Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1985, Síða 3

Skólablaðið - 01.12.1985, Síða 3
Editor Dicit Eins og allra annarra vorkosninga mun hinna síðustu lengi minnst fyrir ýmissa hluta sakir. Þá var sú voveiflega fregn kunngerð nemendum Menntaskólans í Reykjavík, að ritnefnd næsta árs hefði verið sjálfkjðrin. Var eigi örgrannt um, að allflestum heilskyggnum og skyni gæddum mönnum fyndist þetta óhugn- anlegt og hrysi hugur við, þar sem al- kunna er, að menn þessir eru þekktir að hyskni og ábyrgðarleysi í félagsstörfum, auk þess sem þeim er brigslað um hneykslanlega deyfð í námi. En um sama leyti geystust Bixarar, sem kólfi væri skotið, á drykkjukrá líka þeim, sem mega heita önnur heimkynni allrar alþýðu manna í löndum, þar sem áfengissýki ásamt tóbaksreykingum er orðin til mestrar bölvunar og verður vart jafnað til annarra óheilbrigðra lifnaðar- hátta. Fimmmenningarnir höfðu engar vöfl- ur á, heldur pöntuðu kampavínsflösku af aldýrasta tagi. Svo gifurlegur var þyt- urinn af þeim feikilega loftþrýstingi sem myndaðist, er tappinn þeyttist úr þröng- um stútnum, að svo var að heyra sem mergð lágfleygra orustuþotna flygi yfir með geysihraða og strykist við hæstu þökin, en geystist síðan jafnskyndilega á braut. Vegna óhugnanlegrar deyfðar nem- enda og illyrmislegra ásakana um gegnd- arlaust bruðl og fjármálabrask ritnefnd- ar auk skefjalausrar sóunar á pappír og bleki þykir nú alveg sýnt, að greina þurfi frá fjárhagsstöðu hennar. í september voru tekin á leigu tvö herbergi í húsinu Amtmannsstíg 2 undir ritstjórnarskrif- stofur. Leigan er 4000 krónur á mánuði, hversu grunnhyggnislega og hvatvíslega sem það sýnist reiknað. Þá er eigi fyrir að synja, að ritnefnd efndi til dansæfingar á Hótel Borg, Gyllta sal, fimmtudaginn 17. október til þess að styrkja enn frekar erfiða fjár- hagsstöðu sína. Kostaði aðeins 250 krón- ur inn, og varð hagnaður af ballinu hart- nær 90.000 krónur. Hefur fjárhagur rit- nefndar verið með bezta móti síðan, enda í höndum hins óbrigðula og traust- vekjandi Þórðar. Vegna sífelldra víxlverkana kaup- gjalds og verðlags hafa æ fleiri sýkzt af svonefndum verðbólguhugsunarhætti og leysa allan vandann með skefjalaus- um verðhækkunum. Kom þetta glöggt í Ijós á næsta balli, sem haldið var skömmu siðar, árshátíð Skólafélagsins. Þá hafði miðaverð hækkað um 150 krón- ur, um 60%. Var árshátíðin vel heppnuð að mörgu leyti, en rannsókn blaðamanna Skóla- Frá ritnefndarkompu. blaðsins sýndi skýrt þá dýrkeyptu reynslu, að svívirðilegt tillitsleysi og óhugnanleg áfengisdrykkja fjölda- margra ylli sífjölgandi slysum, hvort sem þau yrðu á Breiðvegi, Breiðholtsbraut eða heima í bóli. Þó var aldrei ætlunin, að birting slíkrar skýrslu yrpi nokkurri rýrð á opinbera starfsmenn, þá er hafa eftirlit með slíku á hendi við slík tæki- færi. Ýmsir raunsæismenn, sem aðrir kalla svartsýna, í hópi ritnefndar komust að þeirri niðurstöðu eftir gaumgæfilega íhugun, að bezt væri að tilnefna engan úr sínum hóp sem ritstjóra, heldur skyldu allir vera jafnir. Samt varð þessi ákvörðun ritnefndar til þess, að ábyrgðarlausir æsingaseggir, sem engu eira, hugðu gott til glóðarinnar að bera út hviksögur þess efnis, að allt Iogaði i deilum innan ritnefndar og bar- izt væri af mikilli harðýðgi, enda engin nýjung að ótíndur skríll lygi í sauðsvart- an almúgann. Kvað jafnvel svo rammt að þessu, að á barnum í Breiðvegi var rit- nefnd brigslað um að ætla ekki að gefa blað þetta út. Fengu þessar rætnisfullu rægitungur að súpa seyðið af þessum til- búningi, svo sem tlestum þeim, er á horfðu, hlýtur að vera í fersku minni. Er miður, að slíkar gróusögur komist á kreik, þó að flestum þyki nú sýnt, að fregnin sé hviksaga, enda engin nýjung hér í skóla, að hvers kyns kvittir reynist ímyndun ein eða ofskynjanir. Má kyn- legt þykja, hve margir eru ginnkeyptir fyrir auðsæjum lygisögum af þessu tagi og geysast eins og byssubrenndir á hvern þann vettvang, þar sem eitthvað kvað vera á seyði. Er jafnvel eigi alveg ör- granr.t um, að nokkurra vonbrigða gæti hjá æðimörgum, þegar gripið er í tómt, en aðrir eru orðnir hálfhvekktir á sífelld- um hryllingssögum af ægilegum fjár- málahneykslum, sem leitt geta til algerr- ar útþurrkunar mannorðs ágætra manna vegna geigvænlegrar illkvittni, eða ýkj- um þeim og svívirðilea orðhengilshætti, sem lengi hefur viðgengizt í félagslífinu. En öll él birtir upp um síðir. Að lokum vill ritnefnd þakka þeim fjöldamörgu, er hönd lögðu á plóginn við útgáfu þessa blaðs, þó sérstaklega Jóni Guðmunds- syni, sem hefur af þrautseigju og ósér- hlífni séð um handritalestur. Þar sem harla ólíklegt virðist, að nokkurn fýsi að teygja lopann lengur, skal þetta látið nægja.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.