Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.12.1985, Qupperneq 5

Skólablaðið - 01.12.1985, Qupperneq 5
Ritdómur um Skólablað 2. tbl., 60. árg. Skólablaðið átti 60 ára afmæli á síð- asta skólaári, og vona ég, að það eigi eft- ir að koma út lengi enn. Því miður var síðasta Skólablað nokkuð rýrt, og er leitt, að ekki skuli hafa verið vandað sér- staklega til þessa afmælisblaðs. Forsíðuna teiknaði Árni Elfar, og er hún ágæt sem slík, en frekar þykir mér nú, að ritstjórn hefði átt að leita lista- manns innan skólans. Blaðið hefst á ávarpi forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, og er það ágætt, eins og hennar er von og vísa, en hvaða erindi það á í blaðið, veit ég ekki. Á eftir ávarpinu er „haus“ blaðsins, en í hann vantar tilfinnanlega, hvenær blað- ið er gefið út. Þetta kann að virðast sparðatíningur, en þarna er um að ræða mikilvægar upplýsingar fyrir fornleifa- fræðinga framtíðarinnar. Editor dicit er eftir Jón Helga Edilsson ritstjóra. Er þar komin framhaldssagan Barningur og barlómur ritstjóra vegna áhugaleysis nemenda. Er það lítt áhuga- verð lesning. Ritstjórn réðst í gerð skoðanakönnun- ar. Sýnir hún metnað ritstjórnar, en er því miður gerð af kappi fremur en forsjá. Skoðanakönnunin er hin áhugaverðasta, en ég hefði kosið, að hún væri víðtækari og um leið vísindalegri. En um þetta er ekki að fást. Hún sýnir, hvernig aðal- línurnar liggja, og þar við situr. Afmælisgreinin um rektor er ágætlega samin, enda annað ekki tækt, þegar fjallað er um einn virtasta kennara skól- ans (að öðrum ólöstuðum) og einvaldinn Guðna. Heill honum! Dándimannagreinin er um Jóhann Friðgeir Haraldsson (Jonna). Höfundur er að hamast við kímnina, en verður ekk- ert ágengt. Hann lætur sér nægja oflof, sem getur verið ágætt stílbragð, sé vel með farið. Hér er svo ekki og greinin hin ófyndnasta, — því miður. í þessu tölublaði Skólablaðsins ber meira á fréttamennsku en oft áður. Eitt dæmi um það er umfjöllun Gosa um Herranótt. Þar er ágæt hugmynd að baki, en mér finnst, að höfundur hefði mátt útfæra hana í ystu æsar. Gosi skrif- ar ágætlega. Ég veit nú eiginlega ekki, hvað segja skal um smásögu Wiihelms Emilssonar, Marglitir gullfiskar. Hún byrjar nokkuð skemmtilega, eins og skáldsaga eftir Sven Hassel: Þjóðverjar í snjó og aur rússnesku sléttnanna. Því næst kemur dularfull kaffihúsalýsing, sem gæti verið tekin beint upp úr gamalli franskri kvik- mynd. Lok sögunnar eru súrrealísk mjög og að sama skapi torræð. Smásagan er öll mjög myndræn, en því miður finnst mér hún aldrei verða meira en pennaæf- ing, sem er leitt, því að greinilegt er, að höfundur er mjög lipur penni og ætti endilega að halda áfram á sömu braut. Um söguna Post mortem verða aðrir að fjalla, þar sem ég skrifaði hana sjálf- ur. Hvað hin svokallaða Náttúrufrœði- skýrsla eftir Palla S., 4. U er að gera þarna, er ofviða mínum skilningi. Vissu- lega er í lagi að gera grín að vinnubrögð- um náttúrufræðideildarmanna, en að gera það á þennan hátt er eyðsla á pappír, bleki og þolinmæði lesenda. Ber þarna fyrst á hneigingu ritstjórnar til uppfyllingarefnis. Viðtal Jóns Gunnars Jónssonar við hljómsveitina Pax Vobis er ágætt, en hvar er Pax Vobis? Birgir Ármannsson ritar ágæta grein, sem hann nefnir Hinn fullkomni MR- ingur. í greininni ber nokkuð á sjálfs- (gagn)rýni, án þess að um leiðinlega naflaskoðun sé að ræða. Greinin er öll- um nemendum í Menntaskólanum holl lesning, og taki nú hver til sín, sem sáð hefur. Anna Gunnarsdóttir skrifar grein um félagslífið. Annáll þessi hefur nokkra annmarka, svo sem að vera skrifaður fyrir þrönga klíku og af sjálfsánægju. Greinin er þess utan nokkuð tilgerðarleg. GOSI skráir næsta ágætt viðtal við Sigurð Sigurjónsson. Það er létt og leik- andi yfirlestrar, eins og viáfangsefnið gefur reyndar tilefni til. Ástarsaga Ingvars Sverrissonqr er tor- ræð. Mál hennar er nógu auðikilið, fal- legur og skemmtilegur still. En þegar kemur að boðskap höfundar, vandast málið. Söguna má skilja sem innlegg í réttindabaráttu homma, en einnig sem fjöldamargt annað. Undirritaður treystir sér ekki til að leggja á það dóm. Jón Gunnar tók viðtal við Þórarin Guðmundsson, en hálf er það nú s'lappt. Ekki er Þórarni um að kenna, heldur Nóna. GOSI skrifar greinarnefnu um Skóflumannafélagið. Megnið er sam- hengislaust rugl. Kannski hæfir skel kjafti. Skýrsla Jóns Gunnars um MORFÍS er eins og skýrslur eru flestar: leiðinleg. Hann skrifar hana í einhverjum leiðinda- blaðamannastíl, alla í nútíð. Orðaleikir Bergljótar Rist um endur eru hræðilegir. Begga, gerðu þetta aldrei aftur! Tilbreytingarlaust líf Jóns eftir GOSA: gömul og þvæld hugmynd, klárt uppfyllingarefni. Viðtal GOSA við Þránd Úlfarsson var ágætt, en hefði þó að ósekju mátt vera ýtarlegra. Grein Kristjáns Péturs um Pink Floyd er ágæt fyrir aðdáendur, en er fullþurr og fræðileg. Ekki vakti hún áhuga minn. Saga Jóns Gunnars, Amma, er sæmi- leg í frásögn, en hver er punkturinn, Nóni? Á síðu 54 eru „merkisviðtöl“. Bull og þvæla! Hér er á ferðinni rakið uppfyll- ingarefni. Oj! Ljóð eru alls sex. Það er hæfileg tala. Þau eru svona í meðallagi sæmileg en ná aldrei því risi, sem einkenndi ljóð Ás- bjarnar Olsen, meðan hans naut við. Er það mjög miður, en ef til vill bjargar Ari Gísli ljóðlistinni í M.R. Quid novi? ber þess merki, að stærð- fræðibunkar ráða ferðinni í ritstjórn. Þeir hafa ekki einu sinni rænu á að hafa spurningarmerki fyrir aftan fyrirsögn- ina. Þessu redda Bixarar. Að öðru leyti voru greinarnar ágætar. án upphafsstafa eftir damon er dulbú- in heimspekipæling, athygli verð. Bjórgrein Nóna er stórskemmtileg af- lestrar. Hugsunin heilbrigð, þó að rök- semdafærslunni sé stundum ábótavant. I heild er blaðið heldur rislágt, toppar fáir, en meðalmennskan tröllríður öllu. Útlit blaðsins og umbrot er yfirleitt ágætt, stafsetningarvillur fáar. Það, sem helst svekkir mig, er, hversu fáir höfunda hafa einhvern stíl eða einhverju frá að segja. Ég neita að trúa því, að ekki finn- ist einhverjir orðsins menn, sem valdi penna. Menntaskólinn í Reykjavík hefur frá upphafi verið akur ritlistar. Hefur sláttumaðurinn slyngi farið þar yfir í eitt skipti fyrir öll? Andrés Magnússon, 6. A. 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.