Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.12.1985, Page 20

Skólablaðið - 01.12.1985, Page 20
hádegismatínn uppi í matsalnum, bylur regnið á gluggunum. í matartímanum fer ég inn til mín, tek upp skrifblokk og byrja að skrifa. Það er barið á dyrnar og þær opnaðar. Hún er falleg þar sem hún stendur í dyrunum og horfir á mig. Þessi dökku augu hennar hafa fylgt mér síðan ég kom hingað. — Hvað ertu að gera? spyr hún og gengur til mín. — Skrifa, segi ég. — Bréf? spyr hún og horfir yfir öxl mína. — Nei, ljóð, svara ég. — Svo' þú ert bara skáld, segir hún og glottir stríðnislega. Ég brosi, horfi niður, roðna dálítið, lít svo upp og segi: — Mig langar kannski til að verða það. — Kannski? segir hún, gengur að glugganum og horfir út í regnið. — Af hverju kannski? — Af hverju ekki kannski? — Mig langar líka að verða margt. — Eins og hvað? segi ég, loka skrif- blokkinni og halla mér aftur í stólnum. — Mig langar að verða falleg og rík. — Þú ert falleg, segi ég og brosi. — Alveg þruma, segir hún og hlær. Það kemur vandræðaleg þögn. Hún rýf- ur hana með því að líta á mig og brosa. — Veistu hvað mig langar samt mest til að verða? — Nei, segi ég. — Prinsessa í álögum. Það er kominn vinnutími og hún geng- ur að dyrunum. Áður en hún opnar, snýr hún sér við og segir: — Viltu einhvern tímann skrifa ljóð um mig? — Já, segi ég og horfi brosandi á hana. — Hvað á það að heita? syr hún og hallar undir flatt. — Prinsessa í álögum, svara ég og með það er hún rokin út úr herberginu. Morguninn eftir er ég fluttur yfir í saltfiskinn. Hann er verkaður í húsi skammt frá frystihúsinu. Fyrsta daginn er ég í því að rífa upp úr stæðum. Vera vinnur þarna við ormhreinsun. Um tíu- leytið verðum við samferða í kaffi. — Ertu búinn að skrifa ljóðið um mig? — Nei, mig vantar innblásturinn, segi ég og læst vera mjög skáldlegur. — Við verðum að gera eitthvað í því, segir hún. — Má ég koma til þín í kvöld? — Endilega, svara ég. — Kannski færðu innblásturinn þá, og hún brosir sríðnislega til mín. — Kannski, svara ég. Við förum í kaffi og tölumst lítið við það sem eftir er dagsins. Klukkan tíu um kvöldið kemur hún. Hún reykir nokkrar sígarettur, drekkur tvær kók og við tölum saman. Hún er líf- leg og talar mikið og dökk augu hennar eru kvik. — Þetta er í fjórða skipti sem ég bý í verbúð, segir hún og blæs frá sér reykjar- strók. — Fyrst var ég ekki nema 9 ára. Okk- ur mömmu hafði verið sagt upp íbúð- inni, sem við leigðum, svo að manna fór í fisk vestur á firði. Það var um haust og manna ætlaði að vera fram á vetur. Við bjuggum í litlu herbergi í verbúð og manna vann í frystihúsi. Þetta var skíta- pleis. Manna vann allan daginn og ég var í skólanum. Það var fullt af körlum í ver- búðinni sem allir voru að gefa mömmu hýrt auga. Enda var hún ekki nema 27 ára, dálítið blaut og hafði verið í tygjum við alls konar karlmenn síðan pabbi fór. — Hvert fór pabbi þinn? Hún slær af sígarettunni, mjakar sér aðeins á rúminu, þar sem hún situr, og heldur svo áfram að tala. — Pabbi er danskur. Hann og manna kynntust þegar hún var átján, og stuttu síðar varð ég til. Þá byrjuðu þau að búa saman, en hann var drykkfelldur og þetta var andskotans basl. Hann hafði verið sjómaður, en ákvað að setjast hér að. En svo fylltist hann heimþrá og fór. Ég man ennþá daginn þegar hann fór. Það er ein fyrsta bernskuminning mín. Ég var tæpra fjögra ára. Hann hafði ver- ið fullur heila helgi og honum og mömmu lent illa saman á sunnudags- kvöldið. Það endaði með því að hann rauk út. Meðan mana var í vinnunni dag- inn eftir, kom hann heim, sótti draslið sitt og fór aftur til Danmerkur með skipi. Ég man að þennan dag kom mamma að sækja mig í pössunina. Þegar við kom- um heim, var allt á rúi og stúi. Á eldhús- borðinu lá bréf, þar sem hann tilkynnti að hann væri farinn fyrir fullt og allt. Það kvöld brotnaði manna algjörlega saman og grét og það tók hana viku að ná sér aftur. Ég held að henni hafi verið nokkurn veginn sama um hann, en það var bara óttinn við að standa ein uppi með mig sem hálflamaði hana. Hún hálfhataðist við foreldra sína svo að ekki gat hún snúið sér þangað, og dembdi sér þvi stuttu seinna út í brennivínið og skemmtanalífið í von um að ná í nýjan mann. — Og tókst það? spyr ég. — Nei, að vísu var hún með nokkrum mönnum en aldrei til langs tíma. Einn var alveg snarvitlaus. Hann hét Hösk- uldur og var sjómaður. Þegar hann var fullur, gekk hann stundum berserksgang og braut og mölvaði í íbúðinni okkar. Ég var alltaf hrædd við hann og ég man að eitt laugardagskvöld, þegar hann var fullur og í æðiskasti, gekk ég um göturn- ar alla nóttina þar til hann var sofnaður, því að ég þorði ekki að vera heima af ótta við að hann berði mig. Kvöldið eftir kom mamma inn til mín og bauð góða nótt. Hún sagði að Höskuldur væri veikur í höfðinu og vissi stundum ekki hvað hann gerði og við yrðum að reyna að hjálpa honum, því í rauninni þætti hon- um vænt um okkur. Ég varð samt aldrei vör við að hann væri neitt góður við okk- ur mömmu, enda var hann bara með henni til að nota hana og búa í íbúðinni sem við leigðum. En eitt kvöldið tók út yfir allt og mamma rak hann á dyr. Það er komið rökkur, svo að ég kveiki ljós i herberginu. A glugganum dunar þungt regn. Við sitjum áfram um stund og tölum saman og ég finn að í brjósti mér hefur vaknað einhver ný tilfinning gagnvart henni. Um miðnætti býður hún góða nótt og fer. Ég er þreyttur og fer beint í háttinn. Svo kemur nóttin. Eftir þetta kvöld kemur Vera oft í heimsókn og stundum sitjum við langt fram á nótt og tölum saman. Með okkur hefur tekist góð vinátta og við höfum um margt að tala. Á miðvikudag kemur togarinn í land. í síðdegiskaffitímanum stend ég við gluggann á matsalnum og horfi á hann sigla inn um hafnarmynnið. Upp frá þeim degi hittumst viðVera aðeins í vinn- unni. Hún eyðir tíma sínum með Ásgeiri, strák af togaranum. Hann er hávaxinn, dökkhærður og mjósleginn og yfir aug- um hans hvílir mjúk slikja. Á laugardagskvöldið ákveð ég að fara á ball í næsta kaupstað með Jóa og Finni, og klukkan níu um kvöldið stend ég í sundurleitum hóp fyrir framan sjoppuna og bíð eftir rútunni á ballið. Eftir að vodkaflaskan hans Finns hefur gengið nokkra hringi, kemur rútan og liðið treðst inn. Á leiðinni sit ég hjá Finni og hjálpa honum með vodkað, sem hann vill alls ekki öðruvísi en „dry“. Ballið er haldið í litlu félagsheimili. Fyrir utan er fullt af fólki og bílum, en við komumst samt fljótlega inn. Inni er fjölmenni og hljómsveitin nauðgar nýj- ustu popplögunum fyrir dansi. Finnur gengur til mín, klappar mér á öxlina og segir: Nú fáum við okkur stelpu, gamli. Ég glotti. — Það eina, sem er gott við þessar sveitapíur, heldur hann áfram, er að þær gera það almennilega. Litlar, ljóshærðar og graðar, — það er það sem ég vil. Fáðu þér sjúss, gamli. Hann réttir mér flöskuna og er síðan rokinn útá dansgólfið. Ég kaupi mér kók og blanda mér í glas. í þvögunni kem ég auga á Veru. Hún er að dansa við Ásgeir og tekur ekki eftir mér. Ég rölti um ball- staðinn, klára blandið og kjafta við nokkra vinnufélaga. Þegar ég kem aftur inn á dansgólfið, er hljómsveitin nýkomin úr pásu. Ég dansa 20

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.