Skólablaðið - 01.12.1985, Side 35
skyggja tekur
Það er laugardagskvöld og klukkan
langt gengin í tólf. Ilmur vorsins leikur
um götur gamla miðbæjarins, ilmur sem
kemur fögrum minningum frá æskuár-
unum til að skjótast upp í hugann.
Straumur fólks liggur inn um dyr á ný-
uppgerðu húsi við Fischersund. Hávær
hlátrasköll, sem óma út á götuna, geta
gefið til kynna að innan veggja hússins sé
ein af þessum svo kölluðu „bjórkrám"
sem upp á síðkastið hafa sprotiið upp
eins og gorkúlur víðs vegar um borgina.
Eg geng inn og reykmettað loftið ræðst á
augun með þeim afleiðingum að tár
byrja að renna niður kinnarnar. Þegar
upp á aðra hæð er komið fæ ég mér sæti
við barinn^ Svona rétt til að ákveða hvað
kaupa sku;li renni ég augunum yfir sal-
inn. Þau staðnæmast í einu horninu á
snyrtilega klæddum manni. Hann er lík-
lega ekki eldri en fimmtíu ára en gæti
eins verið fertugur. Þarna situr hann einn
við ferkantað borð í liki óhamingjunnar
sjálfrar. Um leið og ég greini rödd úr há-
tölurunum syngja „Hvað sem ég gerði
það var aldrei nógu gott“ sé ég hann
stara ofan í glas sitt kannski í von um að
sjá til botns. Skyndilega lyftir hann glas-
inu og tekur síðasta sopann. I stað þess
að snerta botninn með löngutöng stend-
ur hann upp og hrópar yfir salinn:
„Þjónn, eina kollu!“
Þar sem ég hef alltaf hrifist af slíkum
mönnum sem e.t.v. hafa átt allt en tapað
því og yfirbuga sorgirnar í félagsskap
Bakkusar, ákveð ég að kaupa mér í ann-
að glas og tylla mér hjá honum. Hann lít-
ur snöggt upp og í augunum má sjá von-
arglampa sem slokknar um leið og hann
sér mig. Hann grúfir andlitið ofan í
glasið á ný. Ég spyr í hálfgerðum afsök-
unartón: „Er ekki í lagi að ég sitji hérna
hjá þér?“ Svarið kemur bæði seint og líf-
laust: „Jú, gjörðu svo vel.“
í huga mínum verður þögnin brátt
óbærileg. í einhvers konar örvæntingu
gríp ég til sígarettupakkans og býð
glasinu í einum teyg og drep í sígarett-
unni í öskubakkanum, virði fyrir mér
reykinn sem fagnandi teygir sig upp í
loftið. Gamli maðurinn við hlið mér
horfir hugsandi á og mælir loks: „Dauð-
inn er eina von okkar um frelsi“.
Við verðum samferða út á dimma og
regnvota götuna. Að skilnaði segir hann:
„Þakka þér fyrir allt og mundu að það er
sama hvað þú gerir, endirinn verður allt-
af sá sami“. Að þessum orðum mæltum
hrasar hann og fellur á götuna, staulast
með erfiðismunum á fætur. Ég horfi á
hann ganga burt. Alvarlegur í bragði
hugsa ég. Já, ég bara hugsa. Um hvað,
það skiptir kannski ekki máli en við vit-
um öll að sólin rís næsta morgun. Nýr
dagur hefst með morgni, en endar með
kveldi. Og ég kvað:
Gleði I
Hús á ókunnum stað.
Myndir á veggjum.
Ógróin sár.
Átök þess rétta og ranga.
Opnar dyr
þögnin hvíslar
„þessa leið beint af augum“.
ífjarlœgðinni er framtíðin
kemur nær og nœr.
Leitaði ákaft.
Tíminn rann út í nóttina.
Sátum saman í rökkrinu.
Horfðum í eilífðina.
Hvíslaðir í eyra mitt.
„Ég er ekki til“.
Fegurðin var tómið í huganum
sem ég faldi í myrkrinu
með tárinu og blóðinu.
Við þornuðum upp í dögun.
honum. Álika silalega og áður svarar
hann: „Nei, þakka þér fyrir, vinur, ég
reyki ekki.“ Enn á ný verður þögn. Eftir
stutta stund áræði ég að kveikja mér í
einni. Ég sit afslappaður í stólnum, sýg
reykinn úr sígarettunni og skoða þennan
álúta mann, blæs svo að lokum reyknum
frá mér og undirbý næstu spurningu.
Það reynist óþarfi því að skyndilega lítur
hann upp, horfir beint í augu mér og
segir: „Ef þú, ungi maður, lifir þá hlýt-
urðu að finna og ef þú finnur þá hlýt-
urðu að þjást. “ Án þess raunverulega að
skilja hvað hann á við samþykki ég. Þá
heldur hann áfram: „Á meðan þú lifir
ertu ófrjáls. “ Nú kinka ég þegjandi kolli
og hann lítur ofan í glas sitt að nýju.
Það er orðið áliðið og síðasta klukku-
tímann hefur straumurinn legið út úr
húsinu. Ég virði fyrir mér unga og fallega
þjónustustúlku sem er byrjuð að leggja
stólana upp á borð. Hún er frekar lág-
vaxin með ljóst og liðað hár sem teygir
sig niður á herðarnar. Nú stendur hún
yfir mér og segir þreytulegri röddu: „Því
miður, við erum að loka“. Ég tæmi úr
Raniets.
35