Skólablaðið - 01.12.1985, Side 12
Nesti
Gert
Upptækt
„Súrmjólk í hádeginu og séríós á kvöld-
in“ . . . Allir kannast við þennan söng.
Þessi söngur er létt grín, en það vissi 4. M
ekki, tók textann bókstaflega og hafði
dag einn með sér í skólann gott og þjóð-
legt nesti. Nestið var súrmjólk í hand-
hægum neytendaumbúðum, nánar til
tekið í 40 lítra mjólkurbrúsa með áfest-
anlegu loki fra Mjólkursamsölunni. 4. M
gerðist svo djarfur að hafa nestið með sér
inn í skólastofu, og þarf vart að nefna,
að í reglum skólans stendur, að ekki megi
neyta matar í tíma (og ótíma).
Guðni rektor er maður glöggur og
skarpskyggn og lætur ekkert fram hjá sér
fara. Og þegar hann kom til starfa í dag-
renningu 18. september síðastliðinn,
kom hann auga á tvo unga nemendur,
sem roguðust með mjólkurbrúsa á milli
Guðni rektor er maður glöggur og skarpskyggn.
sín. Vakti þetta þegar athygli rektors.
Fylgdi hann nemendunum ? augum
og sá, hvar þeir fóru í Fjósið og þaðan í
stofu 4. M. Þótti rektor þetta grunsam-
legt í meira lagi, því að hin árlega toller-
ing átti að fara fram sama dag. Seinna
um morguninn sendi hann fulltrúa sinn,
Elías, til að fá betri vitneskju um „mál-
ið“. Færði Elías Guðna þær fregnir, að
hann hefði komið auga á tvo „spray-
brúsa“ með appelsínugulum og grænum
lit svo og mjólkurbrúsann.
Var þá inspector scholae sendur í 4. M,
og varaði hann við því að nota „sprayið“
eða súrmjólkina í vafasömum tilgangi.
Bekkurinn lofaði öllu fögru og setti upp
sakleysissvip. En rektor sá strax, að
þarna fór úlfur í sauðargæru og brýndi
klærnar. Sendi hann nú Elías í annað
sinn til að gera varninginn upptækan og
flytja hann upp í aðalstöðvar sínar til
nánari rannsóknar.
Þegar Guðni hafði rannsakað varn-
inginn til hlítar, komst hann að hinni
einu réttu niðurstöðu: Bekkurinn skyldi
fá frí frá námi og tolleringu.
Með þessi skilaboð var Elías sendur til
4. M í þriðja sinn, og bætti hann því við,
að „draslið“ skyldi sótt klukkan 4.
Skreiddist þá úlfurinn til rektors með
skottið á milli fótanna og baðst vægðar.
En rektor er staðfastur og stóð því fast og
þungt á fyrri ákvörðun sinni. Það
kunnum við vitaskuld vel að meta og
viljum að lokum færa honum og Elíasi
ÞAKKIR fyrir vasklega framgöngu sem
og öðrum.
GUÐNI FAN-CLUB
Að brugga er eins og að spila á spil
með spekingslegum svip og halda það sé vandað.
Og þó þér drepist, það gerir ekkert til,
bað var bara vitlaust blandað.
Amadeus
K
12