Skólablaðið - 01.12.1985, Side 26
Áriö 1984—85 var án efa eftirminni-
legasta starfsár Framtíðarinnar. Kemur
þar margt til: glæsilegir sigrar í ræöu-
keppnum á Stór-Reykjavíkursvæðinu
og út á landsbyggðinni, sem síðar
leiddu til eftirminnilegs sigurs í fullu Há-
skólabíói, og bakslagið: ótrúleg fjár-
málaóreiða og misnotkun á fé félags-
ins.
Kosinn var stjórn og forseti vorið
1984. Var Úlfur Hróbjartsson kosinn for-
seti, en Gunnar Gylfason gjaldkeri. í
stjórn hlutu kosningu: Björn Sveinn
Björnsson, ritari, Þorlákur Jónsson og
Halla Jónsdóttir.
Keppnin Orator minor var haldin, og
hlaut þar Kristján Hrafnsson titilinn
Orator minor. í hinu sigursæla ræðuliði
voru auk Kristjáns Hlynur Níels Gríms-
son og Jóhann F. Haraldsson og Agnar
Hansson var liðsstjóri.
Hin hefðbundna starfsemi Framtíð-
arinnar var ósköp svipuð og síðastliðin
100 ár, en segja verður, að athyglin
beindist umfram allt að ræðuliðinu,
sem lagði hvern andstæðinginn áfætur
öðrum. Kann þetta að hafa haft einhver
áhrif á hve seint vitnaðist um fjármálin
og lengt gálgafrestinn, því að ekki var
gengið í málið fyrr en í lok skólaárs.
Björn Sveinn, Þorlákur og Halla, sem
stóðu ekki að fjárdrættinum, höfðu þó
gert tilraunir til að fá að vita, hvað væri
á seyði, en ekki fengið fullnægjandi
upplýsingar. Fyrrnefndir stjórnarmenn
höfðu þó augljósan rétt til að vita stöðu
félagsins, og ef framgangur þeirra
hefði verið meiri, hefði bakslagið orðið
minna.
Tómas Guðbjartsson hafði þegar í
nóvember gert athugasemd við fjármál
félagsins, en fékk þau svör, að um af-
skiptasemi væri að ræða og staða fé-
lagsins væri í lagi.
Tómas Guðbjartsson: Þetta var leið-
indamál. Eftir uppljóstrun málsins
reyndi ég að hindra með öllum hugsan-
legum leiðum, að mál, þessu líkt, gæti
hugsanlega komið upp aftur.“
Árshátíð Framtíðarinnar, sem er ein
veigamesta hátíð ársins, var haldin
með pompi og pragt í veitingahúsinu
Þórscafé. Seldust ótölusettir miðar vel,
og var þessi hátíð ógleymanleg að
mörgu leyti, m.a. því, að innkoma fyrir
selda miða mun eflaust ávallt verða
mikið spurningarmerki. Mörgu var
slegið fram, en ekkert verður í raun
staðhæft um þetta leiðindaatvik.
12. mars 1985. Casa Nova. Tómas in-
spector krefst að fá bókhaldsgögn
Framtíðarinnar. Yfirheyrslur hefjast. 67
þúsunda fjármálaT,flopp“ liggur fyrir.
Allir undir grun. Tómas inspector skip-
ar rannsóknarnefnd, sem sitja í auk
hans, Anna Gunnarsdóttir, Friðbert
Friðbertsson, Gunnar Auðólfsson og
Jón G. Þormar. Athyglisvert er, að Gylfi
Magnúson scriba, sem vildi brenna
sakborninga á báli, og Árni Hauksson
quaestor áttu ekki sæti í nefndinni.
Árni Hauksson: Hneykslið frá því í fyrra
er útkljáð, en hættan er enn, verði lög-
um Skólafélagsins og Framtíðarinnar
ekki breytt.
Nótur lágu fyrir öllum 67 þúsundun-
um. 8.000 Hrafninn (22 krúsir), 10.000
leigubílar, herraföt og skór, Guðjón,
Sómalía (M.H.), Bristol (vindlar) og fleiri
nautnaseggjafyrirtæki voru með í
,,floppinu“. í ofangreindri rannsókn
mátti greina örlítinn vott um vinagjöf, en
framgangur Tómasar var til sóma og at-
hugasemdarlaus.
Fjármálamisferli viðgengst í mörgum
skólum og félögum, og er þetta ekki
neitt einsdæmi, en þó keyrði hér um
þverbak í eyðslu. Ekki má heldur
gleyma því, að þátttakendur voru marg-
ir og nutu örlætis félagsins.
Alls voru 13 embættismenn reknir
þennan erfiða vetur í gamla latínuskól-
anum.
Ari Bragason.
Framtíðarhneykslið
Ég hélt því fram í kosningabaráttunni
í fyrra, að lög Skólafélagsins væru mein-
gölluð, og stend ennþá fast á þeirri skoð-
un minni. Á þetta ekki síður við um lög
Framtíðarinnar. Tökum sem dæmi lög
Skólafélagsins um kakósöluna. í þeim
stendur ekki einn stafur um það, hvert
hagnaður af rekstrinum eigi að renna
eða hvort hann eigi í rauninni að vera
nokkur. Þetta litla dæmi er lýsandi bæði
fyrir lög Skólafélagsins og Framtíðar-
innar. Slík óreiða í fjármálastjórn hlýtur
að leiða til misferlis, og eru löggiltir end-
urskoðendur Skólafélagsins mér sam-
mála um það. Slíkt kom einmitt á daginn
í fyrra, er óvandaðir menn völdust til
embætta, bæði innan Skólafélagsins og
Framtíðarinnar. Hins vegar vorum við
svo heppin að hafa þá Tómas Guðbjarts-
son inspector, sem tók á málinu af mikilli
röggsemi. Hneykslið frá því í fyrra er út-
kljáð, en óreiðan í lögunum stendur eftir
sem áður. í ár höfum við aftur mjög
hæfan inspector, Gunnar Auðólfson, og
með honum hæfa samstarfsmenn, en
hætta er samt sem áður alltaf á ferðum.
Óvandaðir menn munu aftur veljast til
embætta, og þá er voðinn vís, því að þá
er allsendis óvíst, að í embætti verði ann-
ar eins inspector og Tómas Guðbjarts-
son.
29.10.1985
Árni Hauksson.
26