Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.12.1985, Page 6

Skólablaðið - 01.12.1985, Page 6
DÁNDIMAÐURINN HLYNUR NÍELS GRÍMSSON Hlynur Níels Grímsson fæddist 3.10. 1966 á Landspítalanum í Reykjavík, því að eigi var rúm fyrir hann í gistihúsinu. Einu vitringarnir, sem heiðruðu Hlyn á þessari fyrstu stundu lífs hans, voru þrír drukknir læknanemar, sem voru á leið í partí, en höfðu leitað skjóls á fæðingar- deildinni undan norðanstorminum. Þeir færðu sveininum að gjöf tóma pilsner- flösku, hálfan pakka af Winston og krumpaðan skiptimiða. Skömmu eftir fæðinguna tók móðir Hlyns hann heim með sér, og óx hann þar úr grasi. Foreldrar hans ólu hann upp í guðrækni og góðum siðum og kenndu honum að bera virðingu fyrir landi og þjóð. Til að Hlynur fengi góða menntun sendu þau hann í Landakotsskóla. Fór lítið fyrir honum, meðan á þeirri skóla- vist stóð. En er fram liðu stundir og Hlynur hóf nám í Hagaskóla, fór hann að troða upp á málfundum og vakti þar athygli fyrir það, hve auðvelt hann átti með að koma fram fyrir aðra. Síðasta vetur sinn í Hagaskóla var Hlynur orðinn verslunarstjóri í skóla- sjoppunni, stjórnarmaður í nýstofnuðu tónlistarfélagi og virkur þátttakandi í fé- lagslífinu almennt. En um vorið, er gras- ið á túni Menntaskólans í Reykjavík tók að grænka að nýju eftir veturinn, hvarf Hlynur úr Hagaskóla. Vegna aðdáunar sinnar á sænskum popphljómsveitum Hlynur er söngmaður mikill, og er þess hafði hann fengið nafn einnar slíkrar rit- aða á einkunnablað sitt, og með það að vopni lagði hann til atlögu við Lærða skólann í Reykjavík. Strax sem busi lét hann mikið að sér kveða í ræðumennsku, og í Orator- skólakeppninni þann vetur var hann sæmdur titlinum „efnilegasti ræðumað- ur skólans“. Um vorið gaf hann svo kost á sér til stjórnar Framtíðarinnar og var kosinn gjaldkeri. Veturinn eftir var hann í ræðuliði skólans og keppti í mælsku- keppni framhaldsskóla á Reykjavíkur- svæðinu. Komst hann ásamt liði sínu í undanúrslit. Þá um vorið var hann kos- inn fulltrúi nemenda í skólastjórn, en yfir þeirri stjórn er maður nokkur að nafni Guðni Guðmundsson rektor. Af samskiptum Guðna og Hlyns er allt gott að segja, nema Guðni þurfti oft og tíðum að hafa sig allan við að halda „viðurnefni" sínu. Veturinn eftir átti Hlynur einnig sæti á ræðuliði skólans, en þá bar lið hans sigur af hólmi, og sannaðist þá enn einu sinni, hve mikla yfirburðamenn skóli vor hýsir. Þá er þetta er ritað, hefur Hlynur keppt tíu sinnum í ræðumennsku fyrir hönd nemenda Menntaskólans í Reykjavík og í vetur er hann gjaldkeri Framtíðarinnar í annað sinn. FTeyrst hefur, að hann liggi á fjármunum félagsins sem ormur á gulli, gæti hverrar krónu og greiði út- gjöld félagsins frekar úr eigin vasa en ganga á sjóði þess. Hlynur er söngmaður mikill, og er þess skemmst að minnast, hvernig hann tældi félaga sína í Framtíðinni til að syngja með sér í Cösu í löngu frímínút- unum mánudagsmorgun einn í vetur. í ræðum Hlyns kemur ætíð fram, að honum er mjög annt um sögu þjóðarinn- ar og garpa hennar. Rætnisfullar rægi- tungur herma, að í klæðaskáp hjá sér geymi hann Indiána? öxi eina og spjót mikið og handleiki þessa gripi, er hann semji ræður sínar. Hlynur hefur og tekið sér dyggðir fornmanna til fyrirmyndar og er í hvívetna drengur góður og vinur vinkvenna sinna. Hann er mikill höfð- ingi heim að sækja, þrautseigur, úrræða- góður og lætur sér eigi allt fyrir brjósti brenna. Eins og rauðhærðu fólki hættir til, hefur Hlynur óbeislað skap, og sé einu sinni búið að reita hann til reiði, get- ur hann orðið illvígur sem naut. Þrátt fyrir þetta er ekki að efa, að Hlyns verður einhvern tíma minnst sem eins besta sonar þjóðarinnar, og svo lengi sem hans líkar munu landið erfa, mun þjóðin eigi glata sjálfri sér né svip þeim týna, er hún ber. Mannkostir Hlyns verða kannski best skýrðir með vísu, er einn góðvinur hans orti til hans, er Hlynur keppti við Sam- vinnuskólasveina í ræðumennsku í fyrravetur. Vísan hljóðar svo: ídómarans hamri dynur, dauðaþögn slcer á salinn. I pontu prédikar Hlynur, og pjakkarnir falla í valinn. 6

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.