Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.12.1985, Side 4

Skólablaðið - 01.12.1985, Side 4
ANNALL SKÓL AÁRSIN S 1985 þeir heppnast nokkuð vel, en fundar- sókn ekki verið til að stæra sig af. Fram- tíðin er annars í óðaönn að undirbúa keppni MORFÍS og er stefnt í Háskóla- bíó og ekkert minna en sigur. Pressuball á vegum ritnefndar var haldið í Gyllta sal Hótel Borgar. Seldust miðar fljótt upp, og komust að færri en vildu. Heppnaðist ballið vel, utan loft- Frá ræðukeppni M.R. og Versló. Fyrirliði ræðuliðs M.R. tekur við bikarnum. í M.R. er nær enginn grundvöllur fyrir þróttmiklu félagslífi. Stafar það af því að „kaffidrykkjustofa“ M.Rringa, sem samanstendur af litlu rými og bergmáli Alpafjalla, er „salur“ fyrir fundi og aðr- ar uppákomur á vegum félaga innan skólans Stundum fá félög þó lánaðar stofur, og í fyrra var hin myndskreytti, gamli danssalur fenginn að láni fyrir Nóbelskáldið, sem var boðið af bók- menntafélagi Listafélagsins. Aðrir skól- ar hafa fjór-, ef ekki fimmfalt meiri og betri aðstöðu fyrir félagsstarfsemi sína. Má þar nefna M.H., Fjölbraut í Breið- holti o.s.frv. Ekki hjálpar kennslufyrir- komulagið í skólanum til. Ef sterkt er til orða tekið, mætti halda, að allt væri gert til að hindra félagslíf og kynningu ann- arra hluta, en beyging orða og þurrir söguhöfundar teknir fram yfir allt. Það er því í raun undravert, hve öflugt félagslíf er í skólanum. Félög af öllum tegundum ríða á vaðið og berjast gegn mótlætinu. Skólafélagið og Framtíðin eru þau félög, sem mest ber á í félagslífi skólans. Út frá þeim eru svo aftur fleiri félög: Listafélag Skólafélagsins (bók- menntafélag, tónlistarfélag, kvikmynda- félag og myndlistarfélag), Vísindafélag Framtíðarinnar, íþróttaráð skólafélags- ins, ljósmyndaklúbbur og Herranótt, sem er leikfélag skólans. Ekki má gleyma Skóflumannafélaginu, sem í ár endur- tekur barmmerkjabissniss sinn frá því í fyrra. En sökum „hreinsana" innan fé- lagsins er ekki hægt að spá neinu um framhaldið. Ræðunámskeið á vegum Framtíðar- innar var haldið ? í sept., og eins og fyrri ár voru það mestmegnis þriðju- bekkingar, sem tóku þátt í námskeiðinu, sem er gagnlegt og nauðsynlegt hverjum manni. 17. sept. var keppnin Orator minor (ræðumaður skólans) haldin, og hlaut þar Hlynur Grimsson titilinn Orator minor. 19. sept. var einn æsilegasti viðburður skólaársins, en þá eru þriðjubekkingar boðnir velkomnir með tolleringu sem sjöttubekkingar stjórna. Síðan voru bus- arnir leiddir inn í rétt og á leiðinni þang- að klínt á þá ýmsum litum og fleira. Sök- um eggja, ilmvatna, sósulita og fleiri eft- irsitjandi hluta vatt rektor sér inn í rétt- ina og stöðvaði athöfnina. Segja kunn- ugir, að fjórðubekkingar eigi sök á þessu. Þetta einsdæmi í sögu mennta- skólans setti leiðinlegan svip á tollering- una. Um kvöldið var svo haldin dansæf- ing í Þórscafé. Heppnaðist hún stórvel, og troðfylltist húsið snemma um kvöld- ið. Fjárhagur Herranætur, sem sá um ballið, er góður þessa stundina, og ætti sýning félagsins að ganga upp fjárhags- lega. Skólafundur var haldinn 26. okt., og vakti þar einna mesta athygli tillaga þeirra Birgis Ármannssonar, forseta Framtíðarinnar, og Ólafs Stephensens. Tillagan felur í sér, að þriðjubekkingar fái fullan atkvæðisrétt í inspectorskosn- ingum. Bókmenntafélag og tónlistarfélag Listafélagsins hafa verið öflug. Var bók- menntakvöld 9. okt., og lásu þar Sjón, Þór Eldon og Jóhamar upp úr verkum sínum með nýrri upplestrartækni. Ágætt kvöld, en léleg aðsókn. Bubbi Mortens hélt tónleika í Cösu á vegum tónlistarfé- lagsins. Heppnuðust þeir mjög vel, og varð húsfyllir. Myndlistardeild er að fara af stað, m.a. með myndlistarnámskeiði. Kvikmyndadeild er enn í „startholun- um“, og skýrist starf hennar seinni hluta vetrar. Hin árlega ræðukeppni milli M.R. og Verzló fór fram í vélritunarmusteri hinna síðarnefndu. Tefldi Framtíðin þar fram nýju ræðuliði, utan Hlyns, og að sjálf- sögðu sigraði M.R. í annars jafnri og tví- sýnni keppni. Tveir málfundir hafa verið haldnir, það sem af er vetri, annar um ágæti og skaðsemi kannabisefna. Hafa ræstingin, sem staðurinn býður upp á, er fyrir neðan allar hellur, sem sé engin. Náði ritnefnd mörgum góðum myndum, sem hugsanlega eru ekki birtingarhæfar í blaði þessu, en verða birtar síðar. Haustþing Visindafélagsins var haldið 23. okt., og 30. okt. hélt Ágúst Valfells fyrirlestur um kjarnorku. Kom þar margt athyglisvert fram. Knattspyrnumót íþróttaráðs hófst snemma í vetrarbyrjun og endaði með sigri 5. Y og S. Kom sigurinn ýmsum á óvart, ekki síst sjöttubekkingum, sem voru fullvissir um auðveldan sigur. í sumar og vetur hafa verið farnar margar ferðir í Selið, og er viðgerð langt á veg komin. Eiga Gunnar Inspector og selsnefnd þakkir skildar fyrir glæsilega framgöngu í að koma Selinu í stand aft- ur, og þess skammt að bíða, að ferðir hefjist þangað. Þegar þetta er ritað, er árshátíð Skóla- félagsins fram undan með öllu tilheyr- andi: morgunpartýum, skemmtunum, borðhaldi, Broadway . . . crash. Stendur til að fá fulltrúa frá sendiráð- um Bandaríkjanna, Ráðstjórnarríkj- anna og Norðurlandanna til að kynna háskóla landa sinna, kostnað og fleira í því sambandi. í lokin er vert að hvetja alla til virkni í félagslífinu. Gleymið þó aldrei speki snillingsins í heiðinni: Svo verðið þið ekki með neinn helv. hávaða! Ari G. Bragason. 4

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.