Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.12.1985, Qupperneq 28

Skólablaðið - 01.12.1985, Qupperneq 28
ISLAND — gata í L.A. Á Laugaveginum: Roskinn maður, fyrir framan grátt, draugalegt íbúðar- hús, opnar bíldyrnar. Bubbi, sem stígur á undan mér út úr bílnum, þakkar mann- inum og brosir snöggt, en vinalega til Ijósmyndara, sem hefur líklega verið bú- inn að bíða lengi eftir tækifæri til að sjá hann með eigin augum. Eftir tvær mynd- ir gengur Bubbi ákveðið að inngangin- um. Á leiðinni upp tröppurnar leiðir hann talið að væntanlegri plötu sinni, sem sænskt útgáfufyrirtæki mun gefa út, og tónleikaferðalagi um Evrópu, sem fylgja á í kjölfarið. Hann segist hafa gert 4ra ára samning og fyrsta platan verði ein- hvers konar afturhvarf til Utangarðs- manna-áranna. Er upp í íbúðina kemur, vísar Bubbi mér til sætis í stofunni og biður mig að bíða eitt augnablik, meðan hann lagi te. Skömmu síðar kemur hann aftur með tvo bolla, leggur þá á borðið og sest. Um leið og hann hefur kyngt fyrsta sopan- um, segir hann: „Jæja, eigum við að byrja?“ Við þessa óvæntu spurningu bregður mér örlítið, en er vissulega fljót- ur að átta mig, halla mér rólega aftur í stólnum, lít svo glottandi á hann og segi: „Þú mátt byrja, orðið er laust“ — en bæti svo við: „Hvenær byrjaðirðu að spila?“ „Ég byrjaði að spila 15—16 ára, — fékk gítar í afmælisgjöf 8 ára. Ég var far- inn að pæla í músík, þegar ég man eftir mér, hlustaði á Lec Belly, Billy Holiday o.fl., þetta lið, sem lagði grunninn að þjóðlagabyltingunni á sínum tíma og rokkbyltingunni. Ég hlustaði aldrei á Bítlana, fílaði þá aldrei, fílaði Stones helvíti vel, fékk fyrstu plötuna 8—9 ára, skildi textana ekkert. Þetta voru svona „Johnny-Rock- in“ frasar. Það er skrýtið, ég náði að upp- lifa þessa bylgju frá upphafi, sá svo Zeppelin og Deep Purple 1970 og gerðist alvarlegt „fan“. Ég spilaði lög þessara manna fyrir sjálfan mig og á fylliríum á sjónum. Þetta var „standard fílingur“, spilaði um borð í bátunum og á verbúðum." „Telur þú það hafa verið heppni, þegar 28 þú slóst í gegn á sínum tíma?“ „Já, 10°7o hæfileikar, 90% vinna og heppni. Annars með mig, ég kom á góð- um tíma inn. Þetta er allt spursmál um það, sérstaklega í músíkbransanum. Það dettur kannski eitthvað inn 5 árum seinna, kannski miklu merkilegri hlutir, en það fer ekkert meira fyrir þeim, vegna þess að tíminn er allt annar. Þetta var Allar hljómsveitir þurfa „Front“, í þessu til- felli, — mig. sama með Dylan, Stones Bitlana og Zeppelin. Jú, ég held, að hæfileikana hafi ég, en líka, að þetta hafi verið rétt „tæming“ og mikil vinna. Svo er bara, hversu alvarlega maður tekur sig. Rokk- tónlist er líka oft þannig, að menn yfir 25 ára veigra sér við að viðurkenna hana sem meira en stundarfyrirbærií* „Hvernig var það að verða frægur svo skyndilega?“ „Skrýtið. Allir hafa lent í því að vera hræddir við eitthvað — eins og vatns- hræðsla. Þér er hent út í vatn, og þú busl- ar þarna og flýtur. Bakslagið hjá m ér kom ekki fyrr en 3—4 árum síðar. Þá fæ ég verulegt bakslag út frá þessu. Hraðinn var mikill, og óhjákvæmilega þegar maður lendir í svona stöðu, þá oft og tíð- um, ef maður er ekki þeim mun sterkari og meðvitaður um sjálfan sig, lendir maður í þeirri stöðu að bókstaflega gleyma sjálfum sér. Þetta verður bara hringbraut. En sem betur fór, hafði mað- ur þetta bak við eyrað og ég náði að spyrna nóg við fótum og fara yfir þessa hluti. Þetta var erfitt. Þetta var flipp — oft mjög gaman. Við vorum dópaðir daginn inn og daginn út, ábyrgðarleysi í hávegum haft. Þegar ég starfaði í Utan- garðsmönnum, var stöðugt stríð. Allir vildu vera númer eitt. Söngvari er „front- ur“ hljómsveitarinnar til að byrja með — seinna breytist þetta, og aðrir fá að njóta sín. Þeir í Utangarðsmönnum skildu þetta ekki. Ég fór að vísu svolítið vitlaust í hlutina. Þetta skeði svo fljótt. Enginn djúpur „contact“ náðist." „Hvers virði er þér tónlistin?" „Fyrir mér er tónlistin ekki bara tón- list, heldur lífsstíll. Það er ekki bara að fara upp á svið og spila. Diskóið er nega- tívt fyrir mér. En þó — í byrjun voru gerðir magnaðir hlutir — menn eins og Sly Dunbar og Rolby Shakespeare, sem spilað hafa með Dylan og Herbie Han- cock. Þegar talað er um diskó, er það ekki bara skemmtistaður. Plötusnúðn- um á Hótel Borg var bannað að kaupa plötur í Gramminu." „Hvers vegna?" „Vegna þess að Grammið hefur verið að reyna að kynna lifandi tónlist hér á landi. En ef þið farið á þessa skemmti- staði — diskóið er jafnslævandi og áfengið. Þetta virðist manni samofið. Maður drekkur og drekkur og fer út á gólfið í krampakippum. En, ókei, það hlýtur að vera í lagi. Þú getur ekki ætlast til, að fólk á skemmtistað sitji og hlusti á músík, sem hefur eitthvað að segja. Þannig að í rauninni er þetta mjög skilj- anlegt. Það sem vantar væri svona pláss, virkilega stór staður, þar sem væri „live“ og menn gætu spilað. Það er það sem vantar í Reykjavík. Nú er búið að opna Safarí. Það er eini staðurinn í Reykjavík þar sem er spilað „live“ og eini staðurinn sem ég mun koma fram á, fyrir utan í bíóum einstaka sinnum. I rauninni hef ég sagt marga hluti sem ég hef étið ofan í mig aftur. Það er í raun- inni eðlilegt, ég segi þetta í dag og hitt á morgun. Það, sem ég segi í þessu viðtali hér, gæti ég þess vegna étið ofan í mig á morgun. Maður er jafnbreytilegur og náttúran. Ég viðurkenni, að ég hata diskó — upp til hópaý „Hvernig semurðu lögin?“ „Það er soldið mismunandi, t.d. hvernig ég vann Fingraför og Konu. Ef við tökum Konu fyrir, þá er textinn þungamiðjan og lagið eiginlega bara til þess að halda því uppi. Ef ég er að gera
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.