nauti; vömbin svo stór sem i veturgömlu nauti, og þar eptir önnur innyfli;fæturnir mjóir og stuttir, sem á geit, og voru rétt handfang meó klaufunum; höfuðið jafnstórt sem bolurinn, án lifrar og lungna og hjarta, aó þeirra meining sem þetta sáu. Anno 1667: Það sumar fæddist einn óskap- legur burður af einni konu i F1jótsdalshéraði; það var höfuðlaust, munnurinn á brjóstinu, augun á öxlunum, en niður frá allt saman sem selsmynd. Anno 1683: i Þingeyjarþingi fæddist barn með 6 fingrum á hvorri hendi og 6 tám á hvorum fæti, einu eyra og hári á herðum ofan, án kyn- farsþekkingar hvort piltur eóa stúlka væri, dó strax eptir skírnina. Fyrir þá sem unna mögnuðum heimsádeilum: Anno 1670: Fátækan mann i Seyðisfirði dreymdi, að hann þóttist sjá mann sér ókenndan. Þann spurði hann að heiti. Hinn kvaðs heita: Ráðsvinnur, Ráðhollur, Ráðgjafi og kvað hann svo visu þessa: Hætta stór heiminn er allt i kring undan fór iðrunar áminning enginn hana aktar neitt, allfáir geyma, er því bruna bálið heitt búið þeim gleyma; sjáið við, senn líða tíðir, brúsalið blæs hart og stríðir, lömb og kið leiðast um sxóir. Einn og sérhver sjái að sér, kemur, kemur, kemur snart snart kemur óvart. Ætlað tilvonandi stjörnufræðingum: Anno 1645: Þann 4., 5. og 6. Octobris sást onatturuleg formyrkvan á sólunni í sama mund hvern dag, frá því i millum dagmála og hádegis, og nær fram að miðmunda; sólin varð rauð sem blóð og svört, hvað ógnarlegt var að sjá. Anno 1670: Januarii til Stralsund skeði svoddan teikn, að þá sáust i loptinu 2 stjörn- ur til vesturs, önnur sunnar en önnur norðar, á sama tima. Norðurstjarnan rann fljótlega til suðurstjörnunnar, og sem þær voru mjög nærri hvor annari komnar, út komu af þeim rauðar

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.