Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.12.1985, Qupperneq 24

Skólablaðið - 01.12.1985, Qupperneq 24
Hinn 7. janúar árið 1906 var Ung- mennafélag Akureyrar stofnað, og var það hið fyrsta í röð margra ungmennafé- laga. Helstu hvatamenn að stofnun þess voru þeir félagarnir Jóhannes Jósefsson og Þórhallur Björnsson. Höfðu þeir kynnst norskum ungmennafélagsskap og fundist svo mikið um, að þá fýsti að stofna slíkan félagsskap meðal íslenskrar æsku. Tilgangur þessa félagsskapar var fjórþættur: 1. Að reyna að vekja æskulýðinn af hin- um þunga svefni hugsunarleysis og sljóleika fyrir sjálfum sér tii einingar og framsóknar, vekja lifandi og starf- andi œttjarðarást í brjóstum íslenskra ungmenna, en eyða flokkshatri og pólitískum flokkadrætti. 2. Að reyna af alefli að vekja löngun hjá æskulýðnum, á aldrinum 15—30 ára, tilþess að starfá fyrir sjálfan sig, land sitt og þjóð. 3. Að temja sér að beita starfskröftum sínum í félagi og utan félags. 4. Að reyna af fremsta megni að styðja, viðhalda og efla allt það, sem er þjóð- legt og rammíslenskt og horfir til gagns og sóma fyrir hina íslensku þjóð. Sérstaklega skal leggja stund á að fegra og hreinsa móðurmálið. Hvílíkir hugsjónamenn hafa þessir brautryðjendur ungmennafélagshreyf- ingarinnar verið! En hvernig skyldi svo hafa gengið að fylgja þessum fögru fyrir- heitum eftir? Lítum á árangur þessa starfs: Mikill hluti æskulýðs nútímans lætur mata sig á allra handa afþreyingar- efni í sjónvarpi,útvarpi eða af mynd- böndum. Oft er þetta afþreyingarefni argasta rusl; morð, barnaklám, nauðg- anir og þaðan af verri hlutir eru uppi- staða söguþráðarins. Allt of lítið er um það, að ungt fólk taki sjálfstæðar ákvarðanir í stað þess að láta berast með straumnum og „gera eins og allir hinir“. Ekki verður heldur sagt, að hinn íslenski meðalunglingur sé þungt haldinn af ætt- jarðarást — öðru nær. Hvarvetna þar sem tvö eða fleirí íslensk ungmenni eru saman komin, er næstum ómögulegt að heyra óbrenglað íslenskt tungutak. Stundum þarf ekki tvo til, einn nægir alveg, þegar sumir nemendur í þessum skóla eiga í hlut. Með þessu er ég ekki að fara fram á, að æskan temji sér tungutak hinna fornu íslendinga Egils Skalla- Grímssonar, Gunnars á Hlíðarenda o.fl., þótt slíkt væri æskilegt. Ég bið aðeins um að fá að heyra óbrenglað íslenskt tungutak. Hin þjóðlega og rammíslenska íþrótt, íslensk glíma, hefur lengi þótt horfa til gagns og sóma vorri þjóð. Einu sinni þóttu þeir piltungar, sem lítt sinntu glímubrögðum, undarlegir mjög, og önnur börn forðuðust þá sem heitan eld- inn. Nú er þessu öfugt farið: Ef ungur drengur nú á dögum fær þá undarlegu flugu í höfuðið að ætla að æfa glímu, liggur við, að hringt sé á lækni og beðið um lyf við óráði. Hvað skyldi verða sagt úti um heim, ef þangaðbærust þær frétt- ir, að þjóðaríþrótt íslendinga, glíman, heyrði nú sögunni til? Ef til vill ættum við íslendingar að leggja glimubúning- inn á hilluna margfrægu og taka í stað- inn upp þann „göfuga“ sið að narta í steikta hænsnfugla, sem falboðnir eru á þar til gerðum stöðum, hverra nöfn virð- ast flest hafa á sér einhvern undarlegan „American Style“. Þórbergur Þórðarson lýsti þessu ástandi þjóðarinnar einstak- lega vel á sínum tíma: „Þjóðin er að úrkynjast — einu sinni var hún þó hraust. Menn eru orðnir kjöt- rýrir og gauðalegir, rétt eins og þeir standi í eilífu ástabralli, afþví að enginn nennir að fljúgast á. Það þarf að endur- reisa þjóðina: steyta hana upp í áflog og rofavinnu og skíðabrautarvesen og kenna henni að stinga sér kollskít, til þess að hún fái holdin aftur. — Islandi allt! Áfram! Upp og fram en hvergi niður! Islandi alt! Allir eitt!“ Flestum ætti að vera kunnugt að ung- mennafélagshreyfingin fær mestan hluta tekna sinna af hinum svokölluðu sveita- böllum. Þeir, sem komið hafa á slíka samkundu, munu vera mér sammála um, að óvíða séu fjörugri skemmtanir. Ýms- um þykir það þó skjóta allskökku við, að ungmennafélögin skuli standa fyrir þess- um skemmtunum, því að þeim fylgir undantekningarlítið talsverð áfengis- neysla, sem látin er óátalin af dansleikja- höldurum (ungmennafélagsforkólfun- um). Ég hélt í barnslegri sannfæringu minni að títtnefnd ungmennafélög hefðu einsett sér að stuðla að heilbrigðu ALLES skemmtanahaldi, þar sem fólk væri með fullri meðvitund og hefði fulla stjórn á gjörðum sínum. Það er greinilega mesti misskilningur hjá mér. Á bak við fögur vígorð og fallega fána lúrir samkunda nokkurra manna, sem hugsa um það eitt að komast yfir sem mest fé á sem skemmstum tíma. Helsta uppfinning þessara manna til slíks eru þær rosalegu útihátíðir, sem haldnar eru víðs vegar um land, fyrstu helgi ágústmánaðar ár hvert. Þær virðast vettvagur taumlítillar drykkju unglinga, sem flykkjast á þær í stórum hópum. Sé litið aðeins á þjóðrembinginn sem gætir í stefnuskrá þessara samtaka, kem- ur kyndugt í ljós. M.a. eiga þau nokkuð sameiginlegt með mið-evrópskri þjóð- ernishreyfingu, sem skaut upp kollinum seint á 3. áratug þessarar aldar. Vígorð íslensku hreyfingarinnar eru íslandi allt! en mið-evrópsku Deutschland úber alles! Magni Þ. Pálsson, 6X ISLAND ÚBER VIDEO - GULL VESTURGÖTU 11 — REYKJAVÍK OPIÐ FRÁ KL. 14.00 til KL. 23.00 ALLA DAGA 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.