Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.12.1985, Side 18

Skólablaðið - 01.12.1985, Side 18
1 'iá t. V *’ r SNUBBOTTUR : jjÉ js ENDIR „Kannski ekki undarlegt, en það er eins og sumir menn eigi sér leyndarmál" sagði Páll við vin sinn, Karl, þar sem þeir sátu á kaffihúsi einu hér í bæ og töluðu saman. Reyndar var það Karl, sem talaði mestan tímann, því að hann var einn af þessum „bullurum", sem þrátt fyrir endalok öreigarómantíkurinnar er oft nokkuð að marka. Ég, sem kýs að láta ekki nafn míns get- ið, hlustaði á þá félaga skeggræða ýmis mál auk annarra. Samtalið birtist hér að neðan eftir sólarhringsvinnslu mína og athugun. Gefum Páli orðið: Páll: „Nei, í alvörunni. Það er kvöld, þú ert einn. Þú gengur um miðbæinn. Þú hugsar, lætur hugann reika, en veist samt ómeðvitað, að þú ert aðeins þátttakandi, meðlimur í einhverri skrá, þú ert nafn og númer. Þú býrð til spilaborgir, lætur hugann reika til æskuáranna, þegar allt var svo erfitt, svo erfitt, að það var auð- velt. Þú kynnist konu, kvenmanni, sem þú telur reiðubúna að eyða lífinu með þér, — einhver kona, falleg kona, ljót kona, en umfram allt kona. Þú elskar eitthvað við hana, — sjálfstæðið, undir- gefnina, röddina, augun. En . . . þú veist jafnvel og ég, Kalli, að maðurinn er einn, ekki með konu. Sókrates sagði: „Þekktu sjálfan þig“ ekki: „Þekktu sjálfan þig með konu“. Og þótt maður hafi heyrt hressilegar svallsögur af Sókratesi, vissi hann sínu vitií* Karl (farinn að trúa Páli): „Hver var Sókrates? (mjög undrandi). Páll: „Þegiðu. Það varst þú, sem varst með 10 í sögu og vissir ekki neitt. No comment." Karl: „Láttu ekki svona“ (sár, en harð- ur). Páll: „Hershöfðingi í síðari heimsstyrj- öld. Karl: „Já, hann (spekingslega)í‘ Páll: „Þegar þú stígur upp í strætisvagn- inn á morgnana, ertu einn, þegar þú situr við skrifstofuborðið ertu einn. Lifðu. í kunningjasamræðum við hina og þessa ertu einn. Þú enginn. Það völdu allir ævistarf, en . . . en hittu ekki á rétt. í raun eru allir einstæðingar. Sumir halda, að þeir séu hamingjusamir, en það er bara í ástandi, sem þeir hafa skapað og þá með umhverfið sér við hlið. Og í lífi hringrásar hluta og umhverfis er kapps- mál að fylgjast með öllu því nýjasta, sem kemur á markaðinn. En markaðnum er stjórnað af mönnum, sem hlíta lífsregl- um annars umhverfis og áhrifastofnun- um. Markaðurinn er rotinn, — þú líka“ Karl: „Áttu eld“ (rödd atvinnumanns- ins). Páll: „Ertu að hlusta eða . . .?“ Karl: „Kúpplaðu þig niður, maður, slappaðu af“ Páll: „Hvernig á maður að slappa af i þjóðfélagi, þar sem fólk hleypur fram og aftur? Nýjasta Ólympíugreinin er keppni í göngu. Líka von, allt á fullu. Fólk er að einangrast, annaðhvort í sjálfu sér eða öðrum. Vandamál er tískan í dag. Ástin er glíma. Við erum að verða að þeirri fyrirmynd, sem allra svartsýn- ustu listamennirnir spáðu, nema útkom- an er enn ráðgáta. Þú verður að sjá hlut- ina í fokus. Augun, merkilegt tæki. Opna, loka, en samt sérðu eitthvað. Það er myrkur, þú ert einn. Þarna stendur hún. Ástin, holdi klædd, — ekki plat, ekki áhrif markaðarins, — hrein, falleg, hvítklædd. Lífið er dásemd. En . . . það vonda nær undirtökunum, og þú lokar augunum og þú ert einn á nýjan leik. Það er sama, hvort þú hittir snilling eins og mig á kaffihúsi. Ég er fífl, ég er einmana, — þó að ég sé fyrrverandi lögfræðingur og núverandi kaffihúsaprins, — láti gamminn geisa, sé miðdepill á stundum, þá hef ég veikleika. Ég heillast. Ég með- tek áhrif óvart. Því miður er lífið saman- hræringur af áhrifum, lífsstefnum og fyrirframplönuðum spurningarmerkj- um annarra. Ég reyni að safna hráefnum í hrærigraut, þar sem ég læt hluti rekast á svo oft, að mér tekst iðulega að hoppa út úr grautnum og skella röksemdum á borðið“ Karl: „Hættu þessari þvælu“ (sannfær- andi pirraður). Páll: „Þegiðu. Þú veist ekki, hvaða hlutverki þú gegn- ir í lífinu, þú hefur aldrei myndað sjálf- stæða heild, fundið hluta af kjarnanum, komist I snertingu við raunveruleikann. Þú gegnir hlutverki, auðveldu hlutverki, sem þú ættir að geta skilað án frekari hugsana eða þvælu. Já, þarna er kjarni þessa máls. Eina, sem gæti hugsanlega eyðilegt stofudraum þinn, er vodka eða hjónaskilnaður. Unglingavandamál er spennandi, svo spennandi, að þú skilar tvöföldum afköstum á skrifstofunni. Og stelpan þín er byrjuð með Jóa pönk, og þú skammast og rífst, en nýtur spenn- unnar innra með þér og bíður næsta mótleiks, sem er, ef ég þekki rétt, brott- rekstur úr skóla. Jæja, nú er ég búinn að brillera hér í 30 mínútur. Hvað ætlaðirðu að segja mér?“ Karl: „Ég skildi við Klöru í vikunni, og þar sem ég hef lagt töluvert til hliðar hin síðari ár, þá keypti ég flugmiða fyrir tvo til Parísar. Eigum við að koma út á völl, gamli bullari?“ Ari G. Bragason. 18

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.