Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 12
Nesti Gert Upptækt „Súrmjólk í hádeginu og séríós á kvöld- in“ . . . Allir kannast við þennan söng. Þessi söngur er létt grín, en það vissi 4. M ekki, tók textann bókstaflega og hafði dag einn með sér í skólann gott og þjóð- legt nesti. Nestið var súrmjólk í hand- hægum neytendaumbúðum, nánar til tekið í 40 lítra mjólkurbrúsa með áfest- anlegu loki fra Mjólkursamsölunni. 4. M gerðist svo djarfur að hafa nestið með sér inn í skólastofu, og þarf vart að nefna, að í reglum skólans stendur, að ekki megi neyta matar í tíma (og ótíma). Guðni rektor er maður glöggur og skarpskyggn og lætur ekkert fram hjá sér fara. Og þegar hann kom til starfa í dag- renningu 18. september síðastliðinn, kom hann auga á tvo unga nemendur, sem roguðust með mjólkurbrúsa á milli Guðni rektor er maður glöggur og skarpskyggn. sín. Vakti þetta þegar athygli rektors. Fylgdi hann nemendunum ? augum og sá, hvar þeir fóru í Fjósið og þaðan í stofu 4. M. Þótti rektor þetta grunsam- legt í meira lagi, því að hin árlega toller- ing átti að fara fram sama dag. Seinna um morguninn sendi hann fulltrúa sinn, Elías, til að fá betri vitneskju um „mál- ið“. Færði Elías Guðna þær fregnir, að hann hefði komið auga á tvo „spray- brúsa“ með appelsínugulum og grænum lit svo og mjólkurbrúsann. Var þá inspector scholae sendur í 4. M, og varaði hann við því að nota „sprayið“ eða súrmjólkina í vafasömum tilgangi. Bekkurinn lofaði öllu fögru og setti upp sakleysissvip. En rektor sá strax, að þarna fór úlfur í sauðargæru og brýndi klærnar. Sendi hann nú Elías í annað sinn til að gera varninginn upptækan og flytja hann upp í aðalstöðvar sínar til nánari rannsóknar. Þegar Guðni hafði rannsakað varn- inginn til hlítar, komst hann að hinni einu réttu niðurstöðu: Bekkurinn skyldi fá frí frá námi og tolleringu. Með þessi skilaboð var Elías sendur til 4. M í þriðja sinn, og bætti hann því við, að „draslið“ skyldi sótt klukkan 4. Skreiddist þá úlfurinn til rektors með skottið á milli fótanna og baðst vægðar. En rektor er staðfastur og stóð því fast og þungt á fyrri ákvörðun sinni. Það kunnum við vitaskuld vel að meta og viljum að lokum færa honum og Elíasi ÞAKKIR fyrir vasklega framgöngu sem og öðrum. GUÐNI FAN-CLUB Að brugga er eins og að spila á spil með spekingslegum svip og halda það sé vandað. Og þó þér drepist, það gerir ekkert til, bað var bara vitlaust blandað. Amadeus K 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.