Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.12.1985, Side 27

Skólablaðið - 01.12.1985, Side 27
Þaö er býsna langt síðan viö hittumst síöast. Raunar finnst mér löngu kominn tími til, aö viö förum aö hittast einhvern tímann á næst- unni. Ég skil bókstaflega ekki, hvernig stendur á því, aö viö höfum ekki hitzt oftar. Er þaö vegna þess, aö ég hef setið hérna í tukthúsinu? Kærir þú þig ekki um aö hitta tukt- húslim? Er áralöng vinátta okkar þér einskis verö? Ja, ég bara spyr. Þetta er nú líka hálft í hvoru þér aö kenna. Þaö varst þú, sem bauðst méríþessaveizlu. Þú getursjálfum þér um kennt, ef þú hefur oröiö fyrir einhvers konar óþægindum af mínum völdum. ekki man ég eftir aö hafa gert neitt vanhugsaö þarna um kvöldið. Málin bara þróuðust svona. Ég man aö vísu ekki alveg, hvaö mágur þinn sagöi viö mig, en engu aö síður er ég þess fullviss, aö ég heföi ekki barið hann af slíkri kostgæfni að ástæðulausu. Kjálka- brot bróður þins og brotnar tennur eiga sér líka ofureinfalda skýringu. Maðurinn kallaöi mig fant! Ég skil hreinlega ekki, hvers vegna þú varst að hringja á lögregluna. Ég barði nú ekki fastar en þaö í hann frænda þinn, aö hann stóö ekki einu sinni upp úr hjólastólnum til að taka á móti! Já, vel á minnzt. Hvaö er þetta „spastísk lömun“? Þaö var sannarlega slæmt, aö hurðirnar skyldu allar vera lokaöar. Ég er ein- hvern veginn ekki í skapi til aö fást viö lokaðar hurðir meö jafnaðar- geöi. Ég lofa því aö borga þér þær og gluggana, sem brotnuðu strax og ég er búinn aö borga viðgerðina á þessum bílgarmi, sem var aö þvælast þarna fyrir mér, og svo vitanlega sektina fyrir aö aka undir áhrifum áfengis. Kannski get ég svo Ég skil hrcinlega ekki hvers vegna þú varst að hringja á lögregluna. hjálpaö þér aö kaupa nýjan bíl seinna meir. Ég losna út eftir hálfan mánuö. Mamma sagöi mér, aö systir þin ætlaði einmitt aö fá aö halda brúö- kaupsveizluna sína heima hjá þér þá um kveldið. Sjáumst! Þinn einlægur vinur. Skófli. ÍSLENSKT ALÞJÓÐAFYRIRTÆKI LAUGAVEGI 10 SÍMI 27788. JV/ 27

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.