Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 31

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 31
hendur og handleggir með rauóum sverðum, að formi sem pólsk og tyrknesk slagsverð eða söx plaga að vera, og sló hvor annari i mót, högg á móti höggi, og sýndist sem hvor gengi inn undir aðra og steyttust með hnefum, svo að eldgneist- ar flugu af. Síðan skundaði norðurstjarnan til síns fyrra staðar með útréttum höndum, en rann strax aptur undir hina og slóst við hana sem fyr, hvað að skeði i 5 reisur. En í 6. sinni, sem þær höfðu harðlega slegizt, kom hvor annari svo nær, að norðurstjarnan rann saman við suð- urstjörnuna, og varð svo ein úr báðum, en sverðin og hendurnar hurfu. Þetta varaði frek- an hálfan tima. Til heiðurs vetrinum 1980 -'81: Anno 1633: Þá var harði veturinn mikli, hver aó byrjaðist hálfri briðju viku fyrir jól, og varaði allt að fardögum um vorið. Þá var mikill peningafellir og hrun, og niðurfall af þeim strax á jólum. Heylevsi víðast. Fyrir snjónum komst fólk ekki að sjónum. Þá voru blotar og áfreðar. I annari viku þorra kom svo mikill snjór, að hesta fennti á sléttum velli, og enginn maður af elztu mönnum, sem þá lifðu, mundu þvilikan vetur. Enginn sauður né fær- leikur lifði, sem eigi var hey gefió. Hestar og færleikar átu tré, torf og veggi, þeir lif- andi þá dauðu, einninn sauðirnir lifandi bá dauðu. Margt til bar þá ógnarlegt. Fé dó i fjárhúsum, þó neyðarlaust væri af svengd, með undarlegri aðsvipan, svo mönnum ofbauð bar inn að koma, og kirkna af prestum né sóknarfólki. Ekki vatnaði peningi nema einu sinni i viku sumsstaðar, varla komizt milli fjárhúsa og bæja. Fennti fjárhús með fé og fundust ekki. Peninginn fennti og hrönnum, á Kjalarnesi 1 hundrað hesta, einninn i Borgarfirði allmarga. Þá urðu miklir og undarlegir tilburðir. Þennan kölluðu margir Hvítavetur. FRJALS UM EVROPU Otakmarkað ferðalag með járnbraut í 30 daga Brottfarardagar: 20. maí - 27. maí 10. júní - 24. júní 8. júlí - 22. júlí 5. ágúst - 26. ágúst Innifalið: Flugfarseöill fram og aftur - Luxemborg. Ótakmark- að ferðalag meö járnbraut í 30 daga um Evrópu. Nánari upplýsingar á aöalskrifstofu og hjá umboösmönnum. SIMI 26900

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.