Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 25

Skólablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 25
Heimsmet sett í hringakstri Á miðnætti laugardaginn 9. nóvember 1985 lögðu fimm ungir M.R.-ingar, þeir Aðalsteinn Þorarinsson, Ágúst Ólafs- son, Sigurður Þorsteinsson, Sigurður Sturla Pálsson og Steingrímur B. Björns- son, af stað í 15 klukkustunda hringakst- ur á Hagatorgi. Ætlunin var að setja heimsmet í hringakstri og vekja þannig athygli á blómlegu félagslífi innan M.R. Reyndar var upphaflegi tilgangurinn að safna áheitum fyrir dimmissjón og út- skriftarsjóð, en á það leist æðstu yfir- völdum skólans alls ekki. Hvers vegna, vita fáir. Akstrinun var þannig hagað, að tveir óku í senn í eina klukkustund, en þá var stansað smástund og skipt um ökumenn. Á meðan tveir óku, höfðust hinir þrír við í upphituðu tjaldi, sem komið var fyrir á miðju Hagatorgi. Fyrst í stað leit út fyrir, að kalt yrði í tjaldinu, vegna þess að hitunarbúnaðurinn bilaði. En úr rættist, er velgarðamaðurinn Björn Ingi kom færandi hendi með prímus. Þegar blaðamenn Skólablaðsins spurðu, hvort Bakkus konungur væri með í ferð, var því þverneitað, enda kom lögreglan til þess að lesa af kílómetra- mælinum, áður en lagt var af stað. Auk þess komu þeir annað slagið að athuga, hvort okkar menn væru ekki á sínum stað. Mikið fjölmenni var við upphaf hinn- ar sögulegu ökuferðar, um það vil 15 manns. Hurfu þeir, jafnskjótt og akstur- inn hófst. Um þrjúleydð, þegar ballið var búið á Sögu, þurftu ökumennirnir að beita ýtrustu ökuhæfni til þess að kom- ast hjá að aka niður dauðadrukkið fólk- ið. Klukkan 3.30 fór að hægjast um, og hélst allt rólegt þangað til klukkan 10 morguninn eftir. Fór þá að drífa að fólk. Mátti þar helst kenna fjölskyldur öku- mannanna. En um svipað leyti dró það til tíðinda, að þeir, sem áttu að taka við akstrinum, voru ekki vaknaðir. Öku- mennirnir þeyttu bílhornið og görguðu út um gluggann langtímum saman. Loks stökk Aðalsteinn út úr bílnum á ferð, og Söguleg stund, lagt upp í hringferð. vöknuðu sofendurnir á heldur óþægi- legan hátt. Aðalsteinn hellti nefnilega ísköldu vatni á höfuð þessara heiðurs- manna. Hefur ritnefnd fregnað, að erfiðlega hafi gengið fyrir Aðalstein að komast aftur út úr tjaldinu. Klukkan 12 á hádegi var byrjað að „grilla“. Upphófst þá mikið rifrildi um, hver ætti að aka á meðan. Vegna misklíðarinnar lá við, að upphaflegáætlun um að aka til klukkan 3 stæðist ekki, heldur væri hætt klukkan 12. Tókst þó að lokum að setta menn með mútum. Klukkan 3 var svo heimsmetið sett og skálað í kampavíni. Voru þeir kumpánar þá búnir að aka 532 kílometra eða 1866 hringi á 15 klukkustundum. Meðalhrað- inn var 35,8 km/klst. Heimsmetið tókst vel í alla staði, enda öngvir aukvisar, sem að því stóðu. Skipulagið var gott, en verst þykir mér, að áheitasöfnunin náði ekki fram að ganga. Vilja heimsmethafarnir koma sér- stökum þökkum til Óskars Ólasonar yfirlögregluþjóns og starfsmanna hans. Skoda-umboðið fær þakkir þeirra félaga fyrir lánið á bílnum, og einnig senda þeir Ökumennirnir saman komnir. Frá hægri: Sigurður Sturla Pálsson, Steingrimur B. Björnsson, Aðalsteinn Þórarinsson, Sigurður Þorsteinsson, Ágúst Ólafsson. Sól hf. hugheilar ástarkveðjur, en hún styrkti uppátækið. Undirritaður óskar ökumönnunum til hamingju og játar nú í lokin, að hann bjóst alls ekki við, að áætlunin næði fram að ganga. Þórður Þórarinsson. Bakkus slæst í för: Heimsmethafarnir að loknu verki, skála í kampavíni. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.