Skólablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 22
ströndina og af hafi berst rigningarúði
og það er hálfnapurt í veðri.
í flæðarmálinu liggur fuglshræ. Því
hefur skolað á land á síðdegisflóðinu, og
þegar við göngum fram hjá, slær ónota-
legri lykt fyrir vit mín.
— Hvað þarftu að segja mér? spyr
hún, hættir og horfir á mig.
— Manstu nóttina eftir ballið? segi ég
og geri för með skónum í sandinn.
— Já, segir hún. Að vísu var ég tölu-
vert drukkin þá, en ég man allt sem gerð-
ist.
Hún þagnar, lítur út á hafið, snýr sér
svo að mér og segir: Þú ert ofsalega fínn
strákur og ég kann mjög vel við þig, en
það getur aldrei orðið meira.
— Af hverju ekki?
— Bara.
— En þú svafst samt hjá mér.
Það verður aftur smáþögn og hún
horfir djúpt inn í augu mín.
— Að sofa hjá er ekki að elska. Að
sofa hjá er fyrir mér líkamleg athöfn. Ég
hef sofið hjá mörgum strákum sem ég
hef varla þekkt neitt, átt með þeim eina
nótt og síðan ekki meira.
Hún leggur djúpa áherslu á orðin.
— Við verðum samt áfram vinir.
— Já, já, ætli það ekki, svara ég höst-
uglega og labba burt.
Hún stendur eftir í fjörunni.
Ég labba um þorpið. Hugsanir um
Veru brenna í huga mér. Þegar ég geng
fram hjá saltfisksverkuninni, sé ég að
það er ljós í glugganum á loftinu. Ég
nem staðar og lít á úrið mitt. Klukkan er
11.
Ég stend um stund og stari upp í glugg-
ann. Það hlýtur einhver að hafa gleymt
að slökkva, hugsa ég og ætla að labba á
brott, þegar ég tek eftir því að dyrnar á
húsinu eru opnar. Ég geng upp að dyrun-
um. Hurðinni hefur verið hallað upp að
dyrastafnum, og þegar ég lyfti henni frá,
heyrist brak.
Ég geng inn um dyrnar og kem inn i
vinnusalinn. Allt er slökkt og hljótt.
Ofan af loftinu berst ljósgeisli niður stig-
ann. Ég geng að stiganum, hlusta en
heyri ekkert hljóð ofan af loftinu. Ég
geng hljóðlega upp stigann.
Á kassa uppi á loftinu situr Gísli.
Hann snýr í mig baki. Hann hefur greini-
lega farið í bestu fötin sín og hann heldur
á svartri sálmabók milli handanna.
Allt í einu snýr hann sér við. Hann
hefur orðið mín var. Hann horfir á mig
undrandi og hálfóttasleginn, eins og
barn sem er staðið að verki við að gera
skammarstrik. Hann heldur fast um
svörtu, snjáðu sálmabókina með vinnu-
lúnum höndum, rauður í framan og
smeykur um að nú muni ég svipta hann
leyndarmáli hans.
Allt í einu finn ég til samúðar með
þessum einmana gamla manni og ég er
reiður út í sjálfan mig yfir forvitninni.
22
— Fyrirgefðu að ég ónáða þig, segi ég.
En ég átti leið hér hjá og sá ljósið í glugg-
anum og hélt að einhver hefði gleymt að
slökkva. Góða nótt.
Ég sný mér við og ætla að fara niður
stigann, en þá rís hann á fætur og gengur
til mín.
Ég sé að ofan á sálmabókinni heldur
hann á gamalli snjáðri ljósmynd.
— Segðu engum að ég hafi verið hér,
segir hann í bænarrómi.
— Nei, ég skal ekki gera það, segi ég.
— Það er út af henni.
Hann réttir mér ljósmyndina. Myndin
er af ungri, ljóshærðri stúlku með blá
augu.
— Hún er falleg, segi ég.
— Já, hún var falleg, svarar hann og
við göngum niður stigann og í átt að úti-
dyrunum.
— Þeir, sem guðirnir elska, deyja ung-
ir og verða að englum uppi á himninum,
segir hann. En ég er orðinn gamall og
bráðum dey ég líka og þá mun ég hitta
hana. Það færist fjarlægt bros yfir augu
hans, þegar hann segir þetta.
— Ég er viss um það, svara ég.
Úti fyrir er byrjað að rigna. Hann læs-
ir húsinu, og er við kveðjumst, segir
hann: Þú manst, hverju þú lofaðir mér.
Ég kinka vinalega kolli og horfi á eftir
honum staulast burt í rigningunni. Innan
stundar er ég á leiðinni niður að frysti-
húsinu.
Tifið í klukkunni, hlátur elskendanna
í næsta herbergi, vindgnauðið við glugg-
ann og regnið á rúðunni fylla hug minn
einmanaleik og þrá.
Frá því ég kom heim hef ég legið í rúm-
inu og reynt að yrkja ljóð til Veru. En þó
að ég hafi kafað djúpt ofaní huga minn,
hafa orðin flotið burt og ég hef rekið mig
á botninn.
í kvöld er höfuð mitt fullt af vatni og
marglitum fiskum sem eru orð og synda
um, og þó að ég reyni, tekst mér ekki að
veiða þá og festa á blað.
Á slíkum kvöldum vill maður helst
hverfa ofan í sængina og svefninn, eitt-
hvað langt burt, eitthvað langt burt.
Ég er hálfsofnaður er ég hrekk upp
með andfælum við hávaða og læti
frammi á ganginum. Ég lít á klukkuna.
Hún er eitt. Ég ligg um stund kyrr og
hlusta á kvenmannsrödd sem hálftalar,
öskrar og grætur, en klæði mig svo og
opna herbergishurðina.
í dyragættinni á herbergi sínu stendur
Vera. Hún er klædd í náttkjól og á bak
við hana sé ég glytta í undrandi andlit
stúlkunnar sem deilir með henni her-
bergi. í faðmi Veru liggur kona í kringum
fertugt. Hún er klædd í grágræna,
krumpaða kápu, slitna, háhælaða skó og
hár hennar er skítugt. Það er lykkjufall
á sokkabuxunum. Hún þrýstir sér upp
að Veru hágrátandi og tautar drafandi
röddu: „Ég vil vera hjá litlu stelpunni
minni. Mamma vill ekki að stelpan sín
fari frá sér“
Á ganginum stendur Pétur húsvörður,
tvístígur og veit ekki hvað hann á af sér
að gera. Við hlið hans stendur maður um
fimmtugt,illa rakaður og klæddur í
leðurjakka, greinilega leigubílstjóri.
Vera styður konuna inn í herbergið og
hjálpar henni að leggjast í rúmið. Hún
heldur áfram að gráta og muldrar um
leið í sífellu eins og upp úr óráði.
Vinkona Veru gengur að leigubílstjór-
anum og spyr hvort hann hafi keyrt hana
hingað.
— Já, hún pantaði bíl úti á tanga og
grátbað mig um að keyra sig hingað,
sagðist skyldu borga tvöfalt. Hún var öll
marin og blá, þegar hún kom upp í bíl-
inn, og grét og umlaði í aftursætinu allá
leiðina, svarar hann. — Ég skal borga
bílinn, svarar Jóhanna, fer inn i herberg-
ið, nær í peninga og réttir bílstjóranum.
Hann og Pétur húsvörður ganga niður-
lútir í burtu.
f rúmi Veru er konan sofnuð, en öðru
hverju fer titringur um líkamann. Vera
losar sig úr faðmi hennar, grípur úlpuna
sína og hleypur eftir ganginum og niður
stigann.
Ég klæði mig í úlpu og fer á eftir
henni.
Nóttin er til að gráta í, því að aldrei
finnur maður eins sárt til einmanaleika
og óhamingju og í myrkri næturinnar.
Og ef menn eru óhamingjusamir á annað
borð, þá gráta þeir oft en sjaldnast lengi
í einu, því að flestir fá þeir einhverja
huggun á endanum. Sumir fá hana innan
frá, aðrir frá annarri persónu. En ef
maður finnur ekki þessa huggun innan
frá og hefur engan til að halla sér upp að,
þá grætur maður áfram. Það er þess
vegna sem Vera grætur í nótt, hásum,
ekkafullum gráti, því að hún hefur
skynjað að í rauninni á maður aldrei
neinn að nema sjálfan sig.
Hún stendur við höfnina í myrkrinu
og öðru hverju fer um hana kuldaskjálfti
og í skolleitu hári hennar glitra regn-
dropar. Ég stend um stund og horfi á
hana, en geng síðan til hennar og legg
hönd mína yfir öxl hennar. — Ekki
gráta, segi ég, en orðin afskræmast í
raddböndum mínum og koma út eins og
sarg í ónýtri fiðlu. Vera lítur í augu min,
en svo þrýstir hún sér að mér.
Og þarna stöndum við við höfnina,
tvær mannverur sem fyrir tilviljun áttu
samleið eitt sumar í frystihúsi úti á landi.
Fyrir neðan ólgar hafið, dimmt, djúpt og
kalt eins og þungur söngur myrkurs og
dauða.
Kristján Þórður Hrafnsson.