Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 9
„Kennsluhættir hafa breyst til hins betra“ sannað ágæti sitt í nútímamenningu. Eigum við ekki samt að vona, að Vestur- landabúar þrauki enn um sinn? Telur þú, að íslenskri menningu sé hætta búin, t.d. með auknum samgöng- um við önnur lönd og erlendum menn- ingaráhrifum? Þetta er viðkvæmt mál, en það fer ekki á milli mála, að tungunni hrakar, sór- staklega með ungu fólki. Auðvitað eru alltaf einhverjir sem hafa á henni gott vald, en þeim fækkar jafnt og þétt. Samt má ekki missa móðinn og viðurkenna, að allt sé að fara norður og niður. Auð- vitað er smáþjóð eins og okkur meiri hætta búin en t.d. Þjóðverjum eða Frökkum, sérstaklega ef menn ætla að gleyma þeim fjársjóðum, sem tungan býr yfir. Það ætla ég að vona, að gerist ekki, og svo að ég vitni í nóbelsskáldið okkar: „Tunga, sem á engar bókmenntir, er ekki meira virði en svo, að hana má nota í dag, en aðra á morgun" En það eru einmitt hinir andlegu fjársjóðir, sem ráða því að tunga verður mikils virði. Allir vita, að þar eigum við mikils að gæta. En hvernig líst þér á ástandið í þjóðfé- laginu? Telur þú, að Islendingar geti haldið sömu lífskjörum og þjóðartekj- um, sem við höfum haft á undanförnum árum? Það er auðvitað einlæg von hvers fs- lendings, að það takist, og á því hef ég mikla trú. ísland er auðugt land í raun og veru, og því meiri sem tæknin verður, þeim mun betur komast íslendingar að gæðum þess. Nú gjörþekkir þú allt líf hér í skólan- um frá því á stríðsárum, fyrst sem nem- andi, síðan sem kennari, er ekki svo? Jú, satt er það og ef ég lít um öxl, er það mér sérstaklega hugstætt, hversu „Tungunni hrakar, sérstak- lega með ungu fólki“ kennsluhættir hafa breyst. Áður fyrr voru menn teknir upp, settir í hálfgerðan gapastokk og síðan gengið í skrokk á þeim. En þetta hefur breyst, og því er ég feginn. Samskipti kennara og nemenda hafa einnig breyst. Hér þéruðust allir áður fyrr. Það var dálítið stíft, en ekki vil ég segja, að það hafi verið ópersónu- legra. Menn óttuðust, að nemendur yrðu nærgöngulir, þegar farið var að þúast. Þó hefur reyndin ekki orðið sú. En stúd- entar frá okkur, sem fara t.d. til Þýska- lands, verða sér margir til skammar, þegar þeir þúa prófessorana eins og kunningja sina. Síðan skrifa prófessor- arnir hingað og spyrja, hver konar frum- menn íslenskir stúdentar séu, hvort þeir hafi ekki lært mannasiði. Þetta þarf að benda á, því að sinn er siður í landi hverju. Af þéringarpostulum í þessum skóla held ég, að við Sigríður Magnús- dóttir höfum haldið þéringum lengst auk rektors, en hann þérar nemendur enn, þó að þeir þúi hann. En við Sigríður bárum saman bækur okkar og komumst að því, að við yrðum alger nátttröll, ef við héld- um þéringum áfram. Og eitt haustið fór- um við að þúa. En nemendur tóku ekkert mark á því. Þeir þéruðu okkur heilan vetur, þó að við þúuðum þá. Við hendum oft gaman að þessu. Hvað hyggstu gera, eftir að þú hættir kennslu? Ef við þekkjum þig rétt, sestu ekki í helgan stein. Nei, ég hef verkefni á prjónunum, sem ég hef unnið að í áratugi, og yrði mínum guði afskaplega þakklátur, ef ég fengi að tóra í nokkur ár og ljúka því. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.