Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.12.1985, Page 17

Skólablaðið - 01.12.1985, Page 17
Margt fór öðruvísi en búist var viö. Til dæmis má nefna, aö ekki sigraði besta liðið, sem skipað var tveimur ritnefndarmönnum og bekkjarfélögum þeirra. Lið Þórarins Sævarssonar, sem miklar vonir voru bundnar við, sökktu bát sínum, er þeir sáu fram á að sigra ekki í öðrum riðli, samkvæmt upplýsingum ritnefndar. Sýndi Þórarinn þar mikla leikræna tilburði, er hann setti brjálæðiskast sitt á svið. Inspector scolae kom á staðinn ásamt vini sínum, Jónka, í jakkafötum og til alls vís. Tókst honum að vekja at- hygli á sér og sínu embætti, er hann dragnaðist í land með bátinn og vininn í togi. Verðskuldaðir sigurvegarar var lið Sigurjóns Árnasonar, sem skipað var þeim Sigurði Snorrasyni, Jón G. Þorm- ari, Einari M. Júlíussyni og Sigurjóni Árnasyni. Þess má geta, að þeir sluppu í gegnum annan riðil, því að þeir urðu að sitja hjá (HUMM, HUMM). Keppnin var, eins og fyrr segir, skipulagslaus, en skemmtileg, og vonum við, að þetta verði árlegur viðburður. GOTT FRAMTAK, Bjarni le président. Þórður Þórarinsson. ...... - ' Menn mættu vígalegir á staðinn, í sínu fínasta pússi á staðinn .. . . . . og voru til alls vísir . . . . . . enda reyndist margt fara öðruvísi en fólk bjóst við . . . . . . allt að fara í vaskinn . . . Botninn rannsakaður með nýtísku tækjum. Nei, sko fiskinn! . . . ánægðir með árangurinn og athygl- ina . . . . . . var stigið á land og fötin þurrkuð. 17

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.