Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 19

Skólablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 19
Smásaga eftir Kristján Þórð Hrafnsson Frystihúsið teygir sig upp á milli risavax- inna grjótgarðanna og þenur út brjóstið á móti vindinum, sem stendur af hafi í dag eins og alltaf. Það er gult á litinn og stendur alveg niðri í flæðarmáli. Á báðar hendur eru bryggjur og grjótgarðar, og þegar vind- urinn blæs, kasta öldurnar sér af öllu afli á grjótgarðana, svo að hvitt löðrið þeyt- ist í allar áttir. Loftið er mettað sjávar- lykt. I dag er vika liðin síðan ég kom hingað í þetta litla sjávarpláss. Ég vinn í frysti- húsinu og bý i verbúðinni, sem er örfá herbergi uppi á frystihússlofti. Her- bergið mitt snýr út að sjónum og í her- berginu á móti eru tvær stúlkur. Önnur þeirra er úr Reykjavík. Hún er á sama ári og ég, hefur dökk augu og skolleitt hár. Hún er grönn, frekar lágvaxin og heitir Vera. í herberginu við hliðina á mér er ungur strákur að norðan. Hann heitir Finnur. Hann er málglaður og hefur stór undirskálaaugu, sem eru alltaf á hreyf- ingu. Með honum í herbergi er Fríða, kærastan hans. Fyrsti maðurinn, sem ég hitti við kom- una hingað, var Pétur húsvörður. Hann er barnaskólakennari, sem vinnur hér á sumrin. Þegar við heilsuðumst, brosti hann barnslega og horfði á mig skærum augum gegnum gleraugun. Hönd hans var þvöl og köld. Finnur er stundum að æsa hann upp í að reyna við Guðmundu gömlu í mötuneytinu, en hann fer bara hjá sér og segir að hún sé of gömul. I dag var vinnu hætt klukkan sjö og klukkan átta er ég komin inn í matsal og sit til borðs með Jóa, Pétri húsverði og Finni. Við sötrum þegjandi í okkur súpu og hlustum á útvarpið, sem glymur innan úr eldhúsi. Matsalurinn er hlandgulur á litinn og gólfduúkurinn er rispaður og snjáður. — Jæja, tókst þér að komast á Mundu gömlu í nótt? hvíslar Finnur allt í einu ísmeygilega til Péturs. Pétur kafroðnar og beygir sig yfir súpuskálina. — Þú ert alltaf jafn-barnalegur, Finn- ur, segir hann og lítur flóttalega á mig. En Finnur bara hlær og Jói honum til samlætis. Eftir matinn fer ég inn til mín, tek fram handklæði og ætla í sturtu. Á gang- inum til sturtunnar mæti ég Pétri. Hann staðnæmist og segir um leið: Finnst þér Finnur ekki láta asnalega? Ég veit ekki hvað ég á að segja, lít nið- ur fyrir mig og muldra: — Jú. — Ég skil ekkert i honum, segir Pétur, að vera alltaf með einhver leiðindi út í mig. Þú ættir ekki að taka mark á hon- um. Að því mæltu er hann genginn inn ganginn. Þegar ég kem úr sturtu, geng ég fram hjá herbergi Finns. Hann liggur uppi í rúmi og les í klámblaði. — Komdu og talaðu aðeins við mig, væni, segir hann án þess að líta upp úr blaðinu. Ég staðnæmist í dyragættinni. — Hlauptu fyrir mig út í sjoppu eftir kóki og sígarettum, segir hann, glottir og réttir mér krumpaða seðla. Ég hef ekkert betra að gera og fer því inn til mín, næ í úlpuna mína og rölti út úr frystihúsinu. Sjoppan, sem er í senn eini jnatsölu- og samkomustaður þorpsbúa,ver inni í miðjum bænum. Þar hittist yngra fólk þorpsins, drekkur kók og spjallar sam- an. Þar inni hitti ég Veru. Hún stendur á tali við nokkrar vinkonur sínar og heilsar mér brosandi. Þegar ég hef verslað og er að ganga út, kallar hún á eftir mér og segist ætla að verða samferða upp í frystihús. Við göngum af stað. Hún er klædd í gallabuxur, strigaskó, peysu og ljósbláan mittisjakka. — Hvaðan ertu? spyr hún. — Úr Reykjavík, svara ég. — Af hverju komstu hingað að vinna? — Æ, mig vantaði peninga og það er ágætt að losna úr bænum. En hvað með þig? — Jú, mig vantar líka pening, segir hún og brosir. Vindur er af hafi og skolleitt hár henn- ar fýkur til og frá. Hún hefur djúp augu, og þegar hún brosir, er eins og kvikni ljós einhvers staðar djúpt inni í þeim. — Ætlarðu í skóla í vetur? spyr ég. — Nei, ætli það. Ég hætti eftir níunda bekkinn. Ég brosi og segi: Ég hætti líka eftir níunda bekkinn. Við erum brátt komin að frystihúsinu, og þegar við göngum upp stigann upp á verbúðarloftir, leggur fisklykt á móti okkur og það glymur nöturlega í stigan- um. Ég afhendi Finni sígaretturnar og kók- ið og spyr Veru hvort hún vilji koma í heimsókn yfir í herbergið mitt. Hún er til í það, og þegar hún kemur inn, sest hún á rúmið, fer úr jakkanum og kveikir sér í sígarettu. Það sem eftir er kvöldsins, sitjum við á rúminu og tölum saman. Við tölum um vinnustaðinn, fólkið og sjálf okkur. Undir miðnætti segist hún ætla í háttinn og fer. Ég er þreyttur og fer að sofa. Morgunninn kemur eins og hvítur fugl fljúgandi út úr nóttinni. Neðan úr véla- sal berst hávaði og ég klæði mig og geng fram í matsal. Sólin er risin yfir þorpinu eins og logandi merki hins vinnandi manns. Þegar ég hef borðað morgun- verðinn, geng ég niður í vélasal. Ég klæði mig í vnnugallann og innan skamms er ég byrjaður að raða fiski á roðflettarann. Ég vinn hratt og þó að ég noti eyrnahlíf- ar, dunar vélaskröltið látlaust fyrir eyr- um mér. Þannig líður morgunninn. Rétt fyrir hádegi þykknar upp, og er ég borða 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.