Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.12.1985, Side 23

Skólablaðið - 01.12.1985, Side 23
MERKISVIÐTAL Ritnefnd langaöi að fræðast aðal- lega um hagi og þá aðallega fjárhagi Framtíðarinnar. Við spurðum Hlyn Níels Grímsson, gjaldkera Framtíðar- innar frétta, og sagði hann okkur allt af létta. Nú er þú gjaldkeri Framtíðarinnar. Hvernig gengur að rétta við fjárhaginn eftir sukkið og svínaríið undanfarin ár? Það gengur ágætlega. Ekki þurfti að vísu að reisa hann alveg við. En það voru þó ýmsir reikningar, sem þurfti að borga. Sala á söngbók Framtíðarinnar gengur vonum framar, og vona ég, að svo verði áfram. Nú hefur ræðuliði skólans gengið vel á ræðumótum í vetur, og hafa forseti og stjórn Framtíðarinnar unnið þar gott verk. Vinnið þið að fleiri stórverk- efnum? Já. Vil ég þar fyrst nefna útgáfu Skin- faxa, málgangns félagsins, en einnig stendur endurskoðun laga yfir. Menntskælingar þurfa þá ekki að hafa áhyggjur af óskabarni skólans, Framtíðinni? Ég held ekki, þetta er allt á góðri leið. Að lokum vildi Hlynur taka fram, að ræða hans á kosningakvöldinu í fyrra Framtíðin er óskabarn skólans. Er Hlynur óskabarn Framtíðarinnar? hefði verið misskilin. Þar hefði ekkí verið um að ræða gagnrýni á einstaka frambjóðendur. Persónuleikar kennara Hér vil ég reyna að gefa þér svar við spurningunni: Hvernig á kennari að vera? Líklegast myndu engir tveir, sem spyrðir væru, gefa sams konar svar við henni, en ég held, að eftirfarandi yrði samþykkt af flestum. I fyrsta lagi: Persónuleiki kennarans ætti að vera þægilega lifandi og haldinn smá-aðdráttarafli. Þetta á alls ekki við það fólk, sem er líkamlega ósköp venju- legt eða hreint og beint ljótt, því að margt slíkt hefur umtalsverða persónu- töfra. En þetta gildir hins vegar um það fó!k, sem sleppir sér auðveldlega, er haldið sjálfsvorkunn, er fráhrindandi, kaldhæðið, biturt, sálsjúkt og er yfir- þyrmandi. Ég vil líka segja, að þetta eigi við allt leiðinlegt eða hreinlega neikvætt fólk. Ég mun halda fast við það, er ég ritaði í fyrri bók minni, að skólabörn þjáist vafalaust meira af leiðindaseggj- um en hrottum. í öðru lagi er það ekki einungis þægi- legt, heldur og nauðsynlegt, að kennari hafi náttúrulega hæfileika til samúðar, í fyllstu merkingu þeirra orða, — hæfi- leika til að stilla sjálfan sig inn á bylgju- lengd tilfinninga og hugsana annars fólks, og þá sérstaklega, — vegna þess að flestir kennarar eru barnaskólakennarar, — inn á tilfinningar og hugsanir barna. Náskyldur þessu er hæfileikinn að vera umburðarlyndur, — ekki, að sjálfsögðu, gagnvart ranglæti, heldur gagnvart þeim veikleika og vanþroska fólks, sem leiðir það — og þá aftur sérstaklega börn — til mistaka. í þriðja lagi finnst mér það nauðsyn- legt hverjum kennara að vera bæði and- lega og siðferðislega heiðarlegur. Þetta táknar ekki, að sá eigi að vera hreinn dýrlingur. Það táknar, að hann eigi að gera sér grein fyrir andlegum styrk sínum og takmörkunum og verði að hafa hugsað um og ákveðið, eftir hvaða sið- ferðisreglum líf hans eigi að stjórnast. Það er engin mótsögn, sem felst í því, að ég segi, að kennari eigi einnig að vera nokkur leikari. Það er hluti af þeirri tækni að kenna, sem krefst þess, að kennari eigi að geta öðru hverju sett eitt- hvað smávegis á svið — til að lífga upp kennslustund, leiðrétta vitleysu eða hrósa. Börn, sérstaklega ung börn, lifa í heimi talsvert stærri en hinum raunveru- lega. Kennari verður að halda sér á verði andlega. Hann mun ekki komast inn í starfsgreinina, ef hann er of litlum gáfum búinn, en það er allt of auðvelt, jafnvel fyrir fólk búið gáfum yfir meðal- lagi, að staðna í veitsmunum — og það táknar innri hrörnun. Kennari verður að vera fljótur að aðlaga sig hvaða aðstæð- um sem er, hversu ólíklegar sem þær annars virðast (slíkar koma oft upp), og vera fær um að snúa sig út úr þeim sam- stundis. (Ég vil hér láta það koma fram, að notkun persónufornafnsnins „hann“ í þessari bók er einungis til hagræðingar og þæginda.) Á hinn bóginn verður kennari að vera búinn óendanlegri þolinmæði. En hún er að mínu viti — að miklu leyti byggð upp á sjálfsaga og sjálfstjórn; engu okkar er gefin hún í vöggugjöf. Hann verður að vera býsna stæltur, kennsla er mjög taugastrekkjandi. Og hann verður að geta átt við óteljandi vandamál, sem þjá þá fullorðnu, er umgangast börn. Að lokum held ég, að kennari ætti að vera þannig skapi farinn, að hann vilji aldrei hætta að læra. Kennsla er starf, sem enginn getur fullkomnað; það er alltaf eitthvað nýtt að brjótast upp á yfir- borðið í kennslumálum. Það eru þó þrjú aðalmálefni, sem helst má læra af: grein sú eða greinar, sem kennarinn kennir — aðferðir þær, sem ganga best við að kenna þær einstökum nemendum, og — síðast en ekki síst — börnin, unga fólkið eða þeir fullorðnu, sem á að kenna. Tvö aðalmálefnin í breskri menntastefnu nú á tímum eru þau, að menntun er mennt- un heillar persónu, og það, að hennar er best aflað með fullum og áhrifaríkum skilningi milli tveggja persóna, kennar- ans og nemandans. (úr TEACHING AS A CARREER eftir H.C.DENT) lauslega snarað úr ensku af Þóri Sandholt. 23

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.