Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.12.1985, Qupperneq 8

Skólablaðið - 01.12.1985, Qupperneq 8
INÆeim mega ekki gleyma þeim fjár- sjóðum, er tungan býr yfir Ólafur Markús Ólafsson kennari fæddist 16. júní 1916 í Reykjavík og hefur búið þar síðan, „algert malarbarn“, eins og hann kemst sjálf- ur að orði. Kona hans heitir Anna Hansen, og eiga þau tvö börn. Ólaf- ur er, ef svo má að orði komast, hluti af skólanum, og eru þeir nem- endur ófáir, sem hafa notið leiðsagnar hans, því að hann hefur kennt hér við skólann frá haustinu 1951. Senn lætur Ólafur af störfum, og þótti okkur við hæfi að taka hann tali. Reyndist það auðsótt mál, og fer árangur samtalsins hér á eftir. Við spurðum Ólaf fyrst um skóla- göngu hans. Fyrst gekk ég í barnaskóla og því næst einn vetur í gagnfræðaskóla, svokallað- an Ágústarskóla, en heilsan bannaði nú framhald af því. Þá gerði ég nokkurra ára hlé, og þegar ég fór að hressast fór ég í Verslunarskóla íslands og lauk þaðan prófi 19 ára gamall. Þá missti ég heilsuna alvarlega, en náði mér samt eftir nokkur ár og hefur ekki orðið misdægurt síðan. Birni heitnum Guðfinnssyni, velgerð- armanni mínum, á ég það að þakka, að ég las utanskóla til stúdentsprófs við Menntaskólann í Reykjavík. Ég kveið fyrir að damla þetta einn, en þá bættist mér liðsmaður, betri en ekki, Jón S. Guðmundsson, en við vorum félagar úr Verslunarskólanum og urðum samferða. Við lukum gagnfræðaprófi á hálfgerð- um hrakningi, en sóttum áður námskeið til hjálpar utanskólamönnum, í svokall- aðri vísindadeild. Er Bretar hernámu ís- land, hraktist skólinn úr þessum húsa- kynnum, svo að við tókum gagnfræða- prófið í Alþingishúsinu. Voru þetta ekki erfiðir tímar? Nei, ég varð nú lítið var við það, ef þú átt við hernámið, því að Bretarnir voru friðsemdarfólk. Við Jón teljum okkur brot af þing- mönnum, því að í teikningu sátum við í þingsalnum, í sæti þingmanna. Þá var kubbi stillt upp á miðju gólfi, og hann áttu menn að teikna, hver úr sínu sæti. Eftir gagnfræðapróf lásum við svo upp á líf og dauða í eitt ár og tókum stúdents- próf suður í Háskóla, en þar hafði Menntaskólinn fengið inni á efstu hæð. Þar leið okkur vel. Meðal samstúdenta voru Gunnar heitinn Norland mennta- skólakennari og Kristín Kaaber, sem kennir hér enn. Eftir stúdentspróf nam ég íslensk fræði í Háskólanum, enda kom aldrei neitt annað til greina. Ég lauk kandídats- prófi 1946, á hundrað ára afmæli Menntaskólans. Hátíðahöldin af tilefni afmælisins urðu mér ógleymanleg. Hér hef ég kennt frá hausti 1951. Við Guðni Guðmundsson komum að skól- anum samtímis. Nú hafa miklar breytingar orðið á ís- lensku skólakerfi á þessum tíma. Fjöl- brautaskólakerfið hefur þar líklega vegið þyngst? Já, fjölbrautaskólakerfið þekktist ekki þá. Það þóttu mikil tíðindi. þegar Verslunarskólinn braust í því að fá rétt til að útskrifa stúdenta. Sumir voru ekki sáttir við það, en aðrir fögnuðu því. Það- an hefur komið margt öndvegisfólk. Það er hins vegar engin launung á því, að í fjölbrautaskólum komast menn áfram með minna en til dæmis á þessu heimili, þó að afburðanemendur fái þar sjálfsagt allt, sem þeir þarfnast. Nú hefur þú lagt stund á germönsk fræði, er ekki svo? Jú, fyrst hér heima, eins og áður kom fram. Síðan nam ég sömu eða skyld fræði í tvö ár við háskólann í Köln. Svo að við víkjum nú talinu í fram- haldi af þessu að vestrænni menningu al- mennt. Síðustu aldir, sem sagnfræðingar hafa nefnt nýöld, hafa Vesturlandabúar drottnað yfir fjarlægum landsvæðum og flutt vestræna menningu með sér. Nú virðist skeið þetta vera á enda. Vestur- landabúar hafa látið völdin í hendur inn- fæddum. Aðeins eru eftir leifar í Suður- Afríku. Gæti ekki verið, að næstu aldir eigi aðrir kynþættir eftir að hafa frum- kvæðið í stjórnun heimsins, svo sem Austurlandabúar fjær, Kínverjar, Jap- anar? Það dettur mörgum í hug. Kínverjar eru feikileg þjóð, og Japanar hafa þegar 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.