Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1985, Síða 29

Skólablaðið - 01.12.1985, Síða 29
rokk, reyni ég að samræma texta og melodíu í órjúfandi heild“ „Hvaðan koma áhrifin?“ „Af þessu nýja eru það Stranglers, Clash, U2 og Bruce Springsteen, er í miklu uppáhaldi hjá mér. Einhvers stað ar djúpt niðri er ég undir áhrifum frá þessum hljómsveitum, en ég reyni að fela það. Ef maður ætlar að stela, er um að gera að gera það smekklega“ „Hver er saga lagsins Jim Morrison af plötunni Breyttir tírnar?" „Já þetta lag. Textinn er tekinn næst- um orðrétt úr viðtali við Jim Morrison, líklega þegar hann var útúrsýrður. Lagið er eins og ég sjálfur held, að Jim Morri- son hefði haft það, hefði hann samið lag við þennan texta“ „Peningar." „í rauninni get ég verið „milli“ og það alveg „stórmilli" á íslenska vísu. Ef ég hefði haldið rétt á peningunum. Pening- ar skipta mig í raun engu máli. Eg er ánægður, meðan ég get spilað mína tón- list. Ef ég hef of mikla peninga, fer allt í klessu hjá mér. En samt lifi ég mínu lífi, einn og sjálfstæður, og í rauninni mundu flestir vilja vera í mínum sporum. Ég fíla það að vera blankur. Ef ég seldi mig, gæti ég haft 200 þús. kr. á viku. En ég kem ekki nálægt auglýsingum, eins og t.d. á rás 2. Ég kem ekki fram á skemmti- stöðum. Ég fer mínar eigin leiðir. Sumir myndu kalla þetta hroka“ „Rás 2?“ „í fyrsta lagi er vinsældalistinn ekki marktækur nema að litlu leyti, í öðru lagi er þetta stæling á Kananum. Rás 2 hefur drepið alla plötusölu í landinu. Krakkarnir taka bara upp heilu þættina. Rás 2 hefur sinnt mér vitaskuld, en ég er bara ekki sáttur við það. Mér skilst ég sé mikið spilaður þarna, án þess að ég pæli nokkuð í því. En það er hellingur af öðr- um íslenskum tónlistarmönnum til. Það eru Bubbi Morthens, Björgvin Halldórs- son og Gunnar Þórðarson. En þeir spila ekki hljómsveitir eins og Vonbrigði og Kukl. Það er hryggilegt“ „Hver er þín skoðun á frjálsum út- varpsstöðvum?" „Það eykur samkeppnina að einhverju leyti. Mér finnst ágætt, að þetta sé að ske. En í rauninni finnst mér ísland eins og gata í LA, sko“ „Pólitík?" „Ég er í raun hættur að hugsa um þau málefni. Ég hef andstyggð á verkalýðs- hreyfingunni, og ég er búinn að gefast upp á íslenskri pólitík — gjörsamlega. Ég hef ekkert gott af þessu fólki að segja. Ég starfaði mikið fyrir vinstri öflin og síðast núna fyrir ári. Ég fékk ekkert nema skítkast, svik og lygi beint framan í mig. Það var það, sem maður mátti bú- ast við af þessu fólki. Því miður, þá er það þannig. Ef þú ætlar að gerast póli- Ég hef andstyggð á verkalýðshreyfingunni. Dópið, sé ekki eftir mínútu. tíkus, þá ertu kominn út í bisniss, púra bisniss“ „Studdir þú ekki Vilmund á sínum tima?“ „Já, Vimmi — Það var sorglegt. Ég fíl- aði Vilmund sem manneskju og skáld, líka sem pólitíkus. Hann gerði marga góða hluti. Sorglegt hvernig ^ngið var að honum. Andstæðingar haqs gáfu yf- irlýsingar um veikleika hans 1 blöðunum og á opinberum fundum. í laginu Vil- mundur, sem mér finnst besta lagið á plötunni Ný spor, er ég bara að kveðja Vílmund“ „Bubbi, dauðinn?“ „í raun er dauðinn fæðing. Og ef fólk gleðst yfir fæðingu, á það að gleðjast yfir dauðanum. Dauðinn hefur verið málaður sem svartur, botnlaus hrylling- ur. Fólk kemur og segir: „Ja, Gunna er dauð“ Fínt ókei, eigum við að halda ball? Mer finnst dauðinn vera orðinn iðnaður líka. Til eru menn, sem nýta sér dauðann" „En trúmál?" „Já, ég hef pælt í alls konar trúar- brögðum. Og ég hef ekki komist nær en það, að ég held, að maðurinn sé svörun þess, að einhvers konar guðdómur sé til. í rauninni segi ég og trúi: „Þú et það, sem þú hugsar. Enginn gerir þig hamingju- samari en þú sjálfur. Fyrst og fremst áttu að hugsa um sjálfan þig, nr. 1, 2 og 3 og upp í 10. Ef þú gerir það ekki, gerir eng- inn það. Ef þú nærð þeim þroska að geta hugsað um sjálfan þig, elskað sjálfan þig og ræktað sjálfan þig, er möguleiki fyrir þig að koma þannig fram við aðra. Öll þessi dópneysla og öll þessi áfengisneysla endurspeglar þjóðfélagið. Svona er þjóð- félagið. Mín kynslóð fer í kippum i með- ferð. Það eru menn, sem fara vikulega í meðferð. Mér finnst það virðingarvert, að menn skuli leggja það á sig í staðinn fyrir að hanga „útkokksaðir" á einhverj- um hanabjálkanum, uppteknir við að frelsa heiminn í einhverju dópskýi. í rauninni er alveg hrúga af góðum hlut- um að gerast á íslandi og ég er alltaf að verða hrifnari og hrifnari af því sem hér er að gerast. Ég kann að meta þetta núna, en ég hef verið upp á kant við þetta í 28 árí‘ „Bubbi, hver er drottning stríðsfák- anna sem þú talar um í laginu Afgan?“ „Það er bara svartur Afgan, stuðið — ekkert annað. Ég var „útúrstoned“, þeg- ar ég samdi þettaf „Getur þú þakkað dópinu eitthvað?“ „Já, já, helling, alveg hrúga af góðum hlutum. Kókið, sýran, heróínið og hass, allir þessir hlutir. Það virkar þannig, það verður „moment“. Maður nær flugi, sem varir aðeins þessa einu stund og kemur aldrei aftur. Mörg laga minna eru samin í þessu ástandi. Alla texta reyndi ég að skrifa ódópaður. Öll lög samdi ég dóp- aður. Dópið skilaði mögnuðum hlutum. Og ég sé ekki eftir mínútu" „En hvað segirðu um framtíðina?“ „Ég er ekki lengur ungur, reiður mað- ur. Ég er 29 ára gamall. í rauninni er ég miðaldra maður, sem er að sætta mig við hina og þessa hluti. Það þýðir ekki, að ég ætli að gefa út 100 hljómplötur. Ég get ekki hagað mér eins og ég gerði 1980. Það gengur ekki upp“ „Ertu ánægður með plöturnar þín- ar?“ „Ég er sáttur við Pláguna og Konu, en í rauninni mætti fleygja sex plötum sem ég hef gert. Einhvern tíma á ég eftir að gefa út plötu með óbó, blástrum, píanó og kontrabassa, svona „jolly jolly filing“ hvenær sem það verður“ „Takk fyrir Bubbi!!!“ 29

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.