Skólablaðið - 01.12.1985, Side 25
Heimsmet
sett í
hringakstri
Á miðnætti laugardaginn 9. nóvember
1985 lögðu fimm ungir M.R.-ingar, þeir
Aðalsteinn Þorarinsson, Ágúst Ólafs-
son, Sigurður Þorsteinsson, Sigurður
Sturla Pálsson og Steingrímur B. Björns-
son, af stað í 15 klukkustunda hringakst-
ur á Hagatorgi. Ætlunin var að setja
heimsmet í hringakstri og vekja þannig
athygli á blómlegu félagslífi innan M.R.
Reyndar var upphaflegi tilgangurinn að
safna áheitum fyrir dimmissjón og út-
skriftarsjóð, en á það leist æðstu yfir-
völdum skólans alls ekki. Hvers vegna,
vita fáir.
Akstrinun var þannig hagað, að tveir
óku í senn í eina klukkustund, en þá var
stansað smástund og skipt um ökumenn.
Á meðan tveir óku, höfðust hinir þrír við
í upphituðu tjaldi, sem komið var fyrir á
miðju Hagatorgi. Fyrst í stað leit út fyrir,
að kalt yrði í tjaldinu, vegna þess að
hitunarbúnaðurinn bilaði. En úr rættist,
er velgarðamaðurinn Björn Ingi kom
færandi hendi með prímus.
Þegar blaðamenn Skólablaðsins
spurðu, hvort Bakkus konungur væri
með í ferð, var því þverneitað, enda kom
lögreglan til þess að lesa af kílómetra-
mælinum, áður en lagt var af stað. Auk
þess komu þeir annað slagið að athuga,
hvort okkar menn væru ekki á sínum
stað.
Mikið fjölmenni var við upphaf hinn-
ar sögulegu ökuferðar, um það vil 15
manns. Hurfu þeir, jafnskjótt og akstur-
inn hófst. Um þrjúleydð, þegar ballið
var búið á Sögu, þurftu ökumennirnir að
beita ýtrustu ökuhæfni til þess að kom-
ast hjá að aka niður dauðadrukkið fólk-
ið. Klukkan 3.30 fór að hægjast um, og
hélst allt rólegt þangað til klukkan 10
morguninn eftir. Fór þá að drífa að fólk.
Mátti þar helst kenna fjölskyldur öku-
mannanna. En um svipað leyti dró það
til tíðinda, að þeir, sem áttu að taka við
akstrinum, voru ekki vaknaðir. Öku-
mennirnir þeyttu bílhornið og görguðu
út um gluggann langtímum saman. Loks
stökk Aðalsteinn út úr bílnum á ferð, og
Söguleg stund, lagt upp í hringferð.
vöknuðu sofendurnir á heldur óþægi-
legan hátt. Aðalsteinn hellti nefnilega
ísköldu vatni á höfuð þessara heiðurs-
manna. Hefur ritnefnd fregnað, að
erfiðlega hafi gengið fyrir Aðalstein að
komast aftur út úr tjaldinu. Klukkan 12
á hádegi var byrjað að „grilla“. Upphófst
þá mikið rifrildi um, hver ætti að aka á
meðan. Vegna misklíðarinnar lá við, að
upphaflegáætlun um að aka til klukkan
3 stæðist ekki, heldur væri hætt klukkan
12. Tókst þó að lokum að setta menn
með mútum.
Klukkan 3 var svo heimsmetið sett og
skálað í kampavíni. Voru þeir kumpánar
þá búnir að aka 532 kílometra eða 1866
hringi á 15 klukkustundum. Meðalhrað-
inn var 35,8 km/klst.
Heimsmetið tókst vel í alla staði, enda
öngvir aukvisar, sem að því stóðu.
Skipulagið var gott, en verst þykir mér,
að áheitasöfnunin náði ekki fram að
ganga.
Vilja heimsmethafarnir koma sér-
stökum þökkum til Óskars Ólasonar
yfirlögregluþjóns og starfsmanna hans.
Skoda-umboðið fær þakkir þeirra félaga
fyrir lánið á bílnum, og einnig senda þeir
Ökumennirnir saman komnir. Frá hægri:
Sigurður Sturla Pálsson, Steingrimur B.
Björnsson, Aðalsteinn Þórarinsson, Sigurður
Þorsteinsson, Ágúst Ólafsson.
Sól hf. hugheilar ástarkveðjur, en hún
styrkti uppátækið.
Undirritaður óskar ökumönnunum til
hamingju og játar nú í lokin, að hann
bjóst alls ekki við, að áætlunin næði
fram að ganga.
Þórður Þórarinsson.
Bakkus slæst í för: Heimsmethafarnir að loknu verki, skála í kampavíni.
25